Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Alls hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um 567 manns á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. júní 2019. Nú eru 232.105 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna.

Forseti Íslands og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir
Forseti Íslands og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir
Auglýsing

Alls hefur skráðum í þjóð­kirkj­una fækkað um 567 manns á tíma­bil­inu frá 1. des­em­ber á síð­asta ári til 1. júní síð­ast­lið­ins. Nú eru 232.105 ein­stak­lingar skráðir í þjóð­kirkj­una. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Þjóð­skrár.

Um er að ræða breyt­ingar sem eru í takt við það sem átt hefur sér stað hér­­­lendis á und­an­­förnum árum. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra lands­­manna sem skráðir eru í þjóð­­kirkj­una met­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt.

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 20.964 frá árs­­byrjun 2009. Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað en þjóð­­kirkj­unni hefur mis­­­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka.

Auglýsing

Hlut­­falls­­lega hefur þeim sem vilja vera í kirkj­unni einnig fækkað mik­ið. Árið 1998 var 90 pró­­sent þjóð­­ar­innar í henni. Í dag eru tæp 65 pró­­sent þjóð­­ar­innar þar inni.

Mynd: Þjóðskrá

Fjölgun mest í kaþ­ólska söfn­uð­inum

Á sama tíma­bili fjölg­aði í kaþ­ólska söfn­uð­inum um 375 manns eða um 2,7 pró­sent og í Sið­mennt um 202 manns eða um 7,2 pró­sent. Aukn­ing var einnig í Ása­trú­ar­fé­lag­inu eða um 137 manns sem er 3,1 pró­sent.

Alls voru 25.343 ein­stak­lingar skráðir utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga þann 1. júní síð­ast­lið­inn og fjölg­aði þeim um 580 frá 1. des­em­ber 2018 eða um 2,3 pró­sent.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent