FME fékk „hvassa brýningu“ vegna peningaþvættisvarna

Á allra næstu dögum mun koma í ljós hvort að íslensk stjórnvöld hafi brugðist nægilega vel og hratt við áfellisdómi yfir peningaþvættisvörnum landsins.

Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME í 21 8. maí klippa 3
Auglýsing

Þegar Fin­ancial Act­ion Task Force (FAT­F), alþjóð­leg sam­tök gegn pen­inga­þvætti, felldi áfell­is­dóm yfir lög­gjöf og eft­ir­liti Íslend­inga með pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í fyrra­vor fékk „Fjár­mála­eft­ir­litið og ýmsir aðrir hvassa brýn­ingu um að taka til hend­inni og verða við úrbóta­kröfum alþjóða­sam­fé­lags­ins.“ 

Þetta kemur fram í pistli Unnar Gunn­ars­dótt­ur, for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), í nýj­ustu útgáfu Fjár­mála, rits stofn­un­ar­inn­ar, sem kom út í gær.

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá þá gerði FATF úttekt á frammi­stöðu Íslands varð­andi aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og skil­aði nið­ur­stöðu sinni í apríl 2018. Nið­ur­staðan var, að sögn Unn­ar, „áfell­is­dómur hvað varðar lög­gjöf og fram­kvæmd stjórn­valda í mál­efnum tengdum pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.“

Brátt muni draga til tíð­inda þegar end­an­leg nið­ur­staða FATF liggi fyrir varð­andi hvort Ísland hafi brugð­ist nægi­lega hratt og vel við þeim. „Ljóst er að Fjár­mála­eft­ir­litið mun áfram gera allt hvað það getur til að efla varnir og orð­spor Íslands að þessu leyt­i.“

Áfram í eft­ir­fylgni

Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að Ísland hafi skilað FATF eft­ir­fylgn­is­skýrslu vegna aðgerða sem Ísland hefur gripið til til að bæta varnir sínar gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, snemma í sum­ar. Skýrslan var tekin til umræðu á fundi FATF þann 19. júní síð­ast­lið­inn, en Ísland hafði fram til þess tíma til að bregð­ast við fjöl­mörgum athuga­semdum FATF og sleppa við að vera sett á lista sam­tak­anna yfir ósam­vinnu­þýð ríki.

Auglýsing
Í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið kom fram að unnið sé að loka­út­gáfu skýrsl­unnar og að áætlað sé að hún verði birt á heima­síðu FATF fyrstu vik­una í sept­em­ber. „Efn­is­þættir skýrsl­unnar lúta aðal­lega að fylgni Íslands við til­mæli FATF og er megin nið­ur­staða hennar hækkun á 14 til­mælum og stað­fest­ing á því að Ísland verði áfram í auk­inni eft­ir­fylgni hjá FAT­F.“

Verið að styrkja varn­irnar

Unnur ræddi þessi mál í við­tali við sjón­varps­þátt­inn 21 á Hring­braut fyrr á þessu ári. Þá hafði nýverið birst grein eftir Gylfa Zoega, pró­­fessor í hag­fræð­i, í Vís­bend­ingu sem vakti mikla athygli en þar sagði hann meðal ann­­ars: „„Um þessar mundir eru ýmsir af þeim ein­stak­l­ingum sem tóku virkan þátt í fjár­­­­­mála­æv­in­týr­inu 2003-2008 að snúa aftur til lands­ins. Pen­ingum var í mörgum til­­­vikum komið undan árin 2007-2008 og eru þetta fjár­­­­­magn nú að skila sér til baka, einmitt þegar búið er að gera upp þrotabú hinna föllnu banka upp. Lík­­­­­legt er að a.m.k. einn öfl­­­ugur banki verði í eigu þess­­­ara aðila innan ekki langs tíma ef það hefur ekki gerst nú þeg­­­ar.“

Unnur sagði að Fjár­­­mála­eft­ir­litið gæi ekki fylgst með því beint hvort að pen­ingum sem komið hefði verið með ein­hverjum hætti undan væru nú að not­­ast til að kaupa upp hluti í bönkum en benti á að verið sé að bregð­­ast mjög hart við ábend­ingum um veik­­leika sem tengj­­ast vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti, vegna athuga­semda FATF. „Það er verið að styrkja allt kerfið varð­andi aðgerðir gegn pen­inga­þvætti. Áður var kannski fók­us­inn fyrst og síð­­­ast á fjár­­­mála­­þjón­­ustu en nú er búið að stækka flór­­una. Þannig að það á að vera erf­ið­­ara að nota lista­verka­sala, fast­­eigna­­sala og allt svo­­leiðis til að þvætti pen­inga.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent