Félögum í Siðmennt fjölgað um fjórðung

Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um tæplega 25 prósent frá því í desember 2017 og eru nú yfir 3000 manns skráð í félagið. Um 13 prósent þeirra sem fermdust í ár fermdumst borgarlega á vegum Siðmenntar.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Siðmennt er í sjöunda sæti yfir stærstu trú- og lífsskoðunarfélög landsins, með 3055 skráða félaga í júlí 2019. Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um 23,5 prósent frá því í desember 2017 eða um 776 manns. Frá 1. desember á síðasta ári hefur þeim fjölgað um alls 240 manns eða um 8,5 prósent. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Þjóð­skrár.

Tvöfalt fleiri Íslendingar biðja athafnastjóra Siðmenntar að gifta sig

Siðmennt var stofnað árið 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, samkvæmt heimasíðu félagsins. Siðmennt stendur meðal annars fyrir veraldlegum athöfnum á borð við giftingar, nafngiftir, borgarlegar fermingar og útfarir. 

Athöfnum félagsins hefur farið fjölgandi á síðustu árum en á vegum félagsins starfa á fjórða tug athafnarstjóra. Fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta athafnastjóra á vegum Siðmenntar gefa sig saman hefur tvöfaldast síðustu fimm árum, samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt í ágúst 2018. Árið 2017 voru framkvæmdar 213 hjónavígslur en samkvæmt Sigurði Hólm Gunnarssyni, formanni Siðmennta, eru giftingarnar vinsælar á meðal erlendra ferðamanna. 

Auglýsing

„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ sagði Sigurður Hólm í samtali við Fréttablaðið í ágúst í fyrra. 

545 börn fermdust borgarlega í fyrra 13

Enn fremur hafa sífellt fleiri börn kosið að fermast borgarlega hjá Siðmennt. Á þessu ári voru þrjátíu ár frá því að fyrsta borgarlega fermingin fór fram en í fyrstu athöfninni fermdust 16 börn. Þeim hefur hins vegar fjölgað svo um munar á undanförnum þremur áratugum en 545 börn fermdust borgarlega í ár eða um 13 prósent fermingarárgangsins. Það er talsvert fleiri börn en í fyrra þegar 470 börn fermdust borgarlega. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent