Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum

Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.

Frosið grænmeti
Auglýsing

Sam­tök græn­kera á Íslandi hafa sent út áskorun til umhverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórnar og sveit­ar­fé­laga um að auka vægi græn­ker­a­fæðis í skóla­mötu­neytum og öðrum ­rík­is­stofn­un­um til að sporna gegn ham­fara­hlýn­un. Sam­tökin benda á að stjórn­völd hafi ekki gripið til aðgerða þegar kemur að því að draga úr neyslu dýra­af­urða en dýra­eldi í land­bún­aði orsak­ar hluta los­unar sem stjórn­völd bera ábyrgð á.

Um helm­ingur af losun land­bún­aðar til­kom­inn vegna dýra­eldis

Í áskor­un­inni er vitnað í orð Guð­mund­ar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is­ráð­herra við minn­ing­ar­at­höfn um jökul­inn Ok um síð­ustu helgi. Þar hét hann því að gera það sem hann gæti til þess að koma í veg fyrir að fleiri jöklar á Íslandi hverf­i. ­Sam­tökin segja hins vegar að lítið virð­ist vera á döf­inni hjá stjórn­völdum varð­andi einn mik­il­væg­asta þátt­inn í bar­átt­unni gegn ­lofts­lags­breyt­ing­um, sem er það að draga úr neyslu dýra­af­urða.

 „Stjórn­völd hafa ekki gefið nein skýr skila­boð frá sér varð­andi þennan þátt en land­bún­aður telur 13 pró­sent af losun miðað við Kýótó-­bók­ina (en 21 pró­sent af losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­valda). Um 50% af þess­ari losun land­bún­aðar er metangaslosun vegna dýra­eldis en metan­gas er gróð­ur­húsa­loft­teg­und sem er 25 sinnum skað­legri umhverf­inu en koltví­sýr­ingur en að sama skap þeim eig­in­leikum gætt að hreinast fljót­ar úr and­rúms­loft­inu en koltví­sýr­ing­ur,“ segir í áskor­un­inni.

Auglýsing

Hvetja stjórn­völd til að bjóða börnum upp á græn­ker­a­fæði

Sam­tökin benda á að íslensk börn hafi sent skýr skila­boð um að grípa þurfi til aðgerða með lofts­lags­verk­föllum á föstu­dög­um alla síðust­u ­skóla­önn. Þrátt fyrir það standi krökkum ekki til boða að velja sér­ græn­ker­a­fæð­i í skól­u­m. 

„Mörg börn þurfa að fara með nesti í leik- og grunn­skóla upp á hvern ein­asta dag þar sem skól­arnir fara fram á lækn­is­vott­orð til að börnin geti fengið græn­ker­a­fæði. Það er marg­sannað að plöntu­miðað matar­æði er full­nægj­andi að öllu leyti á öllum ævi­skeiðum og því væri rök­rétt skref að bjóða upp á þann kost í öllum skóla­mötu­neyt­um  lands­ins.“ 

Hvetja sam­tökin því stjórn­völd til þess að bjóða upp á græn­kera­val­kosti í skólum og sýna fram á kolefn­is­spor ólíkra mál­tíða. Þetta muni spara fé þar sem græn­ker­a­fæði sé almennt ódýr­ara, ásamt því að auð­velda mat­reiðslu í skólum þar sem flest algeng­ustu ofnæmi séu fyrir dýra­af­urð­u­m. 

Að lokum segir að áskor­unin eigi við um all­ar ­stofn­an­ir ­ríkis og sveit­ar­fé­laga, þar á meðal sjúkra­hús en sam­kvæmt sam­tök­unum reyn­ist oft erfitt að fá græn­ker­a­fæði þar. Hægt er að lesa áskor­un­ina í heild sinni hér að neð­­an. 

Sam­tök græn­kera á Íslandi hefur sent út áskorun til umhverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórnar og sveit­ar­fé­laga vegna vönt­unar á...

Posted by Sam­tök græn­kera á Íslandi on Tues­day, Aug­ust 20, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent