Íslenski hluti Samherja hagnaðist um 8,7 milljarða króna í fyrra

Sá hluti Samherja sem heldur utan um starfsemi sjávarútvegsrisans á Íslandi og í Færeyjum hagnaðist um milljarða í fyrra. Enn á eftir að birta uppgjör fyrir aðra erlenda starfsemi. Eigið fé Samherjasamstæðunnar er komið yfir 100 milljarða króna.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Auglýsing

Tekjur Sam­herja vegna þorra starf­semi félags­ins á Íslandi og í Fær­eyjum voru 43 millj­arðar króna í fyrra og hagn­aður af rekstri starf­sem­innar var 8,7 millj­arðar króna. Eigið fé þess hluta starf­sem­innar var 59,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og jókst um 10,4 millj­arða króna milli ára. Þetta kemur fram í frétt sem birt hefur verið á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. 

Frá og með 30. sept­em­ber 2017 var starf­semi Sam­herja skipt upp í tvennt, inn­lendu starf­sem­ina og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um, sem fer fram undir hatti Sam­herja hf. og erlendu starf­sem­ina sem fer fram í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­ar­hlutir Sam­herja í dótt­ur­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­fest­inga­fé­lagi á Íslandi.

Árs­reikn­ingar félag­anna tveggja hafa ekki verið sendir inn til árs­reikn­inga­skráar enn sem komið er og því er ekki hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um hver afkoma Sam­herja Hold­ing ehf. var í fyrra. 

Auglýsing

Helstu eig­endur Sam­herja eru frænd­­­urn­ir, for­­­stjór­inn Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son og útgerð­­­ar­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­son.

Sam­herji hf. stundar ekki ein­ungis við­skipti með sjáv­ar­af­urð­ir, heldur á félagið einnig stóran hlut í smá­söluris­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­sent eign­ar­hlut.

Eigið fé sam­stæðu komið yfir 100 millj­arða

Sam­herji hagn­að­ist um 14,4 millj­arða króna á árinu 2017 og frá byrjun árs 2011 hefur hagn­aður félags­ins numið tæp­lega 110 millj­örðum króna hið minnsta. Við þann hagnað á eftir að bæta afkomu Sam­herja Hold­ing á árinu 2017. 

Eigin fé Sam­herja í lok árs 2017 var 94,4 millj­arðar króna en við upp­skipt­ingu félags­ins voru 364,6 millj­ónir evra, um 48,7 millj­arðar króna, fluttir yfir í Sam­herji Hold­ing ehf. Það þýðir að eigið fé Sam­herja sam­stæð­unnar er orðið að minnsta kosti 108 millj­arðar króna ef gengið er út frá því að Sam­herji Hold­ing ehf. hafi ekki tapað pen­ingum í fyrra. Þá á auk þess eftir að bæta við hagn­aði þess félags. 

Sam­herji Hold­ing ehf. sýslar þó ekki ein­ungis með eignir félags­ins erlendis í sjáv­ar­út­vegi. Félagið er líka umfangs­mik­ill fjár­festir á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði og er til að mynda stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­skip, með 27,1 pró­sent eign­ar­hlut. Bald­vin Þor­­steins­­son, sonur Þor­­steins Más og fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður Eim­skips og í jan­úar í ár var Vil­helm Már Þor­steins­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­stjóri skipa­fé­lags­ins. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent