Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum

Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.

Frosið grænmeti
Auglýsing

Sam­tök græn­kera á Íslandi hafa sent út áskorun til umhverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórnar og sveit­ar­fé­laga um að auka vægi græn­ker­a­fæðis í skóla­mötu­neytum og öðrum ­rík­is­stofn­un­um til að sporna gegn ham­fara­hlýn­un. Sam­tökin benda á að stjórn­völd hafi ekki gripið til aðgerða þegar kemur að því að draga úr neyslu dýra­af­urða en dýra­eldi í land­bún­aði orsak­ar hluta los­unar sem stjórn­völd bera ábyrgð á.

Um helm­ingur af losun land­bún­aðar til­kom­inn vegna dýra­eldis

Í áskor­un­inni er vitnað í orð Guð­mund­ar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is­ráð­herra við minn­ing­ar­at­höfn um jökul­inn Ok um síð­ustu helgi. Þar hét hann því að gera það sem hann gæti til þess að koma í veg fyrir að fleiri jöklar á Íslandi hverf­i. ­Sam­tökin segja hins vegar að lítið virð­ist vera á döf­inni hjá stjórn­völdum varð­andi einn mik­il­væg­asta þátt­inn í bar­átt­unni gegn ­lofts­lags­breyt­ing­um, sem er það að draga úr neyslu dýra­af­urða.

 „Stjórn­völd hafa ekki gefið nein skýr skila­boð frá sér varð­andi þennan þátt en land­bún­aður telur 13 pró­sent af losun miðað við Kýótó-­bók­ina (en 21 pró­sent af losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­valda). Um 50% af þess­ari losun land­bún­aðar er metangaslosun vegna dýra­eldis en metan­gas er gróð­ur­húsa­loft­teg­und sem er 25 sinnum skað­legri umhverf­inu en koltví­sýr­ingur en að sama skap þeim eig­in­leikum gætt að hreinast fljót­ar úr and­rúms­loft­inu en koltví­sýr­ing­ur,“ segir í áskor­un­inni.

Auglýsing

Hvetja stjórn­völd til að bjóða börnum upp á græn­ker­a­fæði

Sam­tökin benda á að íslensk börn hafi sent skýr skila­boð um að grípa þurfi til aðgerða með lofts­lags­verk­föllum á föstu­dög­um alla síðust­u ­skóla­önn. Þrátt fyrir það standi krökkum ekki til boða að velja sér­ græn­ker­a­fæð­i í skól­u­m. 

„Mörg börn þurfa að fara með nesti í leik- og grunn­skóla upp á hvern ein­asta dag þar sem skól­arnir fara fram á lækn­is­vott­orð til að börnin geti fengið græn­ker­a­fæði. Það er marg­sannað að plöntu­miðað matar­æði er full­nægj­andi að öllu leyti á öllum ævi­skeiðum og því væri rök­rétt skref að bjóða upp á þann kost í öllum skóla­mötu­neyt­um  lands­ins.“ 

Hvetja sam­tökin því stjórn­völd til þess að bjóða upp á græn­kera­val­kosti í skólum og sýna fram á kolefn­is­spor ólíkra mál­tíða. Þetta muni spara fé þar sem græn­ker­a­fæði sé almennt ódýr­ara, ásamt því að auð­velda mat­reiðslu í skólum þar sem flest algeng­ustu ofnæmi séu fyrir dýra­af­urð­u­m. 

Að lokum segir að áskor­unin eigi við um all­ar ­stofn­an­ir ­ríkis og sveit­ar­fé­laga, þar á meðal sjúkra­hús en sam­kvæmt sam­tök­unum reyn­ist oft erfitt að fá græn­ker­a­fæði þar. Hægt er að lesa áskor­un­ina í heild sinni hér að neð­­an. 

Sam­tök græn­kera á Íslandi hefur sent út áskorun til umhverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórnar og sveit­ar­fé­laga vegna vönt­unar á...

Posted by Sam­tök græn­kera á Íslandi on Tues­day, Aug­ust 20, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent