Stefán Sveinbjörnsson skipaður stjórn­ar­formaður LIVE

Stefán Svein­björns­son, fram­kvæmda­stjóri VR, hef­ur tekið við for­mennsku í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna af Ólafi Reimari Gunn­ars­syni.

Stefán Sveinbjörnsson, nýr stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stefán Sveinbjörnsson, nýr stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Auglýsing

Stefán Svein­björns­son, fram­kvæmda­stjóri VR, hefur tekið við for­mennsku í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna af Ólafi Reim­ari Gunn­ars­syni. Vara­for­maður stjórn­ar­innar er áfram Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins. Þetta kem­ur fram í til­­kynn­ingu á vef sjóðs­ins.

Ný stjórn sjóðs­ins kom saman til fundar í gær og tóku þá sæti í stjórn­inni fjórir nýir full­trúar VR og einn nýr full­trúi til­nefndur af Kaup­manna­sam­tökum Íslands, en full­trúi sam­tak­anna, Bene­dikt K. Krist­jáns­son, féll frá á liðnu sumri. 

Trún­­að­­ar­brestur vegna hækk­­unar á vöxtum

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna er næst stærsti líf­eyr­is­­­sjóður lands­ins og til­­­­­­­­­nefnir VR helm­ing stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­manna sjóðs­ins en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Heild­­­ar­­­eignir sjóðs­ins voru metnar á 713,5 millj­­­arða króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Hann er mjög umsvifa­­­mik­ill fjár­­­­­festir í íslensku við­­­skipta­­­lífi og á stóran hlut í flestum skráðum félögum hér­­­­­lend­­­is. Verð­­­mætasta hluta­bréfa­­­eign sjóðs­ins er hluti í Mar­el. 

Sjóð­­­ur­inn á einnig stóran hlut í félögum á borð við HB Granda, Reg­inn, Icelandair og Eim­­­skip. Þá er Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna stærsti ein­staki hlut­haf­inn í Kviku banka með 9,49 pró­­­sent hlut

Auglýsing

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­­­ar­­­­­manna ­í júní síð­­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­­­ar­­­­­manna og var að auki sam­­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­menn til­­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­­að­­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­­­samn­ing­i. 

Fjórir nýjir full­trúar VR

Aðgerð félags­ins vakti hörð við­brögð stjórn­ar­manna en í lok síð­ustu viku var greint frá því VR hafi náð sam­komu­lagi við Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna um að þeir stjórn­ar­menn sem nú sitja í stjórn­inni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórn­ar­menn sem VR skip­aði þann 14. ágúst. Þau Guð­rún Johnsen, Bjarni Þór Sig­­­­urðs­­­­son, Helga Ing­­­­ólfs­dóttir og Stefán Svein­­­­björns­­­­son hafa því nú tekið sæti í stjórn­inni.

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs Verzl­un­ar­manna er nú skip­uð:

Bjarni Þór Sig­urðs­son, til­nefndur af VR

Guð­rún Johnsen, til­nefnd af VR

Helga Ing­ólfs­dótt­ir, til­nefnd af VR

Stefán Svein­björns­son for­mað­ur, til­nefndur af VR

Árni Stef­áns­son, til­nefndur af Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að fengnu áliti Við­skipta­ráðs Íslands

Guðný Rósa Þor­varð­ar­dótt­ir, til­nefnd af Félagi atvinnu­rek­enda

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, vara­for­mað­ur, til­nefnd af Sam­tökum iðn­að­ar­ins að fengnu áliti Sam­taka atvinnu­lífs­ins

Mar­grét Sif Haf­steins­dótt­ir, til­nefnd af Kaup­manna­sam­tökum Íslands

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í Nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent