Trump hættir við heimsókn vegna þess að kaup á Grænlandi verða ekki rædd

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hætt við heimsókn til Danmerkur í þarnæstu viku vegna þess að forsætisráðherra Danmerkur neitar að ræða um að selja Grænland til Bandaríkjanna.

Donald Trump sími forseti Bandaríkin
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur ákveðið að fresta boð­uðum fundi sínum með Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, vegna þess að hún hefur gefið það út að hún vilji ekki ræða sölu á Græn­landi til Banda­ríkj­anna. Fund­ur­inn átti að fara fram eftir tvær vik­ur. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann setti á Twitter í nótt.

Þar segir for­set­inn að Dan­mörk sé mjög ein­stakt land með frá­bæru fólki, en í ljósi ummæla hennar um áhuga Banda­ríkj­anna á að kaupa Græn­land, þar sem Frederik­sen hefur meðal ann­ars kallað hug­mynd­ina fárán­lega, muni hann fresta fund­in­um. Trump segir að með því að vera jafn bein­skeytt og raun bar vitni hafi Frederik­sen getað kostnað og átök. Hann þakki henni fyrir það og hlakki til að skipu­leggja annan fund með henni í fram­tíð­inn­i. 

Trump átti að koma til Dan­merkur 2. sept­em­ber næst­kom­andi. Heim­sóknin var í boði Mar­grétar Þór­hildar drottn­ing­­ar. Ein­ungis þrír starf­andi Banda­­ríkja­­for­­setar hafa komið til Dan­­merk­­ur. Barack Obama árið 2009, ­Ge­orge W. Bush árið 2005 og Bill Clinton árið 1997. 

Auglýsing
Í síð­ustu viku tók und­ir­bún­ingur heim­sókn­ar­innar óvænta stefnu. Don­ald Trump, for­­seti Banda­­ríkj­anna, var þá sagður vilja kaupa Græn­land og vildi ræða þau kaup við for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Heim­ild­­ar­­menn­ Wall Street Journal héldu því þá fram að Trump hafi oft íhugað að kaupa Græn­land og spurt þá hvort Banda­­ríkin gætu gert það. Trump er sagður hafa ein­stakan áhuga á auð­lindum og stra­tegískri legu Græn­lands. 

Því var jafn­­framt haldið fram að Trump hafi leitað til ráð­gjafa Hvíta hús­s­ins um hvort mög­u­­leiki sé á kaup­un­­um. Sumir ráð­gjafar for­­set­ans voru sagðir styðja hug­­mynd­ina og segja hana hag­­kvæma á meðan aðrir ráð­gjafar telji hug­­mynd­ina vera fjar­­stæð­u­­kennda. 

Hann stað­festi stuttu síðar áhuga sinn á hug­mynd­inni í sam­tali við fjöl­miðla og sagði að hann myndi ræða mögu­leg kaup í opin­beru heim­sókn­inni til Dan­merk­ur. Trump sagði Græn­land vera byrði á Dan­mörku sem borg­aði um 700 millj­ónir dali með land­inu á ári. Rétt upp­hæð er hins vegar um 600 millj­ónir dal­ir. Þegar Frederik­sen var spurð um málið í heim­sókn hennar til Græn­lands var svarið afdrátt­ar­laust: „Þetta er fárán­leg umræða“. Kim Kiel­sen, for­maður lands­stjórnar Græn­lands, hefur tekið í sama streng og sagt að Græn­land sé alls ekki til sölu. Í gær bætti hann um bætur og sagði Græn­land vera til­búið að kaupa Banda­rík­in.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent