Jákvæð viðbrögð við aðgerðunum sem miða að fjölgun kennara

Einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að fjölga kennurum er að frá og með þessu hausti býðst nemendum á lokaári í meistaranámi til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám.

Stelpa að læra
Auglýsing

„Við höfum fengið virki­lega jákvæð við­brögð við aðgerð­unum sem miða að fjölgun kenn­ara, frá skóla­sam­fé­lag­inu, sveit­ar­fé­lög­un­um, kenn­ara­for­yst­unni og for­eldr­um.“ Þetta segir Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Liður í aðgerðum stjórn­valda til þess að fjölga kenn­urum er að frá og með þessu hausti býðst nem­endum á loka­ári í meist­ara­námi til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi launað starfs­nám. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá háskól­unum gengur mjög vel að finna starfs­nám­stöður fyrir kenn­ara­nema en 96 pró­sent þeirra sem eftir því sækj­ast hafa þegar fengið stöðu.

Lilja segir að aðgerð­irnar hafi verið unnar í góðu sam­ráði og að sam­vinnan sé farin að skila góðum árangri. „Það er okkur kapps­mál að stuðla að öfl­ugu skóla­starfi og styrku mennta­kerfi – þar leika kenn­arar aðal­hlut­verk­ið.“

Auglýsing

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölgar veru­lega milli ára

Í starfs­námi kenn­ara­nema starfa þeir við hlið reyndra kenn­ara yfir heilt skóla­ár. Starfs­námið er sam­kvæmt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu fjöl­breytt, kenn­ara­nemar sinni dag­legum störfum í skól­unum og kynni sér fjöl­breyttar kennslu­að­ferðir og starfs­hætti á þeim náms­sviðum eða náms­greinum sem þeir hyggj­ast sér­hæfa sig í. Starfs­námið sé mik­il­vægur liður í þjálfun kenn­ara­nem­anna og und­ir­bún­ingi þeirra fyrir frek­ari störf í skólum að lok­inni útskrift.

Lilja kynnti aðgerð­irnar þann 5. mars síð­ast­lið­inn en þær fela meðal ann­ars í sér launað starfs­nám, náms­styrk til nem­enda og styrki til starf­andi kenn­ara til náms í starfstengdri leið­sögn. Aðgerð­irnar eiga sem sagt að taka á kenn­ara­skorti í land­inu.

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölg­aði veru­lega milli ára síð­ast­liðið vor eða alls um rúm­lega 200 í háskól­unum fjórum sem bjóða upp á kenn­ara­nám hér á landi.

Aðgerð­irnar einar og sér leysa ekki allan vanda mennta­kerf­is­ins

Ragnar Þór Pét­urs­son, for­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við Kjarn­ann þegar aðgerð­irnar voru kynntar að hann teldi þær tíma­bær­ar. „Það hefur blasað við í nokkurn tíma að sá alvar­legi kenn­ara­skortur sem þegar er orð­inn stað­reynd í leik­skólum mun, ef ekk­ert er að gert, ná til grunn­skól­ans innan fárra ára. Hrun í aðsókn í kenn­ara­nám hefur þegar haft áhrif á getu háskól­anna til að halda úti þeirri kennslu og þeim rann­sóknum sem nauð­syn­legar eru á miklum umbylt­ing­ar­tímum í mennta­kerfum heims­ins. Þess vegna er gríð­ar­lega mik­il­vægt að grípa til aðgerða til að efla kenn­ara­menntun í land­in­u,“ sagði hann.

Hann taldi þó aðgerð­irnar einar og sér ekki leysa allan vanda mennta­kerf­is­ins en að þær væru samt nauð­syn­leg­ar. „Það sem skiptir kannski mestu máli er að nú er fók­us­inn kom­inn á réttan stað og stjórn­völd hafa tekið á sig þá ábyrgð að stuðla að nauð­syn­legum umbótum áður en það er of seint. Á Íslandi hefur skort á slíka lang­tíma­hugsun og því fagna ég henni. Við sem sam­fé­lag þurfum svo að taka höndum saman og styðja við mennta­kerf­ið, alveg eins og við eigum að gera við önnur mik­il­væg grund­vall­ar­keri sam­fé­lags­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent