Jákvæð viðbrögð við aðgerðunum sem miða að fjölgun kennara

Einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að fjölga kennurum er að frá og með þessu hausti býðst nemendum á lokaári í meistaranámi til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám.

Stelpa að læra
Auglýsing

„Við höfum fengið virki­lega jákvæð við­brögð við aðgerð­unum sem miða að fjölgun kenn­ara, frá skóla­sam­fé­lag­inu, sveit­ar­fé­lög­un­um, kenn­ara­for­yst­unni og for­eldr­um.“ Þetta segir Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Liður í aðgerðum stjórn­valda til þess að fjölga kenn­urum er að frá og með þessu hausti býðst nem­endum á loka­ári í meist­ara­námi til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi launað starfs­nám. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá háskól­unum gengur mjög vel að finna starfs­nám­stöður fyrir kenn­ara­nema en 96 pró­sent þeirra sem eftir því sækj­ast hafa þegar fengið stöðu.

Lilja segir að aðgerð­irnar hafi verið unnar í góðu sam­ráði og að sam­vinnan sé farin að skila góðum árangri. „Það er okkur kapps­mál að stuðla að öfl­ugu skóla­starfi og styrku mennta­kerfi – þar leika kenn­arar aðal­hlut­verk­ið.“

Auglýsing

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölgar veru­lega milli ára

Í starfs­námi kenn­ara­nema starfa þeir við hlið reyndra kenn­ara yfir heilt skóla­ár. Starfs­námið er sam­kvæmt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu fjöl­breytt, kenn­ara­nemar sinni dag­legum störfum í skól­unum og kynni sér fjöl­breyttar kennslu­að­ferðir og starfs­hætti á þeim náms­sviðum eða náms­greinum sem þeir hyggj­ast sér­hæfa sig í. Starfs­námið sé mik­il­vægur liður í þjálfun kenn­ara­nem­anna og und­ir­bún­ingi þeirra fyrir frek­ari störf í skólum að lok­inni útskrift.

Lilja kynnti aðgerð­irnar þann 5. mars síð­ast­lið­inn en þær fela meðal ann­ars í sér launað starfs­nám, náms­styrk til nem­enda og styrki til starf­andi kenn­ara til náms í starfstengdri leið­sögn. Aðgerð­irnar eiga sem sagt að taka á kenn­ara­skorti í land­inu.

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölg­aði veru­lega milli ára síð­ast­liðið vor eða alls um rúm­lega 200 í háskól­unum fjórum sem bjóða upp á kenn­ara­nám hér á landi.

Aðgerð­irnar einar og sér leysa ekki allan vanda mennta­kerf­is­ins

Ragnar Þór Pét­urs­son, for­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við Kjarn­ann þegar aðgerð­irnar voru kynntar að hann teldi þær tíma­bær­ar. „Það hefur blasað við í nokkurn tíma að sá alvar­legi kenn­ara­skortur sem þegar er orð­inn stað­reynd í leik­skólum mun, ef ekk­ert er að gert, ná til grunn­skól­ans innan fárra ára. Hrun í aðsókn í kenn­ara­nám hefur þegar haft áhrif á getu háskól­anna til að halda úti þeirri kennslu og þeim rann­sóknum sem nauð­syn­legar eru á miklum umbylt­ing­ar­tímum í mennta­kerfum heims­ins. Þess vegna er gríð­ar­lega mik­il­vægt að grípa til aðgerða til að efla kenn­ara­menntun í land­in­u,“ sagði hann.

Hann taldi þó aðgerð­irnar einar og sér ekki leysa allan vanda mennta­kerf­is­ins en að þær væru samt nauð­syn­leg­ar. „Það sem skiptir kannski mestu máli er að nú er fók­us­inn kom­inn á réttan stað og stjórn­völd hafa tekið á sig þá ábyrgð að stuðla að nauð­syn­legum umbótum áður en það er of seint. Á Íslandi hefur skort á slíka lang­tíma­hugsun og því fagna ég henni. Við sem sam­fé­lag þurfum svo að taka höndum saman og styðja við mennta­kerf­ið, alveg eins og við eigum að gera við önnur mik­il­væg grund­vall­ar­keri sam­fé­lags­ins.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent