Hagstæð veikari króna og minni samdráttur en óttast var

Greinendur Arion banka segja að tölur Hagstofu Ísland um inn- og útflutning þjóðarbússins séu jákvæðari en margir spáðu.

ferðamenn, Hellnar, Snæfellsnes, ferðaþjónusta, tourism 7DM_3263_raw_170617.jpg
Auglýsing

Grein­endur Arion banka segja að nýjar tölur Hag­stofu Íslands um inn- og útflutn­ing sýni jákvæð­ari mynd en margir þorðu að teikna upp, eftir fall WOW air í lok mars. Sam­drátt­ur­inn í þjón­ustu­af­gang­inum sé lít­ill. 

Ástæðan fyrir betri hag­töl­um, miðað það sem margir þorðu að spá, er meðal ann­ars veik­ari króna en í fyrra, sem skilar meiri tekjum í krónum talið fyrir gjald­eyri, og síðan minni sam­dráttur í ferða­þjón­ustu, en margir ótt­uð­ust. „Sam­kvæmt bráða­birgða­töl­unum nam afgangur af þjón­ustu­við­skiptum 52 ma.kr., sem sam­svarar ein­göngu 10% sam­drætti á milli ára, á föstu gengi. Á breyti­legu gengi jókst hins vegar afgang­ur­inn um 700 millj­ónir króna, eða 1,4%, þar sem gengi krón­unnar er tölu­vert veik­ara en það var á 2F 2018,“ segir í grein­ingu Arion banka

Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins fluttu Íslend­ingar inn vörur og þjón­­ustu fyrir 319,8 millj­­arða króna en út fyrir 329,8 millj­­arða króna. Vöru- og þjón­ust­u­­jöfn­uður var því jákvæður um 9,4 millj­­arða króna á öðrum árs­fjórð­ungi 2019.

Auglýsing

Þegar krónan var sterku­st, á vor­mán­uðum í fyrra, kost­aði Banda­ríkja­dalur 97 krónur en hann kostar nú 125 krón­ur.

Í grein­ingu Arion banka kem­ur  þó fram sá fyr­ir­vari, að grein­endur bank­ans hafi ekki áttað sig almenni­lega á því hvers vegna sam­drátt­ur­inn í inn­fluttri þjón­ustu hafi verið jafn mik­ill og raun ber vitni í tölum Hag­stof­unn­ar, en fyrir vikið kemur þjón­ustu­hlut­inn betur út fyrir þjóð­ar­bú­ið.

„Sam­kvæmt bráða­birgða­töl­unum nam afgangur af þjón­ustu­við­skiptum 52 ma.kr., sem sam­svarar ein­göngu 10% sam­drætti á milli ára, á föstu gengi. Á breyti­legu gengi jókst hins vegar afgang­ur­inn um 700 millj­ónir króna, eða 1,4%, þar sem gengi krón­unnar er tölu­vert veik­ara en það var á 2F 2018. Þetta er ívið betri nið­ur­staða en við þorðum að vona, en spá okkar hljóð­aði upp á 26 ma.kr. afgang. Að þessu sinni var það inn­flutt þjón­usta sem kom okkur í opna skjöldu, en hversu mik­ill sam­drátt­ur­inn reynd­ist milli ára er ráð­gáta sem við höfum ekki ennþá kom­ist til botns í,“ segir í grein­ing­unni.

Almennt hafa tölur úr ferða­þjón­ust­unni komið betur út, en margir gerðu ráð fyr­ir, en korta­velta ferða­manna hefur hald­ist nokkuð há, og verið yfir því sem raunin var í fyrra - mælt á hvern ferða­mann að með­al­tali. „Í ljósi mik­ils korta­veltu­vaxtar á hvern ferða­mann sam­an­borið við árið 2018, lengri dval­ar­tíma og veik­ari krónu var útséð að ferða­lög, eða heild­ar­neysla ferða­manna, myndi drag­ast minna saman en nemur fækkun ferða­manna. Sú varð raun­in, og gott betur en það, þar sem neysla ferða­manna jókst um 0,1% milli ára á breyti­legu gengi, þrátt fyrir 19,2% fækkun ferða­manna,“ segir í grein­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent