Hundrað tonn af spilliefnum frá heimilum enduðu í urðun

Spilliefni eru skaðleg umhverfi, dýrum og fólki en alls enduðu um 120 tonn í urðun árið 2017 sem hluti af blönduðum úrgangi frá heimilum. Sorpa kallar eftir því að almenningur skili spilliefnum í móttökustöðvar Sorpu.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Á hverju ári lenda rúm­lega hund­rað tonn af spilli­efnum í urðun sem hluti af blönd­uðum heim­ilsúr­gang­i. Al­geng­ustu spilli­efnin frá heim­ilum eru meðal ann­ars máln­ing, skor­dýra­eitur lím, raf­hlöð­ur, stíflu­eyðir og lyf en alls henda um 30 pró­sent Íslend­inga lyfjum í rusl, vask eða kló­sett. Sorpa hefur kallað eftir því að ­spilli­efn­um sé skilað í réttan far­veg en tekið er á móti spilli­efnum frá heim­ilum á öllum end­ur­vinnslu­stöðvum Sorp­u. 

Naglalökk og olíu­máln­ing­ar­fötur eru spilli­efni

Sam­kvæmt Hússorp­s­rann­sókn Sorpa frá árinu 2017 fara um 120 tonn af spilli­efnum frá heim­ilum í urð­un. ­Spilli­efni eru efni sem eru skað­leg umhverf­inu, mönnum og dýrum og ítrekar Sorpa því mik­il­vægi þess að spilli­efn­um, í lok­uðum umbúðum með réttum merk­ing­um, sé skilað í end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu. Þeim spilli­efnum er síðan skilað til við­ur­kenndra mót­töku­að­ila þar sem spilli­efnin eru flokkuð og með­höndluð á réttan hátt og komið til eyð­ingar eða í end­ur­vinnslu.

Á vef Sorp­u ­segir jafn­framt að hægt sé að kaupa um­hverf­is­vott­að­ar­ vörur sem hafi ekki jafn skað­leg áhrif á umhverf­ið. Þar á með­al­ eru vörur merktar Svan­inum eða Evr­ópu­blóm­inu. Auk þess er bent á að hægt sé að búa til eigin hreinsi­efni úr til dæmis mat­ar­sóda, sítrónu eða edik­i. 

Auglýsing

Tæpur þriðj­ungur Íslend­inga hendir lyfjum í rusl, kló­sett eða vask 

Lyf eru á meðal algeng­ustu spilli­efna ­sem finna má á heim­ilum en lyf og lyfja­leifar geta valdið skaða og haft ­meng­and­i á­hrif á menn, dýr og umhverfi ef þau ber­ast út í nátt­ur­una. Sam­kvæmt Sorp­u henda 31 pró­sent Íslend­inga lyfjum í rusl, vask eða kló­sett þrátt fyrir að ekki megi henda lyfjum þang­að.

Mynd: PexelsSam­kvæmt Sorpu geta til að mynda sýkla­lyf sem enda í nátt­úr­unni haft þau áhrif að bakt­er­íur verði ónæmar fyrir lyfj­un­um, sem geti leitt til þess að erf­ið­ara verður að ráða við sýk­ingar af því lyfin virka ekki lengur á bakt­er­í­urn­ar. 

Enn frem­ur ­geti lyf sem inni­halda horm­óna eða önnur efni sem orsaka horm­óna­breyt­ingum sem enda í nátt­úr­unni leitt til þess að dýr nái ekki að æxla sig.

Sorpa bendir á að tekið sé á móti gömlum og ónotum lyfjum og umbúðum sem hafa verið í snert­ingu við lyf í öllum apó­tekum og þaðan er þeim komið í örugga eyð­ing­u. 

Mik­il­vægt að textíll og gler endi ekki sorp­tunnum

Í febr­úar á næsta ári tekur gas- og  jarð­gerð­ar­stöð Sorpu til starfa en mark­miðið með stöð­inni er að end­ur­nýta allan líf­rænan úrgang sem fellur til á heim­ilum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem best. 

Fyr­ir­tækið ítrekar þó að til þess að það sé mögu­legt sé mik­il­vægt að þeir efn­is­flokkar sem eiga sér end­ur­nýt­ing­ar­far­veg, til dæmis gler og textíll eða efni sem eru skað­leg umhverf­inu, þar á meðal lyf, spilli­efni og raf­tæki, séu sett í réttan far­veg og endi alls ekki í sorp­tunn­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent