Stefán Sveinbjörnsson skipaður stjórn­ar­formaður LIVE

Stefán Svein­björns­son, fram­kvæmda­stjóri VR, hef­ur tekið við for­mennsku í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna af Ólafi Reimari Gunn­ars­syni.

Stefán Sveinbjörnsson, nýr stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stefán Sveinbjörnsson, nýr stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Auglýsing

Stefán Svein­björns­son, fram­kvæmda­stjóri VR, hefur tekið við for­mennsku í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna af Ólafi Reim­ari Gunn­ars­syni. Vara­for­maður stjórn­ar­innar er áfram Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins. Þetta kem­ur fram í til­­kynn­ingu á vef sjóðs­ins.

Ný stjórn sjóðs­ins kom saman til fundar í gær og tóku þá sæti í stjórn­inni fjórir nýir full­trúar VR og einn nýr full­trúi til­nefndur af Kaup­manna­sam­tökum Íslands, en full­trúi sam­tak­anna, Bene­dikt K. Krist­jáns­son, féll frá á liðnu sumri. 

Trún­­að­­ar­brestur vegna hækk­­unar á vöxtum

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna er næst stærsti líf­eyr­is­­­sjóður lands­ins og til­­­­­­­­­nefnir VR helm­ing stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­manna sjóðs­ins en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Heild­­­ar­­­eignir sjóðs­ins voru metnar á 713,5 millj­­­arða króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Hann er mjög umsvifa­­­mik­ill fjár­­­­­festir í íslensku við­­­skipta­­­lífi og á stóran hlut í flestum skráðum félögum hér­­­­­lend­­­is. Verð­­­mætasta hluta­bréfa­­­eign sjóðs­ins er hluti í Mar­el. 

Sjóð­­­ur­inn á einnig stóran hlut í félögum á borð við HB Granda, Reg­inn, Icelandair og Eim­­­skip. Þá er Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna stærsti ein­staki hlut­haf­inn í Kviku banka með 9,49 pró­­­sent hlut

Auglýsing

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­­­ar­­­­­manna ­í júní síð­­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­­­ar­­­­­manna og var að auki sam­­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­menn til­­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­­að­­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­­­samn­ing­i. 

Fjórir nýjir full­trúar VR

Aðgerð félags­ins vakti hörð við­brögð stjórn­ar­manna en í lok síð­ustu viku var greint frá því VR hafi náð sam­komu­lagi við Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna um að þeir stjórn­ar­menn sem nú sitja í stjórn­inni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórn­ar­menn sem VR skip­aði þann 14. ágúst. Þau Guð­rún Johnsen, Bjarni Þór Sig­­­­urðs­­­­son, Helga Ing­­­­ólfs­dóttir og Stefán Svein­­­­björns­­­­son hafa því nú tekið sæti í stjórn­inni.

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs Verzl­un­ar­manna er nú skip­uð:

Bjarni Þór Sig­urðs­son, til­nefndur af VR

Guð­rún Johnsen, til­nefnd af VR

Helga Ing­ólfs­dótt­ir, til­nefnd af VR

Stefán Svein­björns­son for­mað­ur, til­nefndur af VR

Árni Stef­áns­son, til­nefndur af Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að fengnu áliti Við­skipta­ráðs Íslands

Guðný Rósa Þor­varð­ar­dótt­ir, til­nefnd af Félagi atvinnu­rek­enda

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, vara­for­mað­ur, til­nefnd af Sam­tökum iðn­að­ar­ins að fengnu áliti Sam­taka atvinnu­lífs­ins

Mar­grét Sif Haf­steins­dótt­ir, til­nefnd af Kaup­manna­sam­tökum Íslands

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent