Fyrsta málsóknin vegna kaupa á Max vélum komin fram

Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir viðskipta Boeing vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar á 737 Max vélunum. Icelandair er þar á meðal, en rússneskt flugfélag hefur nú stefnt Boeing og vill ógilda fyrra samkomulag um kaup á vélum.

boeinginin.jpg
Auglýsing

Lög­sókn sem bein­ist gegn Boeing, vegna galla í 737 Max vél­unum og alþjóð­legri kyrr­setn­ingu, er nú komin fram, en það er rúss­neska leiguflug­fé­lagið Avia Capi­tal Services sem hefur höfðað mál­ið. 

Það vill ógilda fyrri samn­ing um kaup á vél­un­um, en samn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins gerði ráð fyrir kaupum á 35 Max vél­um, sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times sem greindi frá mál­sókn­inni í nótt. Er málið fyrsta mál­sóknin þar sem þess er kraf­ist að fyrri samn­ingar verði ógild­ir.

Sam­kvæmt stefnu félags­ins, er málið byggt á því að Max vél­arnar hafi verið gall­aðar og félagið beri ábyrgð á því að tvær Max vélar fórust, 29. októ­ber í fyrra og 13. mars á þessu ári, með þeim afleið­ingum að allir um borð létu­st, sam­tals 346. 

Auglýsing

Í kjöl­far seinna slyss­ins tók í gildi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á vél­un­um, og hafa við­skipta­vinir Boeing, sem voru búnir að gera samn­ing um kaup á vél­un­um, þurft að bera mikið tjón vegna þessa. 

Þar á meðal er Icelanda­ir, eins og fram hefur kom­ið, en félagið gerir nú ráð fyrir að kyrr­setn­ing­unni verði ekki aflétt á þessu ári. Sam­kvæmt til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hallar er tjónið metið um 19 millj­arð­ar, miðað við að vél­arnar fari í loftið í nóv­em­ber, en nú virð­ist lík­legt að það ger­ist ekki fyrir þann tíma. 

Flug­mála­yf­ir­völd í hverju landi fyrir sig ráða ferð­inni, en Boeing hefur gefið út að það von­ist til þess að vél­arnar geti farið að fljúga með far­þega fyrir árs­lok.

Icelandair er nú með það til skoð­unar að flytja kyrr­settar Max vélar úr landi, þar sem verð­ur­fars­legar aðstæður eru ekki ákjós­an­legar en vél­arnar standa úti á svæði félags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, hefur sagt að félagið muni sækja bætur til Boeing, vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar, og vinni eftir áætlun um að lág­marka tjón­ið. Á fyrri helm­ingi árs­ins tap­aði félagið 11,2 millj­örðum króna, eða um 89,3 millj­ónum Banda­ríkja­dala. 

Í umfjöllun FT um mál­sókn Avia Capi­tal segir Steven Marks, lög­mað­ur­ Pod­hurst Orseck lög­manns­stof­unnar sem rekur mál­ið, að fleiri mál­sóknir muni vafa­lítið koma fram á næst­unni. Lög­manns­stofan rekur einnig mál um 30 aðstanenda þeirra sem lét­ust í flug­slys­unum 29. októ­ber og 13. mar­s. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum
Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Þorsteinn Már Baldvinsson er hættur sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Molar
Molar
Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak
Kjarninn 18. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér
Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun
Kjarninn 18. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent