Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum

Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.

Frosið grænmeti
Auglýsing

Sam­tök græn­kera á Íslandi hafa sent út áskorun til umhverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórnar og sveit­ar­fé­laga um að auka vægi græn­ker­a­fæðis í skóla­mötu­neytum og öðrum ­rík­is­stofn­un­um til að sporna gegn ham­fara­hlýn­un. Sam­tökin benda á að stjórn­völd hafi ekki gripið til aðgerða þegar kemur að því að draga úr neyslu dýra­af­urða en dýra­eldi í land­bún­aði orsak­ar hluta los­unar sem stjórn­völd bera ábyrgð á.

Um helm­ingur af losun land­bún­aðar til­kom­inn vegna dýra­eldis

Í áskor­un­inni er vitnað í orð Guð­mund­ar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is­ráð­herra við minn­ing­ar­at­höfn um jökul­inn Ok um síð­ustu helgi. Þar hét hann því að gera það sem hann gæti til þess að koma í veg fyrir að fleiri jöklar á Íslandi hverf­i. ­Sam­tökin segja hins vegar að lítið virð­ist vera á döf­inni hjá stjórn­völdum varð­andi einn mik­il­væg­asta þátt­inn í bar­átt­unni gegn ­lofts­lags­breyt­ing­um, sem er það að draga úr neyslu dýra­af­urða.

 „Stjórn­völd hafa ekki gefið nein skýr skila­boð frá sér varð­andi þennan þátt en land­bún­aður telur 13 pró­sent af losun miðað við Kýótó-­bók­ina (en 21 pró­sent af losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­valda). Um 50% af þess­ari losun land­bún­aðar er metangaslosun vegna dýra­eldis en metan­gas er gróð­ur­húsa­loft­teg­und sem er 25 sinnum skað­legri umhverf­inu en koltví­sýr­ingur en að sama skap þeim eig­in­leikum gætt að hreinast fljót­ar úr and­rúms­loft­inu en koltví­sýr­ing­ur,“ segir í áskor­un­inni.

Auglýsing

Hvetja stjórn­völd til að bjóða börnum upp á græn­ker­a­fæði

Sam­tökin benda á að íslensk börn hafi sent skýr skila­boð um að grípa þurfi til aðgerða með lofts­lags­verk­föllum á föstu­dög­um alla síðust­u ­skóla­önn. Þrátt fyrir það standi krökkum ekki til boða að velja sér­ græn­ker­a­fæð­i í skól­u­m. 

„Mörg börn þurfa að fara með nesti í leik- og grunn­skóla upp á hvern ein­asta dag þar sem skól­arnir fara fram á lækn­is­vott­orð til að börnin geti fengið græn­ker­a­fæði. Það er marg­sannað að plöntu­miðað matar­æði er full­nægj­andi að öllu leyti á öllum ævi­skeiðum og því væri rök­rétt skref að bjóða upp á þann kost í öllum skóla­mötu­neyt­um  lands­ins.“ 

Hvetja sam­tökin því stjórn­völd til þess að bjóða upp á græn­kera­val­kosti í skólum og sýna fram á kolefn­is­spor ólíkra mál­tíða. Þetta muni spara fé þar sem græn­ker­a­fæði sé almennt ódýr­ara, ásamt því að auð­velda mat­reiðslu í skólum þar sem flest algeng­ustu ofnæmi séu fyrir dýra­af­urð­u­m. 

Að lokum segir að áskor­unin eigi við um all­ar ­stofn­an­ir ­ríkis og sveit­ar­fé­laga, þar á meðal sjúkra­hús en sam­kvæmt sam­tök­unum reyn­ist oft erfitt að fá græn­ker­a­fæði þar. Hægt er að lesa áskor­un­ina í heild sinni hér að neð­­an. 

Sam­tök græn­kera á Íslandi hefur sent út áskorun til umhverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórnar og sveit­ar­fé­laga vegna vönt­unar á...

Posted by Sam­tök græn­kera á Íslandi on Tues­day, Aug­ust 20, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent