Tæplega 25 þúsund manns standa utan trúfélaga

Enn fækkaði í þjóðkirkjunni á síðasta ári. Kaþólikkum hefur hins vegar fjölgað hratt samhliða fjölgun erlendra ríkisborgara hérlendis. En mesta aukningin er á meðal þeirra sem skrá sig utan trú- og lífskoðunarfélaga.

Sífellt fleiri Íslendingar velja að standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga.
Sífellt fleiri Íslendingar velja að standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga.
Auglýsing

Fjöldi þeirra íbúa á Íslandi sem skráðir eru utan trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­laga hefur vel rúm­­lega tvö­­fald­­ast frá því í byrjun árs 2009, eða á áratug. Þá voru þeir sem voru skráðir utan slíkra félaga 9.306 tals­ins. Um síð­­­ustu ára­­mót var sú tala komin upp í 24.871. Á síðasta ári einu saman fjölgaði þeim sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga um rúmlega 2.300. Því er langmest aukning á skráningum hérlendis á meðal þeirra sem skrá sig utan trúfélaga.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög.

Þann 1. janúar síðastliðinn voru alls 232.646 einstaklingar skráðir í íslensku þjóðkirkjuna. Þeim fækkaði um 26 í jólamánuðinum. Þjóðkirkjan er áfram sem áður langfjölmennasta trúfélag landsins með 65,2 prósent landsmanna innanborðs. Það þýðir því að 34,8 prósent þjóðarinnar er utan þjóðkirkju, eða um 124.173 manns.

Auglýsing
Aldrei hafa verið fleiri landsmenn utan þjóðkirkjunnar, en frá árinu 2009 hefur meðlimum hennar fækkað á hverju ári. Alls hefur þeim fækkað um 20.190 frá þeim tíma. Um aldarmót voru rétt um 90 prósent allra landsmanna í þjóðkirkjunni.

Kaþólikkum fjölgar hratt

Miklar breytingar hafa einnig átt sér stað í öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnum árum. Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan en í henni voru 13.991 manns um nýliðin áramót. Í byrjun árs 2009 voru 9.281 manns skráðir í hana. Þeim hefur því fjölgað um 73 prósent á tíu árum. Þessi aukning hefur átt sér stað samhliða mikilli fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi, en stærstu hóparnir sem hingað flytja koma frá löndum þar sem staða Kaþólsku kirkjunnar er sterk. Þar munar mest um Pólverja, sem eru fjölmennasta hóp erlendra ríkisborgara sem búsettur er á Íslandi. Í byrjun árs 2009 bjuggu 11.611 slíkir á Íslandi en í byrjun desember 2018 var sá fjöldi kominn upp í 19.190.

Fríkirkjur landsins hafa einnig bætt við söfnuði sína á undanförnum árum. Fríkirkjan í Reykjavík telur nú 9.874 (aukning um 25 prósent frá 2009) meðlimi og Fríkirkjan í Hafnarfirði 6.983 (aukning um 33 prósent frá 2009).

Alls eru 4.472 íbúar landsins skráðir í Ásatrúarfélaginu. Fjöldi þeirra sem aðhyllast þá trú hefur margfaldast á síðastliðnum áratug, en meðlimir voru alls 1.275 í byrjun árs 2009. Þeir hafa því 3,5faldast á tímabilinu.

Mikil fjölgun hjá Siðmennt en fækkar hratt hjá Zúistum

Siðmennt, sem hefur verið skráð trúfélag frá árinu 2013, hefur  einnig vaxið ásmegin ár frá ári. Í byrjun árs 2014 voru 612 einstaklingar skráðir í lífskoðunarfélagið en nú eru meðlimir þess 2.840 talsins. Meðlimafjöldinn hefur því nálægt fimmfaldast á örfáum árum.

Auglýsing
Þeim sem skráðir eru í trú­fé­lög múslima á Íslandi hefur einnig fjölgað mjög á und­an­förnum árum. Árið 2009 voru 404 manns skráðir í Félag múslima á Íslandi. Í byrjun árs 2019 voru þeir orðnir 552 tals­ins en frá 2010 hafa verið tvö trú­fé­lög múslima hér­lend­is. Hitt, Menn­ing­ar­setur múslima, var með 393 með­limi skráða í byrjun árs.

Það trúfélag sem hefur vakið eina mesta athygli á undanförnum árum eru Zúistar. Þeir voru tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­aði að end­ur­greiða fólki þau sókn­ar­gjöld sem inn­heimt yrði vegna þeirra. Síðan stóð yfir ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­ráð í félags­skapn­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­ar­nefndu. Hratt hefur fjarað undan félaginu síðan en skráðir meðlimir nú eru 1.604 talsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent