Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar

Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.

hjónaband
Auglýsing

Hlutur þjóð­kirkj­unnar í hjóna­vígslum hefur farið minnk­andi und­an­farin ár. Um síð­ustu ald­ar­mót fóru um 70 pró­sent hjóna­vígsla fram í þjóð­kirkj­unni en á síð­asta ári var hlut­fallið innan við 50 pró­sent. Á sama tíma­bili hafa hjóna­vígslum hjá sýslu­manni fjölgað veru­lega eða farið úr rúm­lega 13 pró­sent um ald­ar­mótin í rúm­lega 31 pró­sent í fyrra. Þá hefur hlutur ann­arra trú­fé­laga auk­ist úr 7 pró­sent í rúm­lega 15,5 pró­sent. 

Í tölum Þjóð­skrár má sjá að af þeim 484 ein­stak­lingum sem giftu sig í síð­asta mán­uði kusu um tæp­lega 50 pró­sent að gera það hjá þjóðkirkjunni. 

Auglýsing

Þá gengu 144 í hjú­skap hjá sýslu­manni í júlí síð­ast­liðnum eða 29,8 pró­sent, 82 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap í öðru trú­fé­lagi og 18 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap erlend­is. 

Mynd:Þjóðskrá

Fækkar áfram í þjóð­kirkj­unni

Á ­sama tíma og sífellt færri ganga í hjú­skap innan þjóð­kirkj­unnar þá fækkar einnig þeim sem skráðir eru í kirkj­una. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur skráðum í þjóð­­kirkj­unni fækkað um 632 manns á tíma­bil­inu. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­kirkj­una. 

Þessar tölur ríma við þróun síð­­­ustu ára en í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­­­­manna sem skráðir eru í þjóð­­­­kirkj­una met­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt.

Miklu fjár­magni ráð­stafað til þjóð­­kirkj­unnar í fyrra

Til­­­­veru­­­­réttur þjóð­­­­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­­­­­­­ar­­­­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­­­­erska kirkja skuli vera þjóð­­­­­kirkja á Íslandi og að rík­­­­­is­­­­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.Í krafti þessa fær þjóð­­­­­kirkja umtals­verða fjár­­­­­muni úr rík­­­­­is­­­­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­­­­ups Íslands, í Kirkju­­­­­mála­­­­­sjóð og Jöfn­un­­­­­ar­­­­­sjóð sókna.

Fram kom í fréttum í des­em­ber síð­­ast­liðnum að í fjár­­­auka­lögum vegna árs­ins 2018 hefði fjár­­­heim­ild til trú­­­mála verið hækkuð um 820 millj­­­ónir króna. Þessi hækkun skýrð­ist ann­­­ars vegar af því að fram­lag til þjóð­­­kirkj­unnar hefði verið aukið um 857 millj­­­ónir króna og hins vegar hefðu fram­lög vegna sókn­­­ar­gjalda lækkað um 37 millj­­­ónir króna vegna end­­­ur­­­mats á fjölda ein­stak­l­inga í skráðum trú­­­fé­lög­­­um.

Þetta fram­lag kom til við­­­bótar því fjár­­­­­magni sem þegar hafði verið ráð­stafað til þjóð­­­kirkj­unnar á fjár­­­lög­­­um. ­Sam­tals var áætlað að þessi upp­­­­­hæð yrði 2.830 millj­­­­­ónir króna árið 2018. Til við­­­­­bótar fékk þjóð­­­­­kirkjan greidd sókn­­­­­ar­­­­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni var. Sam­tals kost­aði rekstur þjóð­­­kirkj­unnar því tæp­­­­­lega 4,6 millj­­­­­arða króna árið 2018 áður en að við­­­bót­­­ar­fram­lagið var sam­­­þykkt. Það hækk­­­aði rík­­­is­fram­lagið um tæp 19 pró­­­sent.

Þá er ekki með­­­­­talið rúm­­­­­lega 1,1 millj­­­­­arðs króna fram­lag til kirkju­­­­­garða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent