Nær helmingur fyrirtækja telur mögulegt að fjölga hlutastörfum

Ein leið til að auka þátttöku þeirra sem eru skerta vinnugetu er að fjölga hlutastörfum en aðeins 23 prósent af öllum störfum á landinu eru hlutastörf. Alls sögðust 49 prósent fyrirtækja í nýrri könnun telja það mögulegt að fjölga hlutastörfum.

koi_15673342661_o.jpg
Auglýsing

Nær helm­ingur fyr­ir­tækja, 45 pró­sent, sem tóku þátt í fyr­ir­tækja­rann­sókn Gallups ­töldu mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðnum þeirra. Í fyrra voru 46.000 ein­stak­lingar utan vinnu­mark­aðar af ýmsum ástæð­um. Ein leið til að auka þátt­töku þeirra sem eru með skerta vinnu­getu er að fjölga hluta­störf­um en aðeins 23 pró­sent af öllum störfum á land­inu eru hluta­störf. Þetta kemur fram í grein í árs­riti VIRK 2019. 

70 pró­sent fyr­ir­tækja með starfs­mann með skerta starfs­getu

Í grein Jón­ín­u Waag­fjörð, svið­stjóri þró­un­ar at­vinnu­teng­ingar hjá VIRK, er greint frá fyrstu nið­ur­stöðum rann­sókn­ar, sem Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið ­stýrði, þar sem kann­aðir voru styðj­andi og hindr­andi þættir fyrir atvinnu­þátt­töku ein­stak­linga með skerta starfs­getu út frá sjón­ar­mið­u­m at­vinnu­rek­and­i. Könn­unin var meðal íslenskra fyr­ir­tækja sem fram­kvæmd var af Gallup dag­ana 20. júní til 14. sept­em­ber 2018. Stærð úrtaks­ins var 1313 fyr­ir­tæki en 205 af þeim komu úr upp­lýs­inga­grunni VIRK. 

Mynd: VIRK

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kemur fram að 69 pró­sent þeirra fyr­ir­tækja, sem tóku þátt í könn­un­inni, höfðu verið með einn eða fleiri starfs­menn með skerta starfs­getu á vinnu­staðnum á síð­ustu 5 árum. 

Þá kom fram í könn­un­inni að algeng­asta ástæða þess að vinnu­staðir höfðu ekki ráðið fólk með skerta starfs­getu til vinnu, þar sem eng­inn slíkur starfs­maður hafði starfað á síð­ustu 5 árum, var að ekki væru hentug störf í boði innan vinnu­stað­ar­ins.  

Þegar spurt var um reynslu fyr­ir­tækj­anna af því að ráða starfs­fólk með skerta starfs­getu á vinnu­stað­inn en hún var í flestum til­fellum mjög eða frekar góð. Ein­ungis 4 pró­sent sögðu reynsl­una hafa verið frekar eða mjög slæma.

5600 utan vinnu­mark­aðar vegna veik­inda eða tíma­bundið ófær um að vinna 

Árið 2018 vor­u 249.900 ein­stak­lingar á vinnu­aldri, 16 til 74 ára, á Íslandi en af þeim voru um 46.000 ein­stak­lingar utan vinnu­mark­aðar af ýmsum ástæð­um. Rúm­lega 36 pró­sent þeirra sem voru utan vinnu­mark­aðar voru fjar­ver­andi vegna örorku eða fötl­un­ar, eða um 11.000 manns, en 5.600 voru fjar­ver­andi vegna veik­inda eða vegna þess þau voru tíma­bundið ófær um að vinna.

Auglýsing

Í grein­inni segir að þátt­taka á vinnu­mark­aði sé mis­mun­andi milli hinna ýmsu þjóð­fé­lags­hópa. Atvinnu­þátt­taka ein­stak­linga með skerta starfs­getu er um 61 pró­sent, en um 82 pró­sent hjá ein­stak­lingum sem eru það ekki. Þegar ein­stak­lingar með skerta starfs­getu eru á vinnu­mark­að­inum þá eru þeir mun lík­legri til að vera í hluta­störfum í sam­an­burði við þá sem eru með fulla starfs­getu eða um 19 pró­sents sam­an­borið við 7 pró­sent þeirra sem eru með fulla starfs­getu.

Aðeins 23 pró­sent af öllum störfum hluta­störf 

Rann­sóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mik­il­vægt fyrir bæði heilsu og vel­ferð ein­stak­lings­ins og því er sam­kvæmt grein­inni mik­il­vægt að auka þátt­töku þessa hóps á vinnu­mark­aði. Fjölgun hluta­starfa á íslenskum vinnu­mark­aði er ein leið til þess að mati grein­ar­höf­undar en sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni eru ein­ungis 23 pró­sent af öllum störfum í land­inu skil­greind sem hluta­störf.

Mynd:VIRKÞegar ein­stak­lingar með skerta starfs­getu eru á vinnu­mark­að­inum þá eru þeir mun lík­legri til að vera í hluta­störfum í sam­an­burði við þá sem eru með fulla starfs­getu. Í nið­ur­stöð­u könn­un­ar­inn­ar kemur fram að 45 pró­sent fyr­ir­tækj­anna töld­u ­mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðnum þeirra. 

Þá kom fram í könn­un­inn­i að vinnu­veit­endur með fyrri reynslu af því að ráða ein­stak­linga með skerta starfs­getu voru mark­tækt lík­legri til að vilja ráða aftur slíka starfs­menn á næstu tveimur árum og þeir voru lík­legri til að telja mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðn­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent