Hagstæð veikari króna og minni samdráttur en óttast var

Greinendur Arion banka segja að tölur Hagstofu Ísland um inn- og útflutning þjóðarbússins séu jákvæðari en margir spáðu.

ferðamenn, Hellnar, Snæfellsnes, ferðaþjónusta, tourism 7DM_3263_raw_170617.jpg
Auglýsing

Grein­endur Arion banka segja að nýjar tölur Hag­stofu Íslands um inn- og útflutn­ing sýni jákvæð­ari mynd en margir þorðu að teikna upp, eftir fall WOW air í lok mars. Sam­drátt­ur­inn í þjón­ustu­af­gang­inum sé lít­ill. 

Ástæðan fyrir betri hag­töl­um, miðað það sem margir þorðu að spá, er meðal ann­ars veik­ari króna en í fyrra, sem skilar meiri tekjum í krónum talið fyrir gjald­eyri, og síðan minni sam­dráttur í ferða­þjón­ustu, en margir ótt­uð­ust. „Sam­kvæmt bráða­birgða­töl­unum nam afgangur af þjón­ustu­við­skiptum 52 ma.kr., sem sam­svarar ein­göngu 10% sam­drætti á milli ára, á föstu gengi. Á breyti­legu gengi jókst hins vegar afgang­ur­inn um 700 millj­ónir króna, eða 1,4%, þar sem gengi krón­unnar er tölu­vert veik­ara en það var á 2F 2018,“ segir í grein­ingu Arion banka

Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins fluttu Íslend­ingar inn vörur og þjón­­ustu fyrir 319,8 millj­­arða króna en út fyrir 329,8 millj­­arða króna. Vöru- og þjón­ust­u­­jöfn­uður var því jákvæður um 9,4 millj­­arða króna á öðrum árs­fjórð­ungi 2019.

Auglýsing

Þegar krónan var sterku­st, á vor­mán­uðum í fyrra, kost­aði Banda­ríkja­dalur 97 krónur en hann kostar nú 125 krón­ur.

Í grein­ingu Arion banka kem­ur  þó fram sá fyr­ir­vari, að grein­endur bank­ans hafi ekki áttað sig almenni­lega á því hvers vegna sam­drátt­ur­inn í inn­fluttri þjón­ustu hafi verið jafn mik­ill og raun ber vitni í tölum Hag­stof­unn­ar, en fyrir vikið kemur þjón­ustu­hlut­inn betur út fyrir þjóð­ar­bú­ið.

„Sam­kvæmt bráða­birgða­töl­unum nam afgangur af þjón­ustu­við­skiptum 52 ma.kr., sem sam­svarar ein­göngu 10% sam­drætti á milli ára, á föstu gengi. Á breyti­legu gengi jókst hins vegar afgang­ur­inn um 700 millj­ónir króna, eða 1,4%, þar sem gengi krón­unnar er tölu­vert veik­ara en það var á 2F 2018. Þetta er ívið betri nið­ur­staða en við þorðum að vona, en spá okkar hljóð­aði upp á 26 ma.kr. afgang. Að þessu sinni var það inn­flutt þjón­usta sem kom okkur í opna skjöldu, en hversu mik­ill sam­drátt­ur­inn reynd­ist milli ára er ráð­gáta sem við höfum ekki ennþá kom­ist til botns í,“ segir í grein­ing­unni.

Almennt hafa tölur úr ferða­þjón­ust­unni komið betur út, en margir gerðu ráð fyr­ir, en korta­velta ferða­manna hefur hald­ist nokkuð há, og verið yfir því sem raunin var í fyrra - mælt á hvern ferða­mann að með­al­tali. „Í ljósi mik­ils korta­veltu­vaxtar á hvern ferða­mann sam­an­borið við árið 2018, lengri dval­ar­tíma og veik­ari krónu var útséð að ferða­lög, eða heild­ar­neysla ferða­manna, myndi drag­ast minna saman en nemur fækkun ferða­manna. Sú varð raun­in, og gott betur en það, þar sem neysla ferða­manna jókst um 0,1% milli ára á breyti­legu gengi, þrátt fyrir 19,2% fækkun ferða­manna,“ segir í grein­ing­unni.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent