Mesti samdráttur í innflutningi í áratug

Samdráttur í landsframleiðslu á þessu ári verið minni en spáin í maí gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir það er töluverður kólnun í hagkerfinu, í samanburði við mikið hagvaxtarskeið undanfarinna ára.

Umferð á Miklubraut.
Auglýsing

Kóln­unin í hag­kerf­inu að und­an­förnu hefur verið þó nokkur og sést meðal ann­ars í tölu­verðum sam­drætti í inn­flutn­ingi á vörum og þjón­ustu. Hann dróst saman um 8,1 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs og er það mesti sam­dráttur frá árinu 2009, þegar harka­legur skellur kom fram í hag­kerf­inu eftir alls­herj­ar­hrun fjár­mála­kerf­is­ins í októ­ber 2008. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands, þar sem fjallað er um stöðu mála í hag­kerf­inu. Spá Seðla­bank­ans gerir nú ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands var hag­vöxtur á síð­asta ári 4,6 pró­sent. 

„Inn­flutn­ingur á elds­neyti, fólks­bílum og hrá­vöru dróst saman og sam­tals var vöru­inn­flutn­ingur 9,5% minni en á sama tíma í fyrra sem er nokkru meiri sam­dráttur en gert hafð­i verið ráð fyrir í maí. Þjón­ustu­inn­flutn­ingur dróst saman um 6% ­sem einnig er nokkru meiri sam­dráttur en spáð hafði verið sem ­skýrist að mestu leyti af van­mati á áhrifum minnk­andi umsvifa WOW Air á inn­flutta þjón­ustu. Minnk­andi fjár­fest­ing, auk­in hliðrun eft­ir­spurnar að inn­lendri fram­leiðslu og minni þörf á inn­fluttum aðföngum fyrir inn­lenda útflutn­ings­starf­semi gera það að verkum að nú er talið að inn­flutn­ingur drag­ist mun meira saman í ár en spáð var í maí eða um 5,4% í stað 1%. Líkt og í maí er talið að inn­flutn­ingur auk­ist á ný á næsta ári,“ segir meðal ann­ars í Pen­inga­mál­u­m. 

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, hélt Seðla­banki Íslands áfram að lækka vexti með ákvörðun pen­inga­stefnu­nefndar í dag. Lækk­unin var 0,25 pró­sentu­stig og eru meg­in­vextir nú 3,5 pró­sent, en verð­bólga er 3,1 pró­sent. 

Sam­kvæmt spá Seðla­banka Íslands hefur dregið nokkuð úr verð­bólgu­þrýst­ingi, og er því spá að verð­bólga verði komin niður að 2,5 pró­sent mark­miði á næsta ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent