Kaupþing selur 20 prósent hlut í Arion banka fyrir 27,4 milljarða

Kaupþing hefur selt allan tuttugu prósenta hlut sinn í Arion banka. Sölu­verðið var 27,4 milljarðar og tæplega tíu milljarðar króna af söluandvirðinu fellur í skaut ríkissjóðs.

Arion Banki
Auglýsing

Kaup­skil, fé­lag í eigu Kaup­þings, hef­ur lokið sölu á öllu hluta­fé sínu í Arion ­banka. Í til­kynn­ingu frá Kaup­þingi segir að 20 pró­senta eign­ar­hlut­ur­inn í bank­anum hafi verið seldur erlendum og inn­lendum fjár­fest­um. Sölu­verðið var 27,4 millj­arðar króna en gengið í við­skipt­unum var 75,5 krónur á hlut. 

Í til­kynn­ing­unni kemur jafn­framt fram að íslenska ríkið fái 9,8 millj­arða í sinn hlut á grund­velli afkomu­skipta­samn­ings sem var á meðal þeirra stöð­ug­leika­skil­yrða sem Kaup­þing þurfti að und­ir­gang­ast við sam­þykkt nauða­samn­inga í árs­lok 2015. 

Gengið var frá bind­andi sam­komu­lagi við hóp fjár­festa um kaupin þann 1. júlí síð­ast­lið­inn með þeim fyr­ir­vara að ríkið myndi ekki að stíga inn í við­skiptin og nýta sér for­kaups­rétt sinn. 

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins keypti vog­un­­ar­­sjóð­ur­­inn Tacon­ic Capital  um helm­ing hluta Kaup­skila, en fyrr átti sjóð­ur­­inn 16 pró­sent hlut í bank­an­um og á hann nú um fjórð­ungs­hlut og er því stærsti ein­staki hlut­hafi ­bank­ans. Tacon­ic á einnig 48 pró­sent hlut í Kaup­þingi, um­­sýslu­­fé­lags þrota­­bú­s­­eigna ­Kaup­þings banka ­sem féll 2008. 

Nýr banka­stjóri og aðstoð­ar­banka­stjóri

Bene­dikt Gísla­son, sem var áður stjórn­ar­maður í Arion ­banka, hóf störf sem banka­stjóri ­Arion í byrjun síð­ustu viku. Auk þess til­kynnti bank­inn í gær að Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son hefur verið ráð­inn sem nýr aðstoð­ar­banka­stjóra ­Arion. Ásgeir var áður fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Kviku banka.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent