Bankafólki fækkað um 750 á sex árum og útibúum um 25

Líklegt er að frekari hagræðing sé í kortunum í fjármálakerfinu á Íslandi að mati sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins. Vendingar í þjóðarbúskapnum geti leitt til minni eftirspurnar eftir útlánum, sem muni þrýsta á um hagræðingu.

VISA Borgun
Auglýsing

Árið 2012 voru starfs­menn íslenskra banka og fjár­mála­stofn­anna 4.007 en í lok árs­ins 2018 voru þeir 3.250. Þeim hefur því fækkað um 757 á sex árum. Á sama tíma hefur úti­búum fækkað um 25. 

Lík­legt er að áfram­hald verði á hag­ræð­ingu í banka­kerf­inu á næst­unni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri grein þriggja starfs­manna Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í rit­inu Fjármál. 

Eiginfjárstaðan.Höf­undar grein­ar­innar eru Finnur Svein­björns­son, fram­kvæmda­stjóri banka­sviðs, Elmar Ásbjörns­son, for­stöðu­maður áhættu­grein­ingar á banka­sviði, og Skúli Magn­ús­son, sér­fræð­ingur í fjár­hags­legu eft­ir­liti.

Auglýsing

Fjallað er um stöðu íslenska banka­kerf­is­ins í rit­inu, og meðal ann­ars fjallað um hvernig eig­in­fjár­hlut­föll þeirra hafa þró­ast. Þau hafa farið lækk­andi á und­an­förnum árum, en eru enn há í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Eig­in­fjár­staða þriggja stærstu banka lands­ins, Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans, er og hefur verið sterk á und­an­förnum árum, segir í rit­inu. Í árs­lok 2018 nam eig­in­fjár­grunnur þeirra tæpum 613 millj­örðum króna og breytt­ist lít­il­lega milli ára. Eig­in­fjár­grunnur þeirra er að mestu leyti sam­settur af almennu eigin fé þáttar 1 (e. CET1; einkum hlutafé og upp­safn­aður hagn­aður fyrri ára) eða rúm 94%. „Eig­in­fjár­hlut­fall þeirra lækk­aði á milli ára og skýrist það bæði af arð­greiðslum þeirra og hærri áhættu­grunn­i,“ segir í rit­in­u. 

Saman mynda bank­arnir þrír 98 pró­sent af banka­kerf­inu, og form­lega skil­grein­ingu sem FJöldi afgreiðslustaða, það er útibúa, hefur farið lækkandi á undanförnum árum.kerf­is­lægt mik­il­vægir bank­ar. Heildar eignir þeirra - að Kviku banka við­bættum - námu rúm­lega 3.700 millj­örðum í lok árs í fyrra. 

Í umfjöll­un­inni í Fjár­málum segir að breytt staða í hag­kerf­inu, eftir fall WOW air og loðnu­brest, muni vafa­lítið hafa áhrif á rekstur bank­ana. „Áhrif­anna er þegar farið að gæta í auknu atvinnu­leysi, fækkun gistin­átta og versn­andi nýt­ingu á gisti­rými. Bank­arnir munu án efa finna fyrir þess­ari breyt­ingu í minni eft­ir­spurn eftir útlánum og annarri banka­þjón­ustu ásamt vax­andi erf­ið­leikum lán­taka sem koma fram í auknum van­skilum og þar með auk­inni virð­is­rýrnun útlána.“

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent