FME fékk „hvassa brýningu“ vegna peningaþvættisvarna

Á allra næstu dögum mun koma í ljós hvort að íslensk stjórnvöld hafi brugðist nægilega vel og hratt við áfellisdómi yfir peningaþvættisvörnum landsins.

Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME í 21 8. maí klippa 3
Auglýsing

Þegar Fin­ancial Act­ion Task Force (FAT­F), alþjóð­leg sam­tök gegn pen­inga­þvætti, felldi áfell­is­dóm yfir lög­gjöf og eft­ir­liti Íslend­inga með pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í fyrra­vor fékk „Fjár­mála­eft­ir­litið og ýmsir aðrir hvassa brýn­ingu um að taka til hend­inni og verða við úrbóta­kröfum alþjóða­sam­fé­lags­ins.“ 

Þetta kemur fram í pistli Unnar Gunn­ars­dótt­ur, for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), í nýj­ustu útgáfu Fjár­mála, rits stofn­un­ar­inn­ar, sem kom út í gær.

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá þá gerði FATF úttekt á frammi­stöðu Íslands varð­andi aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og skil­aði nið­ur­stöðu sinni í apríl 2018. Nið­ur­staðan var, að sögn Unn­ar, „áfell­is­dómur hvað varðar lög­gjöf og fram­kvæmd stjórn­valda í mál­efnum tengdum pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.“

Brátt muni draga til tíð­inda þegar end­an­leg nið­ur­staða FATF liggi fyrir varð­andi hvort Ísland hafi brugð­ist nægi­lega hratt og vel við þeim. „Ljóst er að Fjár­mála­eft­ir­litið mun áfram gera allt hvað það getur til að efla varnir og orð­spor Íslands að þessu leyt­i.“

Áfram í eft­ir­fylgni

Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að Ísland hafi skilað FATF eft­ir­fylgn­is­skýrslu vegna aðgerða sem Ísland hefur gripið til til að bæta varnir sínar gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, snemma í sum­ar. Skýrslan var tekin til umræðu á fundi FATF þann 19. júní síð­ast­lið­inn, en Ísland hafði fram til þess tíma til að bregð­ast við fjöl­mörgum athuga­semdum FATF og sleppa við að vera sett á lista sam­tak­anna yfir ósam­vinnu­þýð ríki.

Auglýsing
Í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið kom fram að unnið sé að loka­út­gáfu skýrsl­unnar og að áætlað sé að hún verði birt á heima­síðu FATF fyrstu vik­una í sept­em­ber. „Efn­is­þættir skýrsl­unnar lúta aðal­lega að fylgni Íslands við til­mæli FATF og er megin nið­ur­staða hennar hækkun á 14 til­mælum og stað­fest­ing á því að Ísland verði áfram í auk­inni eft­ir­fylgni hjá FAT­F.“

Verið að styrkja varn­irnar

Unnur ræddi þessi mál í við­tali við sjón­varps­þátt­inn 21 á Hring­braut fyrr á þessu ári. Þá hafði nýverið birst grein eftir Gylfa Zoega, pró­­fessor í hag­fræð­i, í Vís­bend­ingu sem vakti mikla athygli en þar sagði hann meðal ann­­ars: „„Um þessar mundir eru ýmsir af þeim ein­stak­l­ingum sem tóku virkan þátt í fjár­­­­­mála­æv­in­týr­inu 2003-2008 að snúa aftur til lands­ins. Pen­ingum var í mörgum til­­­vikum komið undan árin 2007-2008 og eru þetta fjár­­­­­magn nú að skila sér til baka, einmitt þegar búið er að gera upp þrotabú hinna föllnu banka upp. Lík­­­­­legt er að a.m.k. einn öfl­­­ugur banki verði í eigu þess­­­ara aðila innan ekki langs tíma ef það hefur ekki gerst nú þeg­­­ar.“

Unnur sagði að Fjár­­­mála­eft­ir­litið gæi ekki fylgst með því beint hvort að pen­ingum sem komið hefði verið með ein­hverjum hætti undan væru nú að not­­ast til að kaupa upp hluti í bönkum en benti á að verið sé að bregð­­ast mjög hart við ábend­ingum um veik­­leika sem tengj­­ast vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti, vegna athuga­semda FATF. „Það er verið að styrkja allt kerfið varð­andi aðgerðir gegn pen­inga­þvætti. Áður var kannski fók­us­inn fyrst og síð­­­ast á fjár­­­mála­­þjón­­ustu en nú er búið að stækka flór­­una. Þannig að það á að vera erf­ið­­ara að nota lista­verka­sala, fast­­eigna­­sala og allt svo­­leiðis til að þvætti pen­inga.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent