Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar

Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.

hjónaband
Auglýsing

Hlutur þjóð­kirkj­unnar í hjóna­vígslum hefur farið minnk­andi und­an­farin ár. Um síð­ustu ald­ar­mót fóru um 70 pró­sent hjóna­vígsla fram í þjóð­kirkj­unni en á síð­asta ári var hlut­fallið innan við 50 pró­sent. Á sama tíma­bili hafa hjóna­vígslum hjá sýslu­manni fjölgað veru­lega eða farið úr rúm­lega 13 pró­sent um ald­ar­mótin í rúm­lega 31 pró­sent í fyrra. Þá hefur hlutur ann­arra trú­fé­laga auk­ist úr 7 pró­sent í rúm­lega 15,5 pró­sent. 

Í tölum Þjóð­skrár má sjá að af þeim 484 ein­stak­lingum sem giftu sig í síð­asta mán­uði kusu um tæp­lega 50 pró­sent að gera það hjá þjóðkirkjunni. 

Auglýsing

Þá gengu 144 í hjú­skap hjá sýslu­manni í júlí síð­ast­liðnum eða 29,8 pró­sent, 82 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap í öðru trú­fé­lagi og 18 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap erlend­is. 

Mynd:Þjóðskrá

Fækkar áfram í þjóð­kirkj­unni

Á ­sama tíma og sífellt færri ganga í hjú­skap innan þjóð­kirkj­unnar þá fækkar einnig þeim sem skráðir eru í kirkj­una. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur skráðum í þjóð­­kirkj­unni fækkað um 632 manns á tíma­bil­inu. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­kirkj­una. 

Þessar tölur ríma við þróun síð­­­ustu ára en í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­­­­manna sem skráðir eru í þjóð­­­­kirkj­una met­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt.

Miklu fjár­magni ráð­stafað til þjóð­­kirkj­unnar í fyrra

Til­­­­veru­­­­réttur þjóð­­­­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­­­­­­­ar­­­­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­­­­erska kirkja skuli vera þjóð­­­­­kirkja á Íslandi og að rík­­­­­is­­­­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.Í krafti þessa fær þjóð­­­­­kirkja umtals­verða fjár­­­­­muni úr rík­­­­­is­­­­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­­­­ups Íslands, í Kirkju­­­­­mála­­­­­sjóð og Jöfn­un­­­­­ar­­­­­sjóð sókna.

Fram kom í fréttum í des­em­ber síð­­ast­liðnum að í fjár­­­auka­lögum vegna árs­ins 2018 hefði fjár­­­heim­ild til trú­­­mála verið hækkuð um 820 millj­­­ónir króna. Þessi hækkun skýrð­ist ann­­­ars vegar af því að fram­lag til þjóð­­­kirkj­unnar hefði verið aukið um 857 millj­­­ónir króna og hins vegar hefðu fram­lög vegna sókn­­­ar­gjalda lækkað um 37 millj­­­ónir króna vegna end­­­ur­­­mats á fjölda ein­stak­l­inga í skráðum trú­­­fé­lög­­­um.

Þetta fram­lag kom til við­­­bótar því fjár­­­­­magni sem þegar hafði verið ráð­stafað til þjóð­­­kirkj­unnar á fjár­­­lög­­­um. ­Sam­tals var áætlað að þessi upp­­­­­hæð yrði 2.830 millj­­­­­ónir króna árið 2018. Til við­­­­­bótar fékk þjóð­­­­­kirkjan greidd sókn­­­­­ar­­­­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni var. Sam­tals kost­aði rekstur þjóð­­­kirkj­unnar því tæp­­­­­lega 4,6 millj­­­­­arða króna árið 2018 áður en að við­­­bót­­­ar­fram­lagið var sam­­­þykkt. Það hækk­­­aði rík­­­is­fram­lagið um tæp 19 pró­­­sent.

Þá er ekki með­­­­­talið rúm­­­­­lega 1,1 millj­­­­­arðs króna fram­lag til kirkju­­­­­garða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent