Félögum í Siðmennt fjölgað um fjórðung

Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um tæplega 25 prósent frá því í desember 2017 og eru nú yfir 3000 manns skráð í félagið. Um 13 prósent þeirra sem fermdust í ár fermdumst borgarlega á vegum Siðmenntar.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Sið­mennt er í sjö­unda sæti yfir stærstu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög lands­ins, með 3055 skráða félaga í júlí 2019. Skrán­ingum í Sið­mennt hefur fjölgað um 23,5 pró­sent frá því í des­em­ber 2017 eða um 776 manns. Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári hefur þeim fjölgað um alls 240 manns eða um 8,5 pró­sent. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Þjóð­­skrár.

Tvö­falt fleiri Íslend­ingar biðja athafna­stjóra Sið­menntar að gifta sig

Sið­mennt var stofnað árið 1990. Félagið er málsvari mann­gild­is­stefnu (húman­isma) og frjálsrar hugs­un­ar, óháð trú­ar­setn­ing­um, sam­kvæmt heima­síðu fé­lags­ins. Sið­mennt stendur meðal ann­ars fyr­ir­ ver­ald­legum athöfnum á borð við gift­ing­ar, nafn­gift­ir, borg­ar­leg­ar ­ferm­ing­ar og útfar­ir. 

Athöfn­um ­fé­lags­ins hefur farið fjölg­andi á síð­ustu árum en á veg­um ­fé­lags­ins starfa á fjórða tug athafn­ar­stjóra. Fjöldi Íslend­inga sem kjósa að láta athafna­stjóra á vegum Sið­menntar gefa sig saman hefur tvö­fald­ast síð­ustu fimm árum, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sið­mennt í ágúst 2018. Árið 2017 voru fram­kvæmdar 213 hjóna­vígslur en sam­kvæmt Sig­urði Hólm Gunn­ars­syni, for­manni Sið­mennta, eru gift­ing­arn­ar vin­sæl­ar á meðal erlendra ferðamanna. 

Auglýsing

„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölg­andi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjón­ustu. Ég held það verði ekk­ert lát á þess­ari fjölgun á næstu árum. Gift­ingar eru mjög algengar meðal erlendra ferða­manna en líka meðal Íslend­inga,“ sagði Sig­urður Hólm í sam­tali við Frétta­blaðið í ágúst í fyrra. 

545 börn fermd­ust borg­ar­lega í fyrra 13

Enn fremur hafa sífellt fleiri börn kosið að ferm­ast borg­ar­lega hjá Sið­mennt. Á þessu ári vor­u ­þrjá­tíu ár frá því að fyrsta borg­ar­lega ferm­ingin fór fram en í fyrstu athöfn­inni fermd­ust 16 börn. Þeim hefur hins vegar fjölgað svo um munar á und­an­förnum þrem­ur ára­tug­um en 545 börn fermd­ust borg­ar­lega í ár eða um 13 ­pró­sent ­ferm­ing­ar­ár­gangs­ins. Það er tals­vert fleiri börn en í fyrra þegar 470 börn fermd­ust borg­ar­lega. 

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent