Íslenski hluti Samherja hagnaðist um 8,7 milljarða króna í fyrra

Sá hluti Samherja sem heldur utan um starfsemi sjávarútvegsrisans á Íslandi og í Færeyjum hagnaðist um milljarða í fyrra. Enn á eftir að birta uppgjör fyrir aðra erlenda starfsemi. Eigið fé Samherjasamstæðunnar er komið yfir 100 milljarða króna.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Auglýsing

Tekjur Sam­herja vegna þorra starf­semi félags­ins á Íslandi og í Fær­eyjum voru 43 millj­arðar króna í fyrra og hagn­aður af rekstri starf­sem­innar var 8,7 millj­arðar króna. Eigið fé þess hluta starf­sem­innar var 59,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og jókst um 10,4 millj­arða króna milli ára. Þetta kemur fram í frétt sem birt hefur verið á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. 

Frá og með 30. sept­em­ber 2017 var starf­semi Sam­herja skipt upp í tvennt, inn­lendu starf­sem­ina og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um, sem fer fram undir hatti Sam­herja hf. og erlendu starf­sem­ina sem fer fram í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­ar­hlutir Sam­herja í dótt­ur­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­fest­inga­fé­lagi á Íslandi.

Árs­reikn­ingar félag­anna tveggja hafa ekki verið sendir inn til árs­reikn­inga­skráar enn sem komið er og því er ekki hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um hver afkoma Sam­herja Hold­ing ehf. var í fyrra. 

Auglýsing

Helstu eig­endur Sam­herja eru frænd­­­urn­ir, for­­­stjór­inn Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son og útgerð­­­ar­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­son.

Sam­herji hf. stundar ekki ein­ungis við­skipti með sjáv­ar­af­urð­ir, heldur á félagið einnig stóran hlut í smá­söluris­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­sent eign­ar­hlut.

Eigið fé sam­stæðu komið yfir 100 millj­arða

Sam­herji hagn­að­ist um 14,4 millj­arða króna á árinu 2017 og frá byrjun árs 2011 hefur hagn­aður félags­ins numið tæp­lega 110 millj­örðum króna hið minnsta. Við þann hagnað á eftir að bæta afkomu Sam­herja Hold­ing á árinu 2017. 

Eigin fé Sam­herja í lok árs 2017 var 94,4 millj­arðar króna en við upp­skipt­ingu félags­ins voru 364,6 millj­ónir evra, um 48,7 millj­arðar króna, fluttir yfir í Sam­herji Hold­ing ehf. Það þýðir að eigið fé Sam­herja sam­stæð­unnar er orðið að minnsta kosti 108 millj­arðar króna ef gengið er út frá því að Sam­herji Hold­ing ehf. hafi ekki tapað pen­ingum í fyrra. Þá á auk þess eftir að bæta við hagn­aði þess félags. 

Sam­herji Hold­ing ehf. sýslar þó ekki ein­ungis með eignir félags­ins erlendis í sjáv­ar­út­vegi. Félagið er líka umfangs­mik­ill fjár­festir á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði og er til að mynda stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­skip, með 27,1 pró­sent eign­ar­hlut. Bald­vin Þor­­steins­­son, sonur Þor­­steins Más og fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður Eim­skips og í jan­úar í ár var Vil­helm Már Þor­steins­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­stjóri skipa­fé­lags­ins. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent