Fjöldi meðlima í Ásatrúarfélaginu nær fjórfaldast á tíu árum

Á síðustu árum hefur meðlimum Ásatrúarfélagsins fjölgað hratt en í byrjun árs voru alls 4.472 skráðir í félagið. Félagið er í dag fimmta stærsta trúfélagið á Íslandi og það stærsta sem byggir ekki á kristnum grunni.

_abh7558_16665140907_o.jpg
Auglýsing

Ásatrú á Íslandi hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum en félagsmenn í Ásatrúarfélaginu voru orðnir 4.472 talsins í byrjun árs, samkvæmt Þjóðskrá. Félagið er nú fimmta stærsta trúfélag landsins og það stærsta sem byggir ekki á kristnum grunni. Fjöldi þeirra sem aðhyll­ast ásatrú hafa marg­fald­ast síð­ast­a ára­tug, en með­limir voru aðeins 1.154 í byrjun árs 2008. Fjöldi meðlima hefur því nærri fjórfaldast á síðustu tíu árum. 

Heiðinn siður í mik­illi sókn 

Meðlimir í Ásatrúarféalginu. Tölur miðast við 1. janúar ár hvert. Mynd: Hagstofa ÍslandsÁsatrúarfélagið var formlega stofnað árið 1972 og fékk viðurkenningu sem löggilt trúfélag ári síðar. Fyrstu tvo áratugina, frá 1973 til 1993, voru skráðir ásatrúarmenn innan við hundrað. Síðan þá hefur meðlimum fjölgað jafnt og þétt. Metfjölgun varð á árinu 2017 en í lok þess árs voru 543 fleiri skráðir í félagið en í ársbyrjun eða um 4028 í lok árs. Félögum fjölgaði síðan um 10 prósent á milli ára og voru meðlimir 4472 í lok árs í fyrra.

Karlmenn eru í meirihluta í félaginu en í ársbyrjun 2018 voru 2740 karlmenn skráðir í félagið en aðeins 1386 konur. Konum hefur þó hlutfallslega fjölgað hraðar í félaginu en karlar á síðustu árum. Árið 2008 voru 853 karlmenn skráðir í félagið en aðeins 300 konur.

Auglýsing

Efla ásatrú með fræðslu ekki trúboði

Á heimasíðu Ásatrúarfélagsins segir að ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins sé að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum. Siðareglur ásatrúarmanna má finna í Hávamálum en heimsmyndina í Völuspá. Í trúarlegum efnum hafa ásatrúarmenn aðallega hliðsjón af hinum fornu Eddum.

Mynd:Anton Brink

Samkvæmt félaginu er reyndar villandi að kalla siðinn ásatrú þar sem átrúnaður sé ekki einungis bundinn við æsi, heldur hvaða goð eða vættir sem er innan norrænnar goðafræði og þjóðtrúar, svo sem landvættir, álfa, dísir, vani, jötna, dverga og aðrar máttugar verur eða forfeður. Ásatrúarmenn megi iðka trú sína á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar svo framarlega sem iðkunin brýtur ekki á bága við landslög.

Margir ásatrúarmenn líta jafnframt frekar á ásatrú sem sið eða lífsstíl heldur en bein trúarbrögð, samkvæmt félaginu. En tilgangur félagsins sé að starfa að eflingu ásatrúar og annars þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Þessu markmiði hyggst félagið ná með fræðslu- og félagsstarfi en ekki trúboði. 

Hlutur þjóðkirkjunnar í hjónavígslum fer hratt minnkandi

Hlutfall þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur aldrei verið lægra en nú. Frá árinu 2009 hefur með­­­limum þjóð­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. Alls hefur þeim fækkað um 20.164 frá þeim tíma en þann  1. desember síðastliðinn voru 232.672 landsmenn skráðir í þjóðkirkjuna og hafði fækkað um 2.419 á einu ári. Alls eru 65,4 prósent þjóðarinnar skráð í kirkjuna, sem þýðir að rúmlega einn þriðji hluti þeirra sem búa á Íslandi eru ekki í henni. 

Þá eru merki um að þjóðin sé að nota þjónustu kirkjunnar í minna mæli en áður en hlutur þjóðkirkjunnar í hjónavígslum hefur farið hratt minnkandi um árabil. Um aldarmótin var hlutur hennar í slíkum 71 prósent en árið 2018 hann kominn niður fyrir 50 prósent, samkvæmt Þjóðskrá. Mikil fjöldi giftir sig nú hjá sýslumanni en samkvæmt Ásatrúarfélaginu hafa einnig fjölmörg brúðhjón verið gefin saman að heiðnum sið á undanförnum árum. En samkvæmt lögum ber trúfélögum að inna af hendi athafnir, svo sem hjónavígslur og útfarir. Athafnir þessar eru framkvæmdar af allsherjargoða og þeim goðum sem hafa vígsluréttindi innan Ásatrúar.

Samkvæmt félaginu er algengt að erlend brúðhjón komið til landsins í þeim tilgangi einum að láta goða Ásatrúarfélagsins vígja sig til hjúskapar. Ástæða þess er sú að utan Íslands hafa enn sem komið er einungis ásatrúarfélögin í Danmörku og Noregi fengið viðurkenningu sem löggild trúfélög með þeim skyldum og réttindum sem slíku fylgir. 

Byggja hof ásatrúarmanna í Öskjuhlíð

Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð í Öskjuhlíð Í Reykjavík árið 2006 undir starfsemi sína og byggir nú hof ásatrúarmanna. Hofið verður hvelfing, að hluta til niðurgrafin og mun rúma 250 manns. Í hofinu mun fara fram blót og ýmsar helgiathafnir, svo sem nafngjafir, siðfesta, hjónavígslur og útfarir. Þá verða haldnir tónleikar og ýmsar sýningar tengdar ásatrú. 

Til stóð að hofið yrði tilbúið í mars í fyrra en Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bygging hofsins sé komin 112 prósent fram úr áætlun og mun kosta ríflega 140 milljónum króna meira en til stóð. Upprunaleg áætlun hljóðaði upp á 127 milljónir en í dag sé áætlað að 270 milljónir þurfi til að klára verkið. Hilmir Örn Hilmarsson, allsherjargoði, segir að hópfjármögnun sé til skoðunar. Ásatrúarfélagið vonist til þess að safna þannig átján milljónum króna til byggingar hússins. Hilmar segir að ekki hafi enn þurft að taka bankalán og að Ásatrúarfélagið vilji halda við þau áform sem lögð hafi verið í upphafi að byggja hofið skuldlaust. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent