Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar

Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.

hjónaband
Auglýsing

Hlutur þjóð­kirkj­unnar í hjóna­vígslum hefur farið minnk­andi und­an­farin ár. Um síð­ustu ald­ar­mót fóru um 70 pró­sent hjóna­vígsla fram í þjóð­kirkj­unni en á síð­asta ári var hlut­fallið innan við 50 pró­sent. Á sama tíma­bili hafa hjóna­vígslum hjá sýslu­manni fjölgað veru­lega eða farið úr rúm­lega 13 pró­sent um ald­ar­mótin í rúm­lega 31 pró­sent í fyrra. Þá hefur hlutur ann­arra trú­fé­laga auk­ist úr 7 pró­sent í rúm­lega 15,5 pró­sent. 

Í tölum Þjóð­skrár má sjá að af þeim 484 ein­stak­lingum sem giftu sig í síð­asta mán­uði kusu um tæp­lega 50 pró­sent að gera það hjá þjóðkirkjunni. 

Auglýsing

Þá gengu 144 í hjú­skap hjá sýslu­manni í júlí síð­ast­liðnum eða 29,8 pró­sent, 82 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap í öðru trú­fé­lagi og 18 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap erlend­is. 

Mynd:Þjóðskrá

Fækkar áfram í þjóð­kirkj­unni

Á ­sama tíma og sífellt færri ganga í hjú­skap innan þjóð­kirkj­unnar þá fækkar einnig þeim sem skráðir eru í kirkj­una. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur skráðum í þjóð­­kirkj­unni fækkað um 632 manns á tíma­bil­inu. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­kirkj­una. 

Þessar tölur ríma við þróun síð­­­ustu ára en í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­­­­manna sem skráðir eru í þjóð­­­­kirkj­una met­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt.

Miklu fjár­magni ráð­stafað til þjóð­­kirkj­unnar í fyrra

Til­­­­veru­­­­réttur þjóð­­­­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­­­­­­­ar­­­­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­­­­erska kirkja skuli vera þjóð­­­­­kirkja á Íslandi og að rík­­­­­is­­­­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.Í krafti þessa fær þjóð­­­­­kirkja umtals­verða fjár­­­­­muni úr rík­­­­­is­­­­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­­­­ups Íslands, í Kirkju­­­­­mála­­­­­sjóð og Jöfn­un­­­­­ar­­­­­sjóð sókna.

Fram kom í fréttum í des­em­ber síð­­ast­liðnum að í fjár­­­auka­lögum vegna árs­ins 2018 hefði fjár­­­heim­ild til trú­­­mála verið hækkuð um 820 millj­­­ónir króna. Þessi hækkun skýrð­ist ann­­­ars vegar af því að fram­lag til þjóð­­­kirkj­unnar hefði verið aukið um 857 millj­­­ónir króna og hins vegar hefðu fram­lög vegna sókn­­­ar­gjalda lækkað um 37 millj­­­ónir króna vegna end­­­ur­­­mats á fjölda ein­stak­l­inga í skráðum trú­­­fé­lög­­­um.

Þetta fram­lag kom til við­­­bótar því fjár­­­­­magni sem þegar hafði verið ráð­stafað til þjóð­­­kirkj­unnar á fjár­­­lög­­­um. ­Sam­tals var áætlað að þessi upp­­­­­hæð yrði 2.830 millj­­­­­ónir króna árið 2018. Til við­­­­­bótar fékk þjóð­­­­­kirkjan greidd sókn­­­­­ar­­­­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni var. Sam­tals kost­aði rekstur þjóð­­­kirkj­unnar því tæp­­­­­lega 4,6 millj­­­­­arða króna árið 2018 áður en að við­­­bót­­­ar­fram­lagið var sam­­­þykkt. Það hækk­­­aði rík­­­is­fram­lagið um tæp 19 pró­­­sent.

Þá er ekki með­­­­­talið rúm­­­­­lega 1,1 millj­­­­­arðs króna fram­lag til kirkju­­­­­garða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent