Trump hættir við heimsókn vegna þess að kaup á Grænlandi verða ekki rædd

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hætt við heimsókn til Danmerkur í þarnæstu viku vegna þess að forsætisráðherra Danmerkur neitar að ræða um að selja Grænland til Bandaríkjanna.

Donald Trump sími forseti Bandaríkin
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur ákveðið að fresta boð­uðum fundi sínum með Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, vegna þess að hún hefur gefið það út að hún vilji ekki ræða sölu á Græn­landi til Banda­ríkj­anna. Fund­ur­inn átti að fara fram eftir tvær vik­ur. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann setti á Twitter í nótt.

Þar segir for­set­inn að Dan­mörk sé mjög ein­stakt land með frá­bæru fólki, en í ljósi ummæla hennar um áhuga Banda­ríkj­anna á að kaupa Græn­land, þar sem Frederik­sen hefur meðal ann­ars kallað hug­mynd­ina fárán­lega, muni hann fresta fund­in­um. Trump segir að með því að vera jafn bein­skeytt og raun bar vitni hafi Frederik­sen getað kostnað og átök. Hann þakki henni fyrir það og hlakki til að skipu­leggja annan fund með henni í fram­tíð­inn­i. 

Trump átti að koma til Dan­merkur 2. sept­em­ber næst­kom­andi. Heim­sóknin var í boði Mar­grétar Þór­hildar drottn­ing­­ar. Ein­ungis þrír starf­andi Banda­­ríkja­­for­­setar hafa komið til Dan­­merk­­ur. Barack Obama árið 2009, ­Ge­orge W. Bush árið 2005 og Bill Clinton árið 1997. 

Auglýsing
Í síð­ustu viku tók und­ir­bún­ingur heim­sókn­ar­innar óvænta stefnu. Don­ald Trump, for­­seti Banda­­ríkj­anna, var þá sagður vilja kaupa Græn­land og vildi ræða þau kaup við for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Heim­ild­­ar­­menn­ Wall Street Journal héldu því þá fram að Trump hafi oft íhugað að kaupa Græn­land og spurt þá hvort Banda­­ríkin gætu gert það. Trump er sagður hafa ein­stakan áhuga á auð­lindum og stra­tegískri legu Græn­lands. 

Því var jafn­­framt haldið fram að Trump hafi leitað til ráð­gjafa Hvíta hús­s­ins um hvort mög­u­­leiki sé á kaup­un­­um. Sumir ráð­gjafar for­­set­ans voru sagðir styðja hug­­mynd­ina og segja hana hag­­kvæma á meðan aðrir ráð­gjafar telji hug­­mynd­ina vera fjar­­stæð­u­­kennda. 

Hann stað­festi stuttu síðar áhuga sinn á hug­mynd­inni í sam­tali við fjöl­miðla og sagði að hann myndi ræða mögu­leg kaup í opin­beru heim­sókn­inni til Dan­merk­ur. Trump sagði Græn­land vera byrði á Dan­mörku sem borg­aði um 700 millj­ónir dali með land­inu á ári. Rétt upp­hæð er hins vegar um 600 millj­ónir dal­ir. Þegar Frederik­sen var spurð um málið í heim­sókn hennar til Græn­lands var svarið afdrátt­ar­laust: „Þetta er fárán­leg umræða“. Kim Kiel­sen, for­maður lands­stjórnar Græn­lands, hefur tekið í sama streng og sagt að Græn­land sé alls ekki til sölu. Í gær bætti hann um bætur og sagði Græn­land vera til­búið að kaupa Banda­rík­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent