Kaupþing selur 20 prósent hlut í Arion banka fyrir 27,4 milljarða

Kaupþing hefur selt allan tuttugu prósenta hlut sinn í Arion banka. Sölu­verðið var 27,4 milljarðar og tæplega tíu milljarðar króna af söluandvirðinu fellur í skaut ríkissjóðs.

Arion Banki
Auglýsing

Kaup­skil, fé­lag í eigu Kaup­þings, hef­ur lokið sölu á öllu hluta­fé sínu í Arion ­banka. Í til­kynn­ingu frá Kaup­þingi segir að 20 pró­senta eign­ar­hlut­ur­inn í bank­anum hafi verið seldur erlendum og inn­lendum fjár­fest­um. Sölu­verðið var 27,4 millj­arðar króna en gengið í við­skipt­unum var 75,5 krónur á hlut. 

Í til­kynn­ing­unni kemur jafn­framt fram að íslenska ríkið fái 9,8 millj­arða í sinn hlut á grund­velli afkomu­skipta­samn­ings sem var á meðal þeirra stöð­ug­leika­skil­yrða sem Kaup­þing þurfti að und­ir­gang­ast við sam­þykkt nauða­samn­inga í árs­lok 2015. 

Gengið var frá bind­andi sam­komu­lagi við hóp fjár­festa um kaupin þann 1. júlí síð­ast­lið­inn með þeim fyr­ir­vara að ríkið myndi ekki að stíga inn í við­skiptin og nýta sér for­kaups­rétt sinn. 

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins keypti vog­un­­ar­­sjóð­ur­­inn Tacon­ic Capital  um helm­ing hluta Kaup­skila, en fyrr átti sjóð­ur­­inn 16 pró­sent hlut í bank­an­um og á hann nú um fjórð­ungs­hlut og er því stærsti ein­staki hlut­hafi ­bank­ans. Tacon­ic á einnig 48 pró­sent hlut í Kaup­þingi, um­­sýslu­­fé­lags þrota­­bú­s­­eigna ­Kaup­þings banka ­sem féll 2008. 

Nýr banka­stjóri og aðstoð­ar­banka­stjóri

Bene­dikt Gísla­son, sem var áður stjórn­ar­maður í Arion ­banka, hóf störf sem banka­stjóri ­Arion í byrjun síð­ustu viku. Auk þess til­kynnti bank­inn í gær að Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son hefur verið ráð­inn sem nýr aðstoð­ar­banka­stjóra ­Arion. Ásgeir var áður fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Kviku banka.

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent