Hundrað tonn af spilliefnum frá heimilum enduðu í urðun

Spilliefni eru skaðleg umhverfi, dýrum og fólki en alls enduðu um 120 tonn í urðun árið 2017 sem hluti af blönduðum úrgangi frá heimilum. Sorpa kallar eftir því að almenningur skili spilliefnum í móttökustöðvar Sorpu.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Á hverju ári lenda rúmlega hundrað tonn af spilliefnum í urðun sem hluti af blönduðum heimilsúrgangi. Algengustu spilliefnin frá heimilum eru meðal annars málning, skordýraeitur lím, rafhlöður, stíflueyðir og lyf en alls henda um 30 prósent Íslendinga lyfjum í rusl, vask eða klósett. Sorpa hefur kallað eftir því að spilliefnum sé skilað í réttan farveg en tekið er á móti spilliefnum frá heimilum á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu. 

Naglalökk og olíumálningarfötur eru spilliefni

Samkvæmt Hússorpsrannsókn Sorpa frá árinu 2017 fara um 120 tonn af spilliefnum frá heimilum í urðun. Spilliefni eru efni sem eru skaðleg umhverfinu, mönnum og dýrum og ítrekar Sorpa því mikilvægi þess að spilliefnum, í lokuðum umbúðum með réttum merkingum, sé skilað í endurvinnslustöðvar Sorpu. Þeim spilliefnum er síðan skilað til viðurkenndra móttökuaðila þar sem spilliefnin eru flokkuð og meðhöndluð á réttan hátt og komið til eyðingar eða í endurvinnslu.

Á vef Sorpu segir jafnframt að hægt sé að kaupa umhverfisvottaðar vörur sem hafi ekki jafn skaðleg áhrif á umhverfið. Þar á meðal eru vörur merktar Svaninum eða Evrópublóminu. Auk þess er bent á að hægt sé að búa til eigin hreinsiefni úr til dæmis matarsóda, sítrónu eða ediki. 

Auglýsing

Tæpur þriðjungur Íslendinga hendir lyfjum í rusl, klósett eða vask 

Lyf eru á meðal algengustu spilliefna sem finna má á heimilum en lyf og lyfjaleifar geta valdið skaða og haft mengandi áhrif á menn, dýr og umhverfi ef þau berast út í nátturuna. Samkvæmt Sorpu henda 31 prósent Íslendinga lyfjum í rusl, vask eða klósett þrátt fyrir að ekki megi henda lyfjum þangað.

Mynd: PexelsSamkvæmt Sorpu geta til að mynda sýklalyf sem enda í náttúrunni haft þau áhrif að bakteríur verði ónæmar fyrir lyfjunum, sem geti leitt til þess að erfiðara verður að ráða við sýkingar af því lyfin virka ekki lengur á bakteríurnar. 

Enn fremur geti lyf sem innihalda hormóna eða önnur efni sem orsaka hormónabreytingum sem enda í náttúrunni leitt til þess að dýr nái ekki að æxla sig.

Sorpa bendir á að tekið sé á móti gömlum og ónotum lyfjum og umbúðum sem hafa verið í snertingu við lyf í öllum apótekum og þaðan er þeim komið í örugga eyðingu. 

Mikilvægt að textíll og gler endi ekki sorptunnum

Í febrúar á næsta ári tekur gas- og  jarðgerðarstöð Sorpu til starfa en markmiðið með stöðinni er að endurnýta allan lífrænan úrgang sem fellur til á heimilum á höfuðborgarsvæðinu sem best. 

Fyrirtækið ítrekar þó að til þess að það sé mögulegt sé mikilvægt að þeir efnisflokkar sem eiga sér endurnýtingarfarveg, til dæmis gler og textíll eða efni sem eru skaðleg umhverfinu, þar á meðal lyf, spilliefni og raftæki, séu sett í réttan farveg og endi alls ekki í sorptunnum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent