Kaupþing selur 20 prósent hlut í Arion banka fyrir 27,4 milljarða

Kaupþing hefur selt allan tuttugu prósenta hlut sinn í Arion banka. Sölu­verðið var 27,4 milljarðar og tæplega tíu milljarðar króna af söluandvirðinu fellur í skaut ríkissjóðs.

Arion Banki
Auglýsing

Kaupskil, fé­lag í eigu Kaupþings, hef­ur lokið sölu á öllu hluta­fé sínu í Arion banka. Í tilkynningu frá Kaupþingi segir að 20 prósenta eignarhluturinn í bankanum hafi verið seldur erlendum og innlendum fjárfestum. Söluverðið var 27,4 milljarðar króna en gengið í viðskiptunum var 75,5 krónur á hlut. 

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að íslenska ríkið fái 9,8 milljarða í sinn hlut á grundvelli afkomuskiptasamnings sem var á meðal þeirra stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. 

Gengið var frá bindandi samkomulagi við hóp fjárfesta um kaupin þann 1. júlí síðastliðinn með þeim fyrirvara að ríkið myndi ekki að stíga inn í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt sinn. 

Auglýsing

Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti vog­un­ar­sjóður­inn Taconic Capital  um helm­ing hluta Kaupskila, en fyrr átti sjóður­inn 16 prósent hlut í bank­an­um og á hann nú um fjórðungs­hlut og er því stærsti ein­staki hlut­hafi bankans. Taconic á einnig 48 prósent hlut í Kaupþingi, um­sýslu­fé­lags þrota­bú­s­eigna Kaupþings banka sem féll 2008. 

Nýr bankastjóri og aðstoðarbankastjóri

Benedikt Gíslason, sem var áður stjórnarmaður í Arion banka, hóf störf sem bankastjóri Arion í byrjun síðustu viku. Auk þess tilkynnti bankinn í gær að Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hefur verið ráðinn sem nýr aðstoðarbankastjóra Arion. Ásgeir var áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kviku banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent