Trump hættir við heimsókn vegna þess að kaup á Grænlandi verða ekki rædd

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hætt við heimsókn til Danmerkur í þarnæstu viku vegna þess að forsætisráðherra Danmerkur neitar að ræða um að selja Grænland til Bandaríkjanna.

Donald Trump sími forseti Bandaríkin
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur ákveðið að fresta boð­uðum fundi sínum með Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, vegna þess að hún hefur gefið það út að hún vilji ekki ræða sölu á Græn­landi til Banda­ríkj­anna. Fund­ur­inn átti að fara fram eftir tvær vik­ur. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann setti á Twitter í nótt.

Þar segir for­set­inn að Dan­mörk sé mjög ein­stakt land með frá­bæru fólki, en í ljósi ummæla hennar um áhuga Banda­ríkj­anna á að kaupa Græn­land, þar sem Frederik­sen hefur meðal ann­ars kallað hug­mynd­ina fárán­lega, muni hann fresta fund­in­um. Trump segir að með því að vera jafn bein­skeytt og raun bar vitni hafi Frederik­sen getað kostnað og átök. Hann þakki henni fyrir það og hlakki til að skipu­leggja annan fund með henni í fram­tíð­inn­i. 

Trump átti að koma til Dan­merkur 2. sept­em­ber næst­kom­andi. Heim­sóknin var í boði Mar­grétar Þór­hildar drottn­ing­­ar. Ein­ungis þrír starf­andi Banda­­ríkja­­for­­setar hafa komið til Dan­­merk­­ur. Barack Obama árið 2009, ­Ge­orge W. Bush árið 2005 og Bill Clinton árið 1997. 

Auglýsing
Í síð­ustu viku tók und­ir­bún­ingur heim­sókn­ar­innar óvænta stefnu. Don­ald Trump, for­­seti Banda­­ríkj­anna, var þá sagður vilja kaupa Græn­land og vildi ræða þau kaup við for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Heim­ild­­ar­­menn­ Wall Street Journal héldu því þá fram að Trump hafi oft íhugað að kaupa Græn­land og spurt þá hvort Banda­­ríkin gætu gert það. Trump er sagður hafa ein­stakan áhuga á auð­lindum og stra­tegískri legu Græn­lands. 

Því var jafn­­framt haldið fram að Trump hafi leitað til ráð­gjafa Hvíta hús­s­ins um hvort mög­u­­leiki sé á kaup­un­­um. Sumir ráð­gjafar for­­set­ans voru sagðir styðja hug­­mynd­ina og segja hana hag­­kvæma á meðan aðrir ráð­gjafar telji hug­­mynd­ina vera fjar­­stæð­u­­kennda. 

Hann stað­festi stuttu síðar áhuga sinn á hug­mynd­inni í sam­tali við fjöl­miðla og sagði að hann myndi ræða mögu­leg kaup í opin­beru heim­sókn­inni til Dan­merk­ur. Trump sagði Græn­land vera byrði á Dan­mörku sem borg­aði um 700 millj­ónir dali með land­inu á ári. Rétt upp­hæð er hins vegar um 600 millj­ónir dal­ir. Þegar Frederik­sen var spurð um málið í heim­sókn hennar til Græn­lands var svarið afdrátt­ar­laust: „Þetta er fárán­leg umræða“. Kim Kiel­sen, for­maður lands­stjórnar Græn­lands, hefur tekið í sama streng og sagt að Græn­land sé alls ekki til sölu. Í gær bætti hann um bætur og sagði Græn­land vera til­búið að kaupa Banda­rík­in.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent