Fjöldi meðlima í Ásatrúarfélaginu nær fjórfaldast á tíu árum

Á síðustu árum hefur meðlimum Ásatrúarfélagsins fjölgað hratt en í byrjun árs voru alls 4.472 skráðir í félagið. Félagið er í dag fimmta stærsta trúfélagið á Íslandi og það stærsta sem byggir ekki á kristnum grunni.

_abh7558_16665140907_o.jpg
Auglýsing

Ása­trú á Íslandi hefur vaxið fiskur um hrygg á síð­ustu árum en félags­menn í Ása­trú­ar­fé­lag­inu voru orðnir 4.472 tals­ins í byrjun árs, sam­kvæmt Þjóð­skrá. Félagið er nú fimmta stærsta trú­fé­lag lands­ins og það stærsta sem byggir ekki á kristnum grunn­i. ­Fjöldi þeirra sem aðhyll­­ast ása­trú hafa marg­fald­­ast síð­­ast­a ára­tug, en með­­limir voru aðeins 1.154 í byrjun árs 2008. Fjöldi með­lima hefur því nærri fjór­fald­ast á síð­ustu tíu árum. 

Heið­inn siður í mik­illi sókn 

Meðlimir í Ásatrúarféalginu. Tölur miðast við 1. janúar ár hvert. Mynd: Hagstofa ÍslandsÁsa­trú­ar­fé­lagið var form­lega stofnað árið 1972 og fékk við­ur­kenn­ingu sem lög­gilt trú­fé­lag ári síð­ar­. ­Fyrstu tvo ára­tug­ina, frá 1973 til 1993, voru skráðir ása­trú­ar­menn innan við hund­rað. Síðan þá hefur með­limum fjölgað jafnt og þétt. Met­fjölgun varð á árinu 2017 en í lok þess árs vor­u 543 fleiri skráðir í félagið en í árs­byrjun eða um 4028 í lok árs. Félögum fjölg­aði síðan um 10 pró­sent á milli ára og voru með­limir 4472 í lok árs í fyrra.

Karl­menn eru í meiri­hluta í félag­inu en í árs­byrjun 2018 voru 2740 karl­menn skráðir í félagið en aðeins 1386 kon­ur. Konum hefur þó hlut­falls­lega ­fjölgað hraðar í félag­inu en karlar á síð­ustu árum. Árið 2008 voru 853 karl­menn skráðir í félagið en aðeins 300 kon­ur.

Auglýsing

Efla ása­trú með fræðslu ekki ­trú­boði

Á heima­síðu Ása­trú­ar­fé­lags­ins segir að ása­trú eða heið­inn siður bygg­ist á umburð­ar­lyndi, heið­ar­leika, dreng­skap og virð­ingu fyrir fornum menn­ing­ar­arfi og nátt­úr­unni. Eitt meg­in­inn­tak sið­ar­ins sé að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sín­um. Siða­reglur ása­trú­ar­manna má finna í Háva­málum en heims­mynd­ina í Völu­spá. Í trú­ar­legum efnum hafa ása­trú­ar­menn aðal­lega hlið­sjón af hinum fornu Edd­um.

Mynd:Anton Brink

Sam­kvæmt félag­inu er reyndar vill­andi að kalla sið­inn ása­trú þar sem átrún­aður sé ekki ein­ungis bund­inn við æsi, heldur hvaða goð eða vættir sem er innan nor­rænnar goða­fræði og þjóð­trú­ar, svo sem land­vætt­ir, álfa, dís­ir, vani, jötna, dverga og aðrar mátt­ugar verur eða for­feð­ur. Ása­trú­ar­menn megi iðka trú sína á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar svo fram­ar­lega sem iðkunin brýtur ekki á bága við lands­lög.

Margir ása­trú­ar­menn líta jafn­framt frekar á ása­trú sem sið eða lífs­stíl heldur en bein trú­ar­brögð, sam­kvæmt félag­inu. En til­gangur félags­ins sé að starfa að efl­ingu ása­trúar og ann­ars þá trú­ar­legu þjón­ustu sem því er sam­fara. Þessu mark­mið­i hyggst ­fé­lagið ná með fræðslu- og ­fé­lags­starf­i en ekki trú­boð­i. 

Hlutur þjóð­kirkj­unnar í hjóna­vígslum fer hratt minnk­andi

Hlut­fall þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una hefur aldrei verið lægra en nú. Frá árinu 2009 hefur með­­­­limum þjóð­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. Alls hefur þeim fækkað um 20.164 frá þeim tíma en þann  1. des­em­ber síð­ast­lið­inn voru 232.672 lands­menn skráðir í þjóð­kirkj­una og hafði fækkað um 2.419 á einu ári. Alls eru 65,4 pró­sent þjóð­ar­innar skráð í kirkj­una, sem þýðir að rúm­lega einn þriðji hluti þeirra sem búa á Íslandi eru ekki í henn­i. 

Þá eru merki um að þjóðin sé að nota þjón­ustu kirkj­unnar í minna mæli en áður en hlutur þjóð­kirkj­unnar í hjóna­vígslum hefur farið hratt minnk­andi um ára­bil. Um ald­ar­mótin var hlutur hennar í slíkum 71 pró­sent en árið 2018 hann kom­inn niður fyrir 50 pró­sent, sam­kvæmt Þjóð­skrá. Mikil fjöldi giftir sig nú hjá sýslu­manni en sam­kvæmt Ása­trú­ar­fé­lag­inu hafa einnig fjöl­mörg brúð­hjón verið gefin saman að heiðnum sið á und­an­förn­um ár­um. En sam­kvæmt lögum ber trú­fé­lögum að inna af hendi athafn­ir, svo sem hjóna­vígslur og útfar­ir. Athafnir þessar eru fram­kvæmdar af alls­herj­ar­goða og þeim goðum sem hafa vígslu­rétt­indi innan Ása­trú­ar.

Sam­kvæmt félag­inu er algengt að er­lend brúð­hjón komið til lands­ins í þeim til­gangi einum að láta goða Ása­trú­ar­fé­lags­ins vígja sig til hjú­skap­ar. Ástæða þess er sú að utan Íslands hafa enn sem komið er ein­ungis ása­trú­ar­fé­lögin í Dan­mörku og Nor­egi fengið við­ur­kenn­ingu sem lög­gild trú­fé­lög með þeim skyldum og rétt­indum sem slíku fylg­ir. 

Byggja hof ása­trú­ar­manna í Öskju­hlíð

Ása­trú­ar­fé­lagið fékk úthlutað lóð í Öskju­hlíð Í Reykja­vík árið 2006 undir starf­semi sína og byggir nú hof ása­trú­ar­manna. Hofið verður hvelf­ing, að hluta til nið­ur­grafin og mun rúma 250 manns. Í hof­inu mun fara fram blót og ýmsar helgi­at­hafn­ir, svo sem nafn­gjafir, sið­festa, hjóna­vígslur og útfar­ir. Þá verða haldnir tón­leikar og ýmsar sýn­ingar tengdar ása­trú. 

Til stóð að hofið yrði til­búið í mars í fyrra en Frétta­blað­ið greindi frá því í síð­ustu viku að bygg­ing hofs­ins sé komin 112 pró­sent fram úr áætlun og mun kosta ríf­lega 140 millj­ónum króna meira en til stóð. Upp­runa­leg áætlun hljóð­aði upp á 127 millj­ónir en í dag sé áætlað að 270 millj­ónir þurfi til að klára verk­ið. Hilmir Örn Hilm­ars­son, alls­herj­ar­goði, segir að hóp­fjár­mögnun sé til skoð­un­ar. Ása­trú­ar­fé­lagið von­ist til þess að safna þannig átján millj­ónum króna til bygg­ingar húss­ins. Hilmar segir að ekki hafi enn þurft að taka banka­lán og að Ása­trú­ar­fé­lagið vilji halda við þau áform sem lögð hafi verið í upp­hafi að byggja hofið skuld­laust. 

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent