Fyrsta málsóknin vegna kaupa á Max vélum komin fram

Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir viðskipta Boeing vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar á 737 Max vélunum. Icelandair er þar á meðal, en rússneskt flugfélag hefur nú stefnt Boeing og vill ógilda fyrra samkomulag um kaup á vélum.

boeinginin.jpg
Auglýsing

Lög­sókn sem bein­ist gegn Boeing, vegna galla í 737 Max vél­unum og alþjóð­legri kyrr­setn­ingu, er nú komin fram, en það er rúss­neska leiguflug­fé­lagið Avia Capi­tal Services sem hefur höfðað mál­ið. 

Það vill ógilda fyrri samn­ing um kaup á vél­un­um, en samn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins gerði ráð fyrir kaupum á 35 Max vél­um, sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times sem greindi frá mál­sókn­inni í nótt. Er málið fyrsta mál­sóknin þar sem þess er kraf­ist að fyrri samn­ingar verði ógild­ir.

Sam­kvæmt stefnu félags­ins, er málið byggt á því að Max vél­arnar hafi verið gall­aðar og félagið beri ábyrgð á því að tvær Max vélar fórust, 29. októ­ber í fyrra og 13. mars á þessu ári, með þeim afleið­ingum að allir um borð létu­st, sam­tals 346. 

Auglýsing

Í kjöl­far seinna slyss­ins tók í gildi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á vél­un­um, og hafa við­skipta­vinir Boeing, sem voru búnir að gera samn­ing um kaup á vél­un­um, þurft að bera mikið tjón vegna þessa. 

Þar á meðal er Icelanda­ir, eins og fram hefur kom­ið, en félagið gerir nú ráð fyrir að kyrr­setn­ing­unni verði ekki aflétt á þessu ári. Sam­kvæmt til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hallar er tjónið metið um 19 millj­arð­ar, miðað við að vél­arnar fari í loftið í nóv­em­ber, en nú virð­ist lík­legt að það ger­ist ekki fyrir þann tíma. 

Flug­mála­yf­ir­völd í hverju landi fyrir sig ráða ferð­inni, en Boeing hefur gefið út að það von­ist til þess að vél­arnar geti farið að fljúga með far­þega fyrir árs­lok.

Icelandair er nú með það til skoð­unar að flytja kyrr­settar Max vélar úr landi, þar sem verð­ur­fars­legar aðstæður eru ekki ákjós­an­legar en vél­arnar standa úti á svæði félags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, hefur sagt að félagið muni sækja bætur til Boeing, vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar, og vinni eftir áætlun um að lág­marka tjón­ið. Á fyrri helm­ingi árs­ins tap­aði félagið 11,2 millj­örðum króna, eða um 89,3 millj­ónum Banda­ríkja­dala. 

Í umfjöllun FT um mál­sókn Avia Capi­tal segir Steven Marks, lög­mað­ur­ Pod­hurst Orseck lög­manns­stof­unnar sem rekur mál­ið, að fleiri mál­sóknir muni vafa­lítið koma fram á næst­unni. Lög­manns­stofan rekur einnig mál um 30 aðstanenda þeirra sem lét­ust í flug­slys­unum 29. októ­ber og 13. mar­s. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent