Ásgeir hættir sem forstjóri HS Orku

Um þremur mánuðum eftir eigendabreytingar í HS Orku hefur verið samið við forstjóra félagsins um starfslok. Hann hefur gegnt starfinu í sex ár en var ráðinn í tíð fyrrverandi meirihlutaeigenda.

Ásgeir Margeirsson.
Ásgeir Margeirsson.
Auglýsing

Ásgeir Mar­geirs­son, sem verið hefur for­stjóri HS Orku í sex ár, hefur kom­ist að sam­komu­lagi um starfs­lok við stjórn félags­ins. Staða for­stjóra verður aug­lýst en Ásgeir mun gegna henni þangað til að nýr for­stjóri tekur við. Ásgeir var ráð­inn for­stjóri í tíð fyrri meiri­hluta­eig­enda, en miklar breyt­ingar hafa orðið á eig­enda­hópi HS Orku á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Í frétt á heima­síðu HS Orku segir Ásgeir að hann hafi leitt félagið í gegnum veru­legar áskor­anir og mikið vaxta­skeið. „Nýr for­stjóri mun taka við góðu búi, framundan eru mik­il­væg og umfangs­mikil verk­efni svo sem að ljúka fram­kvæmdum og gang­setja Brú­ar­virkj­un, fram­kvæmdir við stækkun Reykja­nes­virkj­unar um 30 MW og end­ur­nýjun og stækkun í orku­veri félags­ins í Svarts­engi. Um leið og ég þakka sam­starfs­mönnum frá­bært sam­starf óska ég félag­inu allrar vel­gengni í fram­tíð­inni."

Bjarni Þórður Bjarna­son, sem tók við sem stjórn­ar­for­maður HS Orku fyrir skemmstu segir að Ásgeir hafi um langa hríð verið lyk­il­maður í íslenska orku­iðn­að­inum og leitt fyr­ir­tækið far­sæl­lega í gegnum mikið breyt­inga­skeið. „Eftir stendur mynd­ar­legt fyr­ir­tæki og góður árangur þess hefur end­ur­spegl­ast í ríkum áhuga á félag­inu jafnt frá lán­veit­endum og fjár­fest­um. Stjórn HS Orku þakkar Ásgeiri sér­stak­lega fyrir störf hans í þágu félags­ins."

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir keyptu

Jarð­varmi slhf, félag í eigu 14 íslenska líf­eyr­is­­sjóð, keypti í maí hlut Inn­ergex í HS Orku á 299,9 millj­­ónir dali, eða 37,3 millj­­arða króna á núvirð­i. 

Inn­ergex seldi þar með sænska félagið Magma Sweden til Jarð­varma en Magma átti 53,9 pró­­sent hlut í félag­inu. Með þessu varð Jarð­varmi eig­andi allra hluta í HS Orku, eina íslenska orku­­fyr­ir­tæk­inu sem er í einka­eigu eftir að hafa gengið inn í sölu á hlut fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðs­ins ORK fyrr á þessu ári. Sam­an­lagt greiddi Jarð­varmi 47 millj­­arða króna fyrir hlut­ina, en þeir nema 66,6 pró­­sent af útgefnu hlutafé í HS Orku. Jarð­varmi var að nýta kaup­rétt sinn á hlutum í HS Orku en félagið átti áður 33,4 pró­­sent hlut.

Í kjöl­far­ið  seldi Jarð­varmi síðan helm­ing hluta­fjár í HS orku til breska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Ancala Partners, sem sér­­hæfir sig í inn­­viða­fjár­­­fest­ingum í Evr­­ópu og er að stóru leyti fjár­­­magnað af breskum líf­eyr­is­­sjóð­­um. Áður en að það var gert tók Jarð­varmi þó 30 pró­­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu út úr orku­­fyr­ir­tæki og seldi til nýs félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­­sjóða, Blá­varma slhf., á 15 millj­­arða króna. Miðað við það verð er heild­­ar­virði Bláa lóns­ins 50 millj­­arðar króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent