Foreldrar geta farið í greiðslumat með börnum sínum

Þrír óskyldir aðilar geta nú sótt saman um greiðslumat hjá Íslandsbanka, og í kjölfarið tekið lán. Lausnin á að hjálpa þeim sem eru að kaupa fyrstu íbúð sína.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Íslandsbanki kynnti í dag nýja húsnæðislánalausn sem í fellst meðal annars að þrír óskyldir aðilar geti sótt um greiðslumat saman. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum þýðir það til að mynda að foreldrar geta sótt um greiðslumat og tekið lán með barni sínu ef það ætlar að kaupa fyrstu íbúð sína, eða annað foreldrið með barni og maka þess. 

Þá geta allir sem sækja um greiðslumat fyrir húsnæðislán, bílalán eða önnur lán á vef Íslandsbanka fengið svar um niðurstöðu greiðslumats strax og fengið upplýsingar um hversu dýra eign þau geta keypt. Þá er einnig hægt að sækja um endurfjármögnun á lánum með sama hætti. 

Umrædd lausn er unnin í samstarfi við Creditinfo og byggir lánshæfismatsútreikningum þess fyrirtækis. Fjölmargir lífeyrissjóðir notast nú þegar við þá lausn þegar þeir framkvæma greiðslumat á sínum viðskiptavinum.  

Mikil breyting á fáum árum

Íslensku viðskiptabankarnir hafa farið halloka í samkeppni við lífeyrissjóði landsins þegar kemur að veitingu húsnæðislána á undanförnum árum. Lífeyrissjóðirnir hafa getað boðið sjóðsfélögum sínum upp á mun betri vaxtakjör síðan að þeir komu aftur inn á markaðinn af fullum krafti haustið 2015, þegar þeir lækkuðu vexti sína verulega, hækkuðu hámarkshlutfall lána og lækkuðu lántökugjöld. Afleiðingin er sú að um þriðjungur húsnæðislána er nú hjá lífeyrissjóðunum. 

Auglýsing
Eins og staðan er í dag er hægt að fá verðtryggða breytilega vexti á húsnæðislánum undir tveimur prósentum hjá tveimur lífeyrissjóðum, Almenna lífeyrissjóðnum (1,84 prósent) og Birtu (1,97 prósent). Aðrir fimm lífeyrissjóðir bjóða upp á verðtryggð húsnæðislán sem bera vexti undir 2,3 prósentum. Þá eru ódýrustu óverðtryggðu vextir hjá lífeyrissjóðum komnir undir fimm prósent, en Birta lífeyrissjóður býður sínum sjóðsfélögum upp á 4,85 prósent vexti.

Viðskiptabankarnir þrír: Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hafa ekki getað keppt við þessi kjör. Verðtryggðir breytilegir vextir þeirra eru á bilinu 3,25 til 3,92 prósent og óverðtryggðir breytilegir vextir eru á bilinu 5,58 til 6,31 prósent hjá þeim. Þegar horft er á fasta óverðtryggða vexti býður Lífeyrissjóður verzlunarmanna upp á 5,14 prósent vexti og nokkrir aðrir stórir lífeyrissjóðir koma þar á eftir þegar skoðaður er listi yfir hagstæðustu kjörin. Slíkir vextir hjá viðskiptabönkunum þremur eru 6,16 til 7,43 prósent. Í öllum tilfellum býður Landsbankinn upp á bestu kjörin af þeim þremur. 

Bankarnir geta lánað til fyrstu kaupa

Ástæða þessa er meðal annars sú að bankarnir þurfa að greiða sértæka bankaskatta sem lífeyrissjóðir þurfa ekki að greiða, sem þeir telja að veiti lífeyrissjóðunum ósanngjarnt samkeppnisforskot.

Auglýsing
Viðskiptabankarnir geta hins vegar boðið hærra lánshlutfall en lífeyrissjóðirnir og eru því vænlegri kostur fyrir þá lántakendur sem eiga minna eigið fé, t.d. fyrstu kaupendur. Á meðan að lífeyrissjóðirnir takmarka sig við 65 til 75 prósent lán þá lána viðskiptabankarnir 80 til 85 prósent af kaupverði. 

Margir þeirra sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn fá hjálp frá foreldrum eða öðrum velunnurum og sú leið sem Íslandsbanki kynnti í dag mun auðvelda slíkum að taka þátt í þannig fasteignakaupum með því að vera beinn lántaki frá fyrsta skrefi.

Hlut­fall fyrstu kaup­enda af heild­ar­fjölda íbúða­kaup­enda var 27,7 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins. Það hefur aldrei verið hærra frá því að byrjað var að mæla hlut­fall þeirra. Til sam­an­burðar var hlut­fall fyrstu íbúð­ar­kaup­enda á sama árs­fjórð­ungi árið 2009 alls 7,9 pró­sent af öllum kaup­um. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs sem birt var fyrr í þessum mánuði. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent