Fyrsta málsóknin vegna kaupa á Max vélum komin fram

Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir viðskipta Boeing vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar á 737 Max vélunum. Icelandair er þar á meðal, en rússneskt flugfélag hefur nú stefnt Boeing og vill ógilda fyrra samkomulag um kaup á vélum.

boeinginin.jpg
Auglýsing

Lög­sókn sem bein­ist gegn Boeing, vegna galla í 737 Max vél­unum og alþjóð­legri kyrr­setn­ingu, er nú komin fram, en það er rúss­neska leiguflug­fé­lagið Avia Capi­tal Services sem hefur höfðað mál­ið. 

Það vill ógilda fyrri samn­ing um kaup á vél­un­um, en samn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins gerði ráð fyrir kaupum á 35 Max vél­um, sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times sem greindi frá mál­sókn­inni í nótt. Er málið fyrsta mál­sóknin þar sem þess er kraf­ist að fyrri samn­ingar verði ógild­ir.

Sam­kvæmt stefnu félags­ins, er málið byggt á því að Max vél­arnar hafi verið gall­aðar og félagið beri ábyrgð á því að tvær Max vélar fórust, 29. októ­ber í fyrra og 13. mars á þessu ári, með þeim afleið­ingum að allir um borð létu­st, sam­tals 346. 

Auglýsing

Í kjöl­far seinna slyss­ins tók í gildi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á vél­un­um, og hafa við­skipta­vinir Boeing, sem voru búnir að gera samn­ing um kaup á vél­un­um, þurft að bera mikið tjón vegna þessa. 

Þar á meðal er Icelanda­ir, eins og fram hefur kom­ið, en félagið gerir nú ráð fyrir að kyrr­setn­ing­unni verði ekki aflétt á þessu ári. Sam­kvæmt til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hallar er tjónið metið um 19 millj­arð­ar, miðað við að vél­arnar fari í loftið í nóv­em­ber, en nú virð­ist lík­legt að það ger­ist ekki fyrir þann tíma. 

Flug­mála­yf­ir­völd í hverju landi fyrir sig ráða ferð­inni, en Boeing hefur gefið út að það von­ist til þess að vél­arnar geti farið að fljúga með far­þega fyrir árs­lok.

Icelandair er nú með það til skoð­unar að flytja kyrr­settar Max vélar úr landi, þar sem verð­ur­fars­legar aðstæður eru ekki ákjós­an­legar en vél­arnar standa úti á svæði félags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, hefur sagt að félagið muni sækja bætur til Boeing, vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar, og vinni eftir áætlun um að lág­marka tjón­ið. Á fyrri helm­ingi árs­ins tap­aði félagið 11,2 millj­örðum króna, eða um 89,3 millj­ónum Banda­ríkja­dala. 

Í umfjöllun FT um mál­sókn Avia Capi­tal segir Steven Marks, lög­mað­ur­ Pod­hurst Orseck lög­manns­stof­unnar sem rekur mál­ið, að fleiri mál­sóknir muni vafa­lítið koma fram á næst­unni. Lög­manns­stofan rekur einnig mál um 30 aðstanenda þeirra sem lét­ust í flug­slys­unum 29. októ­ber og 13. mar­s. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent