Kaupþing selur 20 prósent hlut í Arion banka fyrir 27,4 milljarða

Kaupþing hefur selt allan tuttugu prósenta hlut sinn í Arion banka. Sölu­verðið var 27,4 milljarðar og tæplega tíu milljarðar króna af söluandvirðinu fellur í skaut ríkissjóðs.

Arion Banki
Auglýsing

Kaup­skil, fé­lag í eigu Kaup­þings, hef­ur lokið sölu á öllu hluta­fé sínu í Arion ­banka. Í til­kynn­ingu frá Kaup­þingi segir að 20 pró­senta eign­ar­hlut­ur­inn í bank­anum hafi verið seldur erlendum og inn­lendum fjár­fest­um. Sölu­verðið var 27,4 millj­arðar króna en gengið í við­skipt­unum var 75,5 krónur á hlut. 

Í til­kynn­ing­unni kemur jafn­framt fram að íslenska ríkið fái 9,8 millj­arða í sinn hlut á grund­velli afkomu­skipta­samn­ings sem var á meðal þeirra stöð­ug­leika­skil­yrða sem Kaup­þing þurfti að und­ir­gang­ast við sam­þykkt nauða­samn­inga í árs­lok 2015. 

Gengið var frá bind­andi sam­komu­lagi við hóp fjár­festa um kaupin þann 1. júlí síð­ast­lið­inn með þeim fyr­ir­vara að ríkið myndi ekki að stíga inn í við­skiptin og nýta sér for­kaups­rétt sinn. 

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins keypti vog­un­­ar­­sjóð­ur­­inn Tacon­ic Capital  um helm­ing hluta Kaup­skila, en fyrr átti sjóð­ur­­inn 16 pró­sent hlut í bank­an­um og á hann nú um fjórð­ungs­hlut og er því stærsti ein­staki hlut­hafi ­bank­ans. Tacon­ic á einnig 48 pró­sent hlut í Kaup­þingi, um­­sýslu­­fé­lags þrota­­bú­s­­eigna ­Kaup­þings banka ­sem féll 2008. 

Nýr banka­stjóri og aðstoð­ar­banka­stjóri

Bene­dikt Gísla­son, sem var áður stjórn­ar­maður í Arion ­banka, hóf störf sem banka­stjóri ­Arion í byrjun síð­ustu viku. Auk þess til­kynnti bank­inn í gær að Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son hefur verið ráð­inn sem nýr aðstoð­ar­banka­stjóra ­Arion. Ásgeir var áður fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Kviku banka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent