Félögum í Siðmennt fjölgað um fjórðung

Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um tæplega 25 prósent frá því í desember 2017 og eru nú yfir 3000 manns skráð í félagið. Um 13 prósent þeirra sem fermdust í ár fermdumst borgarlega á vegum Siðmenntar.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Sið­mennt er í sjö­unda sæti yfir stærstu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög lands­ins, með 3055 skráða félaga í júlí 2019. Skrán­ingum í Sið­mennt hefur fjölgað um 23,5 pró­sent frá því í des­em­ber 2017 eða um 776 manns. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur þeim fjölgað um alls 240 manns eða um 8,5 pró­sent. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Þjóð­­skrár.

Tvö­falt fleiri Íslend­ingar biðja athafna­stjóra Sið­menntar að gifta sig

Sið­mennt var stofnað árið 1990. Félagið er málsvari mann­gild­is­stefnu (húman­isma) og frjálsrar hugs­un­ar, óháð trú­ar­setn­ing­um, sam­kvæmt heima­síðu fé­lags­ins. Sið­mennt stendur meðal ann­ars fyr­ir­ ver­ald­legum athöfnum á borð við gift­ing­ar, nafn­gift­ir, borg­ar­leg­ar ­ferm­ing­ar og útfar­ir. 

Athöfn­um ­fé­lags­ins hefur farið fjölg­andi á síð­ustu árum en á veg­um ­fé­lags­ins starfa á fjórða tug athafn­ar­stjóra. Fjöldi Íslend­inga sem kjósa að láta athafna­stjóra á vegum Sið­menntar gefa sig saman hefur tvö­fald­ast síð­ustu fimm árum, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sið­mennt í ágúst 2018. Árið 2017 voru fram­kvæmdar 213 hjóna­vígslur en sam­kvæmt Sig­urði Hólm Gunn­ars­syni, for­manni Sið­mennta, eru gift­ing­arn­ar vin­sæl­ar á meðal erlendra ferðamanna. 

Auglýsing

„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölg­andi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjón­ustu. Ég held það verði ekk­ert lát á þess­ari fjölgun á næstu árum. Gift­ingar eru mjög algengar meðal erlendra ferða­manna en líka meðal Íslend­inga,“ sagði Sig­urður Hólm í sam­tali við Frétta­blaðið í ágúst í fyrra. 

545 börn fermd­ust borg­ar­lega í fyrra 13

Enn fremur hafa sífellt fleiri börn kosið að ferm­ast borg­ar­lega hjá Sið­mennt. Á þessu ári vor­u ­þrjá­tíu ár frá því að fyrsta borg­ar­lega ferm­ingin fór fram en í fyrstu athöfn­inni fermd­ust 16 börn. Þeim hefur hins vegar fjölgað svo um munar á und­an­förnum þrem­ur ára­tug­um en 545 börn fermd­ust borg­ar­lega í ár eða um 13 ­pró­sent ­ferm­ing­ar­ár­gangs­ins. Það er tals­vert fleiri börn en í fyrra þegar 470 börn fermd­ust borg­ar­lega. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent