Jákvæð viðbrögð við aðgerðunum sem miða að fjölgun kennara

Einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að fjölga kennurum er að frá og með þessu hausti býðst nemendum á lokaári í meistaranámi til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám.

Stelpa að læra
Auglýsing

„Við höfum fengið virki­lega jákvæð við­brögð við aðgerð­unum sem miða að fjölgun kenn­ara, frá skóla­sam­fé­lag­inu, sveit­ar­fé­lög­un­um, kenn­ara­for­yst­unni og for­eldr­um.“ Þetta segir Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Liður í aðgerðum stjórn­valda til þess að fjölga kenn­urum er að frá og með þessu hausti býðst nem­endum á loka­ári í meist­ara­námi til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi launað starfs­nám. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá háskól­unum gengur mjög vel að finna starfs­nám­stöður fyrir kenn­ara­nema en 96 pró­sent þeirra sem eftir því sækj­ast hafa þegar fengið stöðu.

Lilja segir að aðgerð­irnar hafi verið unnar í góðu sam­ráði og að sam­vinnan sé farin að skila góðum árangri. „Það er okkur kapps­mál að stuðla að öfl­ugu skóla­starfi og styrku mennta­kerfi – þar leika kenn­arar aðal­hlut­verk­ið.“

Auglýsing

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölgar veru­lega milli ára

Í starfs­námi kenn­ara­nema starfa þeir við hlið reyndra kenn­ara yfir heilt skóla­ár. Starfs­námið er sam­kvæmt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu fjöl­breytt, kenn­ara­nemar sinni dag­legum störfum í skól­unum og kynni sér fjöl­breyttar kennslu­að­ferðir og starfs­hætti á þeim náms­sviðum eða náms­greinum sem þeir hyggj­ast sér­hæfa sig í. Starfs­námið sé mik­il­vægur liður í þjálfun kenn­ara­nem­anna og und­ir­bún­ingi þeirra fyrir frek­ari störf í skólum að lok­inni útskrift.

Lilja kynnti aðgerð­irnar þann 5. mars síð­ast­lið­inn en þær fela meðal ann­ars í sér launað starfs­nám, náms­styrk til nem­enda og styrki til starf­andi kenn­ara til náms í starfstengdri leið­sögn. Aðgerð­irnar eiga sem sagt að taka á kenn­ara­skorti í land­inu.

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölg­aði veru­lega milli ára síð­ast­liðið vor eða alls um rúm­lega 200 í háskól­unum fjórum sem bjóða upp á kenn­ara­nám hér á landi.

Aðgerð­irnar einar og sér leysa ekki allan vanda mennta­kerf­is­ins

Ragnar Þór Pét­urs­son, for­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við Kjarn­ann þegar aðgerð­irnar voru kynntar að hann teldi þær tíma­bær­ar. „Það hefur blasað við í nokkurn tíma að sá alvar­legi kenn­ara­skortur sem þegar er orð­inn stað­reynd í leik­skólum mun, ef ekk­ert er að gert, ná til grunn­skól­ans innan fárra ára. Hrun í aðsókn í kenn­ara­nám hefur þegar haft áhrif á getu háskól­anna til að halda úti þeirri kennslu og þeim rann­sóknum sem nauð­syn­legar eru á miklum umbylt­ing­ar­tímum í mennta­kerfum heims­ins. Þess vegna er gríð­ar­lega mik­il­vægt að grípa til aðgerða til að efla kenn­ara­menntun í land­in­u,“ sagði hann.

Hann taldi þó aðgerð­irnar einar og sér ekki leysa allan vanda mennta­kerf­is­ins en að þær væru samt nauð­syn­leg­ar. „Það sem skiptir kannski mestu máli er að nú er fók­us­inn kom­inn á réttan stað og stjórn­völd hafa tekið á sig þá ábyrgð að stuðla að nauð­syn­legum umbótum áður en það er of seint. Á Íslandi hefur skort á slíka lang­tíma­hugsun og því fagna ég henni. Við sem sam­fé­lag þurfum svo að taka höndum saman og styðja við mennta­kerf­ið, alveg eins og við eigum að gera við önnur mik­il­væg grund­vall­ar­keri sam­fé­lags­ins.“

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent