Hundrað tonn af spilliefnum frá heimilum enduðu í urðun

Spilliefni eru skaðleg umhverfi, dýrum og fólki en alls enduðu um 120 tonn í urðun árið 2017 sem hluti af blönduðum úrgangi frá heimilum. Sorpa kallar eftir því að almenningur skili spilliefnum í móttökustöðvar Sorpu.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Á hverju ári lenda rúm­lega hund­rað tonn af spilli­efnum í urðun sem hluti af blönd­uðum heim­ilsúr­gang­i. Al­geng­ustu spilli­efnin frá heim­ilum eru meðal ann­ars máln­ing, skor­dýra­eitur lím, raf­hlöð­ur, stíflu­eyðir og lyf en alls henda um 30 pró­sent Íslend­inga lyfjum í rusl, vask eða kló­sett. Sorpa hefur kallað eftir því að ­spilli­efn­um sé skilað í réttan far­veg en tekið er á móti spilli­efnum frá heim­ilum á öllum end­ur­vinnslu­stöðvum Sorp­u. 

Naglalökk og olíu­máln­ing­ar­fötur eru spilli­efni

Sam­kvæmt Hússorp­s­rann­sókn Sorpa frá árinu 2017 fara um 120 tonn af spilli­efnum frá heim­ilum í urð­un. ­Spilli­efni eru efni sem eru skað­leg umhverf­inu, mönnum og dýrum og ítrekar Sorpa því mik­il­vægi þess að spilli­efn­um, í lok­uðum umbúðum með réttum merk­ing­um, sé skilað í end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu. Þeim spilli­efnum er síðan skilað til við­ur­kenndra mót­töku­að­ila þar sem spilli­efnin eru flokkuð og með­höndluð á réttan hátt og komið til eyð­ingar eða í end­ur­vinnslu.

Á vef Sorp­u ­segir jafn­framt að hægt sé að kaupa um­hverf­is­vott­að­ar­ vörur sem hafi ekki jafn skað­leg áhrif á umhverf­ið. Þar á með­al­ eru vörur merktar Svan­inum eða Evr­ópu­blóm­inu. Auk þess er bent á að hægt sé að búa til eigin hreinsi­efni úr til dæmis mat­ar­sóda, sítrónu eða edik­i. 

Auglýsing

Tæpur þriðj­ungur Íslend­inga hendir lyfjum í rusl, kló­sett eða vask 

Lyf eru á meðal algeng­ustu spilli­efna ­sem finna má á heim­ilum en lyf og lyfja­leifar geta valdið skaða og haft ­meng­and­i á­hrif á menn, dýr og umhverfi ef þau ber­ast út í nátt­ur­una. Sam­kvæmt Sorp­u henda 31 pró­sent Íslend­inga lyfjum í rusl, vask eða kló­sett þrátt fyrir að ekki megi henda lyfjum þang­að.

Mynd: PexelsSam­kvæmt Sorpu geta til að mynda sýkla­lyf sem enda í nátt­úr­unni haft þau áhrif að bakt­er­íur verði ónæmar fyrir lyfj­un­um, sem geti leitt til þess að erf­ið­ara verður að ráða við sýk­ingar af því lyfin virka ekki lengur á bakt­er­í­urn­ar. 

Enn frem­ur ­geti lyf sem inni­halda horm­óna eða önnur efni sem orsaka horm­óna­breyt­ingum sem enda í nátt­úr­unni leitt til þess að dýr nái ekki að æxla sig.

Sorpa bendir á að tekið sé á móti gömlum og ónotum lyfjum og umbúðum sem hafa verið í snert­ingu við lyf í öllum apó­tekum og þaðan er þeim komið í örugga eyð­ing­u. 

Mik­il­vægt að textíll og gler endi ekki sorp­tunnum

Í febr­úar á næsta ári tekur gas- og  jarð­gerð­ar­stöð Sorpu til starfa en mark­miðið með stöð­inni er að end­ur­nýta allan líf­rænan úrgang sem fellur til á heim­ilum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem best. 

Fyr­ir­tækið ítrekar þó að til þess að það sé mögu­legt sé mik­il­vægt að þeir efn­is­flokkar sem eiga sér end­ur­nýt­ing­ar­far­veg, til dæmis gler og textíll eða efni sem eru skað­leg umhverf­inu, þar á meðal lyf, spilli­efni og raf­tæki, séu sett í réttan far­veg og endi alls ekki í sorp­tunn­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent