Ásgeir hættir sem forstjóri HS Orku

Um þremur mánuðum eftir eigendabreytingar í HS Orku hefur verið samið við forstjóra félagsins um starfslok. Hann hefur gegnt starfinu í sex ár en var ráðinn í tíð fyrrverandi meirihlutaeigenda.

Ásgeir Margeirsson.
Ásgeir Margeirsson.
Auglýsing

Ásgeir Mar­geirs­son, sem verið hefur for­stjóri HS Orku í sex ár, hefur kom­ist að sam­komu­lagi um starfs­lok við stjórn félags­ins. Staða for­stjóra verður aug­lýst en Ásgeir mun gegna henni þangað til að nýr for­stjóri tekur við. Ásgeir var ráð­inn for­stjóri í tíð fyrri meiri­hluta­eig­enda, en miklar breyt­ingar hafa orðið á eig­enda­hópi HS Orku á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Í frétt á heima­síðu HS Orku segir Ásgeir að hann hafi leitt félagið í gegnum veru­legar áskor­anir og mikið vaxta­skeið. „Nýr for­stjóri mun taka við góðu búi, framundan eru mik­il­væg og umfangs­mikil verk­efni svo sem að ljúka fram­kvæmdum og gang­setja Brú­ar­virkj­un, fram­kvæmdir við stækkun Reykja­nes­virkj­unar um 30 MW og end­ur­nýjun og stækkun í orku­veri félags­ins í Svarts­engi. Um leið og ég þakka sam­starfs­mönnum frá­bært sam­starf óska ég félag­inu allrar vel­gengni í fram­tíð­inni."

Bjarni Þórður Bjarna­son, sem tók við sem stjórn­ar­for­maður HS Orku fyrir skemmstu segir að Ásgeir hafi um langa hríð verið lyk­il­maður í íslenska orku­iðn­að­inum og leitt fyr­ir­tækið far­sæl­lega í gegnum mikið breyt­inga­skeið. „Eftir stendur mynd­ar­legt fyr­ir­tæki og góður árangur þess hefur end­ur­spegl­ast í ríkum áhuga á félag­inu jafnt frá lán­veit­endum og fjár­fest­um. Stjórn HS Orku þakkar Ásgeiri sér­stak­lega fyrir störf hans í þágu félags­ins."

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir keyptu

Jarð­varmi slhf, félag í eigu 14 íslenska líf­eyr­is­­sjóð, keypti í maí hlut Inn­ergex í HS Orku á 299,9 millj­­ónir dali, eða 37,3 millj­­arða króna á núvirð­i. 

Inn­ergex seldi þar með sænska félagið Magma Sweden til Jarð­varma en Magma átti 53,9 pró­­sent hlut í félag­inu. Með þessu varð Jarð­varmi eig­andi allra hluta í HS Orku, eina íslenska orku­­fyr­ir­tæk­inu sem er í einka­eigu eftir að hafa gengið inn í sölu á hlut fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðs­ins ORK fyrr á þessu ári. Sam­an­lagt greiddi Jarð­varmi 47 millj­­arða króna fyrir hlut­ina, en þeir nema 66,6 pró­­sent af útgefnu hlutafé í HS Orku. Jarð­varmi var að nýta kaup­rétt sinn á hlutum í HS Orku en félagið átti áður 33,4 pró­­sent hlut.

Í kjöl­far­ið  seldi Jarð­varmi síðan helm­ing hluta­fjár í HS orku til breska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Ancala Partners, sem sér­­hæfir sig í inn­­viða­fjár­­­fest­ingum í Evr­­ópu og er að stóru leyti fjár­­­magnað af breskum líf­eyr­is­­sjóð­­um. Áður en að það var gert tók Jarð­varmi þó 30 pró­­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu út úr orku­­fyr­ir­tæki og seldi til nýs félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­­sjóða, Blá­varma slhf., á 15 millj­­arða króna. Miðað við það verð er heild­­ar­virði Bláa lóns­ins 50 millj­­arðar króna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent