Félögum í Siðmennt fjölgað um fjórðung

Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um tæplega 25 prósent frá því í desember 2017 og eru nú yfir 3000 manns skráð í félagið. Um 13 prósent þeirra sem fermdust í ár fermdumst borgarlega á vegum Siðmenntar.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Sið­mennt er í sjö­unda sæti yfir stærstu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög lands­ins, með 3055 skráða félaga í júlí 2019. Skrán­ingum í Sið­mennt hefur fjölgað um 23,5 pró­sent frá því í des­em­ber 2017 eða um 776 manns. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur þeim fjölgað um alls 240 manns eða um 8,5 pró­sent. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Þjóð­­skrár.

Tvö­falt fleiri Íslend­ingar biðja athafna­stjóra Sið­menntar að gifta sig

Sið­mennt var stofnað árið 1990. Félagið er málsvari mann­gild­is­stefnu (húman­isma) og frjálsrar hugs­un­ar, óháð trú­ar­setn­ing­um, sam­kvæmt heima­síðu fé­lags­ins. Sið­mennt stendur meðal ann­ars fyr­ir­ ver­ald­legum athöfnum á borð við gift­ing­ar, nafn­gift­ir, borg­ar­leg­ar ­ferm­ing­ar og útfar­ir. 

Athöfn­um ­fé­lags­ins hefur farið fjölg­andi á síð­ustu árum en á veg­um ­fé­lags­ins starfa á fjórða tug athafn­ar­stjóra. Fjöldi Íslend­inga sem kjósa að láta athafna­stjóra á vegum Sið­menntar gefa sig saman hefur tvö­fald­ast síð­ustu fimm árum, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sið­mennt í ágúst 2018. Árið 2017 voru fram­kvæmdar 213 hjóna­vígslur en sam­kvæmt Sig­urði Hólm Gunn­ars­syni, for­manni Sið­mennta, eru gift­ing­arn­ar vin­sæl­ar á meðal erlendra ferðamanna. 

Auglýsing

„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölg­andi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjón­ustu. Ég held það verði ekk­ert lát á þess­ari fjölgun á næstu árum. Gift­ingar eru mjög algengar meðal erlendra ferða­manna en líka meðal Íslend­inga,“ sagði Sig­urður Hólm í sam­tali við Frétta­blaðið í ágúst í fyrra. 

545 börn fermd­ust borg­ar­lega í fyrra 13

Enn fremur hafa sífellt fleiri börn kosið að ferm­ast borg­ar­lega hjá Sið­mennt. Á þessu ári vor­u ­þrjá­tíu ár frá því að fyrsta borg­ar­lega ferm­ingin fór fram en í fyrstu athöfn­inni fermd­ust 16 börn. Þeim hefur hins vegar fjölgað svo um munar á und­an­förnum þrem­ur ára­tug­um en 545 börn fermd­ust borg­ar­lega í ár eða um 13 ­pró­sent ­ferm­ing­ar­ár­gangs­ins. Það er tals­vert fleiri börn en í fyrra þegar 470 börn fermd­ust borg­ar­lega. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent