Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar

Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.

hjónaband
Auglýsing

Hlutur þjóð­kirkj­unnar í hjóna­vígslum hefur farið minnk­andi und­an­farin ár. Um síð­ustu ald­ar­mót fóru um 70 pró­sent hjóna­vígsla fram í þjóð­kirkj­unni en á síð­asta ári var hlut­fallið innan við 50 pró­sent. Á sama tíma­bili hafa hjóna­vígslum hjá sýslu­manni fjölgað veru­lega eða farið úr rúm­lega 13 pró­sent um ald­ar­mótin í rúm­lega 31 pró­sent í fyrra. Þá hefur hlutur ann­arra trú­fé­laga auk­ist úr 7 pró­sent í rúm­lega 15,5 pró­sent. 

Í tölum Þjóð­skrár má sjá að af þeim 484 ein­stak­lingum sem giftu sig í síð­asta mán­uði kusu um tæp­lega 50 pró­sent að gera það hjá þjóðkirkjunni. 

Auglýsing

Þá gengu 144 í hjú­skap hjá sýslu­manni í júlí síð­ast­liðnum eða 29,8 pró­sent, 82 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap í öðru trú­fé­lagi og 18 ein­stak­lingar gengu í hjú­skap erlend­is. 

Mynd:Þjóðskrá

Fækkar áfram í þjóð­kirkj­unni

Á ­sama tíma og sífellt færri ganga í hjú­skap innan þjóð­kirkj­unnar þá fækkar einnig þeim sem skráðir eru í kirkj­una. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur skráðum í þjóð­­kirkj­unni fækkað um 632 manns á tíma­bil­inu. Nú eru 232.040 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­kirkj­una. 

Þessar tölur ríma við þróun síð­­­ustu ára en í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­­­­manna sem skráðir eru í þjóð­­­­kirkj­una met­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt.

Miklu fjár­magni ráð­stafað til þjóð­­kirkj­unnar í fyrra

Til­­­­veru­­­­réttur þjóð­­­­kirkj­unnar er tryggður í stjórn­­­­­­­ar­­­­skrá lands­ins. Þar segir að hin evang­el­íska lút­­­­­erska kirkja skuli vera þjóð­­­­­kirkja á Íslandi og að rík­­­­­is­­­­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.Í krafti þessa fær þjóð­­­­­kirkja umtals­verða fjár­­­­­muni úr rík­­­­­is­­­­­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­­­­­ups Íslands, í Kirkju­­­­­mála­­­­­sjóð og Jöfn­un­­­­­ar­­­­­sjóð sókna.

Fram kom í fréttum í des­em­ber síð­­ast­liðnum að í fjár­­­auka­lögum vegna árs­ins 2018 hefði fjár­­­heim­ild til trú­­­mála verið hækkuð um 820 millj­­­ónir króna. Þessi hækkun skýrð­ist ann­­­ars vegar af því að fram­lag til þjóð­­­kirkj­unnar hefði verið aukið um 857 millj­­­ónir króna og hins vegar hefðu fram­lög vegna sókn­­­ar­gjalda lækkað um 37 millj­­­ónir króna vegna end­­­ur­­­mats á fjölda ein­stak­l­inga í skráðum trú­­­fé­lög­­­um.

Þetta fram­lag kom til við­­­bótar því fjár­­­­­magni sem þegar hafði verið ráð­stafað til þjóð­­­kirkj­unnar á fjár­­­lög­­­um. ­Sam­tals var áætlað að þessi upp­­­­­hæð yrði 2.830 millj­­­­­ónir króna árið 2018. Til við­­­­­bótar fékk þjóð­­­­­kirkjan greidd sókn­­­­­ar­­­­­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni var. Sam­tals kost­aði rekstur þjóð­­­kirkj­unnar því tæp­­­­­lega 4,6 millj­­­­­arða króna árið 2018 áður en að við­­­bót­­­ar­fram­lagið var sam­­­þykkt. Það hækk­­­aði rík­­­is­fram­lagið um tæp 19 pró­­­sent.

Þá er ekki með­­­­­talið rúm­­­­­lega 1,1 millj­­­­­arðs króna fram­lag til kirkju­­­­­garða.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent