„Kunna stjórnmálamenn ekki grunnreglur formlegra samskipta milli þjóðríkja?“

Þingmaður Vinstri grænna veltir því fyrir sér hvar draga eigi mörkin þegar um heimsókn erlendra erindreka er að ræða.

Ari Trausti
Ari Trausti
Auglýsing

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður VG, fjall­aði um opin­bera heim­sókn Mike Pence, vara­­­for­­­seta Banda­­­ríkj­anna, í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi en þar veltir hann því fyrir sér hvar mörkin séu dregin þegar hátt­settir menn í stjórn­skipan ann­arra landa sækja Ísland heim.

Tölu­vert hefur verið fjallað um heim­sókn Pence til Íslands en hann er vænt­an­legur þann 4. sept­­­em­ber næst­kom­andi. Meðal ann­ars hafa aðrir þing­menn gagn­rýnt komu hans.

Gildir ekki hvaða skoð­anir aðrir hátt­settir menn hafa

„Margt er ritað um ábyrgð VG á því að vara­for­seti Banda­ríkj­anna komi til lands­ins (ná­ungi með fullt af röngum skoð­unum að margra okkar mati og þar með mín) – eins og valið sé úr því hvaða hátt­sett­ustu menn í stjórn­skipan þeirra landa sem við höfum póli­tísk/efna­hags­leg/­menn­ing­ar­leg sam­skipti við, fái hefð­bundn­ar/diplómat­ískar við­tök­ur,“ skrifar Ari Trausti.

Þá gildi ekki einu hvaða skoð­anir for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands hafi, for­seti Pól­lands eða for­seti Kína og Pence eða Mike Pompeo. „Kannski líka Boris bless­aður John­son eða hinn róm­aði Pútín? Gildir ekki einu hvort frum­kvæðið að heim­sókn komi frá við­kom­andi aðila eða íslenskri rík­is­stjórn (hver sem hana skipar).“

Auglýsing

Ari Trausti spyr enn fremur hvort til sé lævís og lipur leið til þess að ýja að „svikum við mál­stað­inn“ þegar svona heim­sóknir eru á döf­inni. „Eða kunna stjórn­mála­menn ekki grunn­reglur form­legra sam­skipta milli þjóð­ríkja? Þær gildar oftast, a.m.k. af hálfu lands­stjórna í borg­ara­legum lýð­ræð­is­ríkj­um. Og jú, vissu­lega gæti komið til þess að íslensk stjórn­völd kæmu sér undan opin­berri heim­sókn til lands eða undan heim­sókn erlends valda­manns frá landi sem við höfum form­leg sam­skipti við; segjum t.d. Fil­ipps­eyjar nú um stundir þar sem Dut­arte gengur laus.“ 

Þing­mað­ur­inn spyr því hvar mörkin séu dreg­in.

„Ekki sjálf­sagt mál að slíku jað­ar­menni sé tekið opnum örm­um“

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi VG í stöðu­upp­færslu í gær sem Ari Trausti bregst við á síðu sinni. Þá sagði Guð­mundur Andri að Mike Pence væri krist­inn öfga­maður sem hefði beitt sér gegn rétt­indum kvenna og verið opin­skár í andúð sinni á hinsegin fólki, aðhyllt­ist mis­munun á grund­velli trúar og kyn­hneigðar og hefði gert sitt til að kynda undir því hatri sem orðið sé að meiri­háttar sam­fé­lags­meini í Banda­ríkj­unum og víð­ar.

„Það er ekki sjálf­sagt mál að slíku jað­ar­menni sé tekið opnum örmum þegar hann kemur hing­að, þó að auð­vitað þurfi að sýna emb­ætti hans vissa kurt­eisi. Afar óheppi­legt er að Banda­ríkja­menn og utan­rík­is­ráð­herra íslensku rík­is­stjórn­ar­innar skuli vera tví­saga um til­gang ferð­ar­innar og það sem stendur til að ræða. Banda­ríkja­menn segj­ast ætla að ræða hern­að­ar­mál en Guð­laugur Þór nefndi aðeins efna­hags­mál. Það er kannski feimn­is­mál í rík­is­stjórn undir for­ystu flokks sem seg­ist and­vígur varn­ar­sam­starfi vest­rænna þjóða en við þurfum nú samt að fá að vita af því ef amer­íski her­inn er að snúa hingað aftur undir stjórn slíkra manna sem Pence og Trumps,“ skrif­aði Guð­mundur Andri.

Ari Trausti segir að þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sé iðinn við að gagn­rýna VG og skrifi um til­tekna „kurt­eisi“ sem beri að sýna Mike Pence. Hann spyr hvað það merki í raun. „Líka er reynt að gera VG ábyrgt fyrir auknum fram­kvæmdum við Kefla­vík­ur­flug­völl.“

Til umhugs­un­ar: Margt er ritað um ábyrgð VG á því að vara­for­seti Banda­ríkj­anna komi til lands­ins (ná­ungi með fullt af...

Posted by Ari Trausti on Thurs­day, Aug­ust 15, 2019


Biður utan­rík­is­ráð­herra um nán­ari útskýr­ingar á heim­sókn Pence

­Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, sagði í gær á Face­­book að Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son, utan­­­rík­­is­ráð­herra, héldi því fram að til­­efni heim­­sóknar Mike Pence, vara­­for­­seta Banda­­ríkj­anna, til Íslands væri sam­­starf á sviði efna­hags- og við­­skipta­­mála. Guð­laugur Þór hefði þó sleppt því að nefna að ástæða heim­­sókn­­ar­innar væri að und­ir­­strika land­fræð­i­­legt mik­il­vægi Íslands á norð­­ur­slóðum og aðgerðir NATÓ til að bregð­­ast við auknum umsvifum Rús­s­lands.

„Mörgum brá eðli­­lega í brún snemm­sum­­­ars þegar rík­­is­­stjórnin færði 300 millj­­ónir af fyr­ir­hug­uðum fram­lögum til þró­un­­ar­að­­stoðar í við­hald mann­­virkja NATÓ á Kefla­vík­­­ur­flug­velli. Enn frekar þegar í ljós kom að umfang fram­­kvæmda virð­ist marg­falt það sem kynnt var,“ skrif­aði Logi í færsl­unni á Face­book.

Ari Trausti fjallar um þessi orð Loga í máli sínu. „Logi Ein­ars­son dregur fram 300 millj­ónir króna sem flutt er milli liða í ráðu­neyti en rík­is­stjórnin ábyrgst að skila til aftur þró­un­ar­starfs, þaðan sem þær eru tekn­ar, (nokkuð sem Logi gleymir að geta) og býsnast yfir því að mörgum brá brún að sjá að umfang fram­kvæmda virð­ist marg­falt meira en kynnt var,“ skrifar hann og bætir því við að Logi hafi fengið í hendur – og öll utan­rík­is­mála­nefnd – minn­is­blað þann 20. des­em­ber árið 2017 þar sem tíund­aðar séu þessar fram­kvæmdir banda­ríkja­hers og NATO, með verð­mið­um.

Ari Trausti líkur færslu sinni með því að spyrja: „Hvað skal segja?“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent