Félögum í Siðmennt fjölgað um fjórðung

Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um tæplega 25 prósent frá því í desember 2017 og eru nú yfir 3000 manns skráð í félagið. Um 13 prósent þeirra sem fermdust í ár fermdumst borgarlega á vegum Siðmenntar.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Sið­mennt er í sjö­unda sæti yfir stærstu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög lands­ins, með 3055 skráða félaga í júlí 2019. Skrán­ingum í Sið­mennt hefur fjölgað um 23,5 pró­sent frá því í des­em­ber 2017 eða um 776 manns. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur þeim fjölgað um alls 240 manns eða um 8,5 pró­sent. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Þjóð­­skrár.

Tvö­falt fleiri Íslend­ingar biðja athafna­stjóra Sið­menntar að gifta sig

Sið­mennt var stofnað árið 1990. Félagið er málsvari mann­gild­is­stefnu (húman­isma) og frjálsrar hugs­un­ar, óháð trú­ar­setn­ing­um, sam­kvæmt heima­síðu fé­lags­ins. Sið­mennt stendur meðal ann­ars fyr­ir­ ver­ald­legum athöfnum á borð við gift­ing­ar, nafn­gift­ir, borg­ar­leg­ar ­ferm­ing­ar og útfar­ir. 

Athöfn­um ­fé­lags­ins hefur farið fjölg­andi á síð­ustu árum en á veg­um ­fé­lags­ins starfa á fjórða tug athafn­ar­stjóra. Fjöldi Íslend­inga sem kjósa að láta athafna­stjóra á vegum Sið­menntar gefa sig saman hefur tvö­fald­ast síð­ustu fimm árum, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sið­mennt í ágúst 2018. Árið 2017 voru fram­kvæmdar 213 hjóna­vígslur en sam­kvæmt Sig­urði Hólm Gunn­ars­syni, for­manni Sið­mennta, eru gift­ing­arn­ar vin­sæl­ar á meðal erlendra ferðamanna. 

Auglýsing

„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölg­andi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjón­ustu. Ég held það verði ekk­ert lát á þess­ari fjölgun á næstu árum. Gift­ingar eru mjög algengar meðal erlendra ferða­manna en líka meðal Íslend­inga,“ sagði Sig­urður Hólm í sam­tali við Frétta­blaðið í ágúst í fyrra. 

545 börn fermd­ust borg­ar­lega í fyrra 13

Enn fremur hafa sífellt fleiri börn kosið að ferm­ast borg­ar­lega hjá Sið­mennt. Á þessu ári vor­u ­þrjá­tíu ár frá því að fyrsta borg­ar­lega ferm­ingin fór fram en í fyrstu athöfn­inni fermd­ust 16 börn. Þeim hefur hins vegar fjölgað svo um munar á und­an­förnum þrem­ur ára­tug­um en 545 börn fermd­ust borg­ar­lega í ár eða um 13 ­pró­sent ­ferm­ing­ar­ár­gangs­ins. Það er tals­vert fleiri börn en í fyrra þegar 470 börn fermd­ust borg­ar­lega. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent