Nær helmingur fyrirtækja telur mögulegt að fjölga hlutastörfum

Ein leið til að auka þátttöku þeirra sem eru skerta vinnugetu er að fjölga hlutastörfum en aðeins 23 prósent af öllum störfum á landinu eru hlutastörf. Alls sögðust 49 prósent fyrirtækja í nýrri könnun telja það mögulegt að fjölga hlutastörfum.

koi_15673342661_o.jpg
Auglýsing

Nær helm­ingur fyr­ir­tækja, 45 pró­sent, sem tóku þátt í fyr­ir­tækja­rann­sókn Gallups ­töldu mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðnum þeirra. Í fyrra voru 46.000 ein­stak­lingar utan vinnu­mark­aðar af ýmsum ástæð­um. Ein leið til að auka þátt­töku þeirra sem eru með skerta vinnu­getu er að fjölga hluta­störf­um en aðeins 23 pró­sent af öllum störfum á land­inu eru hluta­störf. Þetta kemur fram í grein í árs­riti VIRK 2019. 

70 pró­sent fyr­ir­tækja með starfs­mann með skerta starfs­getu

Í grein Jón­ín­u Waag­fjörð, svið­stjóri þró­un­ar at­vinnu­teng­ingar hjá VIRK, er greint frá fyrstu nið­ur­stöðum rann­sókn­ar, sem Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið ­stýrði, þar sem kann­aðir voru styðj­andi og hindr­andi þættir fyrir atvinnu­þátt­töku ein­stak­linga með skerta starfs­getu út frá sjón­ar­mið­u­m at­vinnu­rek­and­i. Könn­unin var meðal íslenskra fyr­ir­tækja sem fram­kvæmd var af Gallup dag­ana 20. júní til 14. sept­em­ber 2018. Stærð úrtaks­ins var 1313 fyr­ir­tæki en 205 af þeim komu úr upp­lýs­inga­grunni VIRK. 

Mynd: VIRK

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kemur fram að 69 pró­sent þeirra fyr­ir­tækja, sem tóku þátt í könn­un­inni, höfðu verið með einn eða fleiri starfs­menn með skerta starfs­getu á vinnu­staðnum á síð­ustu 5 árum. 

Þá kom fram í könn­un­inni að algeng­asta ástæða þess að vinnu­staðir höfðu ekki ráðið fólk með skerta starfs­getu til vinnu, þar sem eng­inn slíkur starfs­maður hafði starfað á síð­ustu 5 árum, var að ekki væru hentug störf í boði innan vinnu­stað­ar­ins.  

Þegar spurt var um reynslu fyr­ir­tækj­anna af því að ráða starfs­fólk með skerta starfs­getu á vinnu­stað­inn en hún var í flestum til­fellum mjög eða frekar góð. Ein­ungis 4 pró­sent sögðu reynsl­una hafa verið frekar eða mjög slæma.

5600 utan vinnu­mark­aðar vegna veik­inda eða tíma­bundið ófær um að vinna 

Árið 2018 vor­u 249.900 ein­stak­lingar á vinnu­aldri, 16 til 74 ára, á Íslandi en af þeim voru um 46.000 ein­stak­lingar utan vinnu­mark­aðar af ýmsum ástæð­um. Rúm­lega 36 pró­sent þeirra sem voru utan vinnu­mark­aðar voru fjar­ver­andi vegna örorku eða fötl­un­ar, eða um 11.000 manns, en 5.600 voru fjar­ver­andi vegna veik­inda eða vegna þess þau voru tíma­bundið ófær um að vinna.

Auglýsing

Í grein­inni segir að þátt­taka á vinnu­mark­aði sé mis­mun­andi milli hinna ýmsu þjóð­fé­lags­hópa. Atvinnu­þátt­taka ein­stak­linga með skerta starfs­getu er um 61 pró­sent, en um 82 pró­sent hjá ein­stak­lingum sem eru það ekki. Þegar ein­stak­lingar með skerta starfs­getu eru á vinnu­mark­að­inum þá eru þeir mun lík­legri til að vera í hluta­störfum í sam­an­burði við þá sem eru með fulla starfs­getu eða um 19 pró­sents sam­an­borið við 7 pró­sent þeirra sem eru með fulla starfs­getu.

Aðeins 23 pró­sent af öllum störfum hluta­störf 

Rann­sóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mik­il­vægt fyrir bæði heilsu og vel­ferð ein­stak­lings­ins og því er sam­kvæmt grein­inni mik­il­vægt að auka þátt­töku þessa hóps á vinnu­mark­aði. Fjölgun hluta­starfa á íslenskum vinnu­mark­aði er ein leið til þess að mati grein­ar­höf­undar en sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni eru ein­ungis 23 pró­sent af öllum störfum í land­inu skil­greind sem hluta­störf.

Mynd:VIRKÞegar ein­stak­lingar með skerta starfs­getu eru á vinnu­mark­að­inum þá eru þeir mun lík­legri til að vera í hluta­störfum í sam­an­burði við þá sem eru með fulla starfs­getu. Í nið­ur­stöð­u könn­un­ar­inn­ar kemur fram að 45 pró­sent fyr­ir­tækj­anna töld­u ­mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðnum þeirra. 

Þá kom fram í könn­un­inn­i að vinnu­veit­endur með fyrri reynslu af því að ráða ein­stak­linga með skerta starfs­getu voru mark­tækt lík­legri til að vilja ráða aftur slíka starfs­menn á næstu tveimur árum og þeir voru lík­legri til að telja mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðn­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent