Nær helmingur fyrirtækja telur mögulegt að fjölga hlutastörfum

Ein leið til að auka þátttöku þeirra sem eru skerta vinnugetu er að fjölga hlutastörfum en aðeins 23 prósent af öllum störfum á landinu eru hlutastörf. Alls sögðust 49 prósent fyrirtækja í nýrri könnun telja það mögulegt að fjölga hlutastörfum.

koi_15673342661_o.jpg
Auglýsing

Nær helm­ingur fyr­ir­tækja, 45 pró­sent, sem tóku þátt í fyr­ir­tækja­rann­sókn Gallups ­töldu mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðnum þeirra. Í fyrra voru 46.000 ein­stak­lingar utan vinnu­mark­aðar af ýmsum ástæð­um. Ein leið til að auka þátt­töku þeirra sem eru með skerta vinnu­getu er að fjölga hluta­störf­um en aðeins 23 pró­sent af öllum störfum á land­inu eru hluta­störf. Þetta kemur fram í grein í árs­riti VIRK 2019. 

70 pró­sent fyr­ir­tækja með starfs­mann með skerta starfs­getu

Í grein Jón­ín­u Waag­fjörð, svið­stjóri þró­un­ar at­vinnu­teng­ingar hjá VIRK, er greint frá fyrstu nið­ur­stöðum rann­sókn­ar, sem Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið ­stýrði, þar sem kann­aðir voru styðj­andi og hindr­andi þættir fyrir atvinnu­þátt­töku ein­stak­linga með skerta starfs­getu út frá sjón­ar­mið­u­m at­vinnu­rek­and­i. Könn­unin var meðal íslenskra fyr­ir­tækja sem fram­kvæmd var af Gallup dag­ana 20. júní til 14. sept­em­ber 2018. Stærð úrtaks­ins var 1313 fyr­ir­tæki en 205 af þeim komu úr upp­lýs­inga­grunni VIRK. 

Mynd: VIRK

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kemur fram að 69 pró­sent þeirra fyr­ir­tækja, sem tóku þátt í könn­un­inni, höfðu verið með einn eða fleiri starfs­menn með skerta starfs­getu á vinnu­staðnum á síð­ustu 5 árum. 

Þá kom fram í könn­un­inni að algeng­asta ástæða þess að vinnu­staðir höfðu ekki ráðið fólk með skerta starfs­getu til vinnu, þar sem eng­inn slíkur starfs­maður hafði starfað á síð­ustu 5 árum, var að ekki væru hentug störf í boði innan vinnu­stað­ar­ins.  

Þegar spurt var um reynslu fyr­ir­tækj­anna af því að ráða starfs­fólk með skerta starfs­getu á vinnu­stað­inn en hún var í flestum til­fellum mjög eða frekar góð. Ein­ungis 4 pró­sent sögðu reynsl­una hafa verið frekar eða mjög slæma.

5600 utan vinnu­mark­aðar vegna veik­inda eða tíma­bundið ófær um að vinna 

Árið 2018 vor­u 249.900 ein­stak­lingar á vinnu­aldri, 16 til 74 ára, á Íslandi en af þeim voru um 46.000 ein­stak­lingar utan vinnu­mark­aðar af ýmsum ástæð­um. Rúm­lega 36 pró­sent þeirra sem voru utan vinnu­mark­aðar voru fjar­ver­andi vegna örorku eða fötl­un­ar, eða um 11.000 manns, en 5.600 voru fjar­ver­andi vegna veik­inda eða vegna þess þau voru tíma­bundið ófær um að vinna.

Auglýsing

Í grein­inni segir að þátt­taka á vinnu­mark­aði sé mis­mun­andi milli hinna ýmsu þjóð­fé­lags­hópa. Atvinnu­þátt­taka ein­stak­linga með skerta starfs­getu er um 61 pró­sent, en um 82 pró­sent hjá ein­stak­lingum sem eru það ekki. Þegar ein­stak­lingar með skerta starfs­getu eru á vinnu­mark­að­inum þá eru þeir mun lík­legri til að vera í hluta­störfum í sam­an­burði við þá sem eru með fulla starfs­getu eða um 19 pró­sents sam­an­borið við 7 pró­sent þeirra sem eru með fulla starfs­getu.

Aðeins 23 pró­sent af öllum störfum hluta­störf 

Rann­sóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mik­il­vægt fyrir bæði heilsu og vel­ferð ein­stak­lings­ins og því er sam­kvæmt grein­inni mik­il­vægt að auka þátt­töku þessa hóps á vinnu­mark­aði. Fjölgun hluta­starfa á íslenskum vinnu­mark­aði er ein leið til þess að mati grein­ar­höf­undar en sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni eru ein­ungis 23 pró­sent af öllum störfum í land­inu skil­greind sem hluta­störf.

Mynd:VIRKÞegar ein­stak­lingar með skerta starfs­getu eru á vinnu­mark­að­inum þá eru þeir mun lík­legri til að vera í hluta­störfum í sam­an­burði við þá sem eru með fulla starfs­getu. Í nið­ur­stöð­u könn­un­ar­inn­ar kemur fram að 45 pró­sent fyr­ir­tækj­anna töld­u ­mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðnum þeirra. 

Þá kom fram í könn­un­inn­i að vinnu­veit­endur með fyrri reynslu af því að ráða ein­stak­linga með skerta starfs­getu voru mark­tækt lík­legri til að vilja ráða aftur slíka starfs­menn á næstu tveimur árum og þeir voru lík­legri til að telja mögu­legt að fjölga hluta­störfum á vinnu­staðn­um. 

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent