Peningar hafa streymt til Kviku - Ný innlánaþjónusta ástæðan

Ný innlánavara hjá Kviku banka hefur leitt til mikils fjárstreymis til bankans. Hann er nú með 58 milljarða í innlánum.

kvikan.jpg
Auglýsing

Inn­lán við­skipta­vina hafa auk­ist mikið hjá Kviku á skömmum tíma, og er það aðal­lega að þakka nýrri inn­lána­vöru bank­ans, Auði. Aukn­ing inn­lána hefur verið 21 pró­sent á þessu ári og nema þau nú 58 millj­örð­um. Sjóður og inn­stæður í Seðla­banka og rík­is­skulda­bréf nema 38,3 millj­örð­um.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í til­kynn­ingu frá Kviku banka vegna upp­gjörs fyrir fyrri helm­ing árs­ins 2019. 

Hagn­aður Kviku fyrir skatta á fyrri árs­helm­ingi 2019 nam 1.590 millj­ónum króna, sam­an­borið við 1.056 millj­ónir króna á fyrri árs­helm­ingi 2018. 

Auglýsing

Hagn­aður eftir skatta á fyrri árs­helm­ingi 2019 nam 1.455 millj­ónum króna, sam­an­borið við 1.023 millj­ónir króna á fyrri árs­helm­ingi 2018. Arð­semi bank­ans var 23,2 pró­sent og yfir mark­miði bank­ans um 15 pró­sent arð­sem­i. 

Arð­semi eig­in­fjár er mun hærri hjá Kviku en hjá Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­an­um, þar sem hún hefur verið á bil­inu 2 til 7 pró­sent, und­an­farin miss­eri, en að með­al­tali um 6 til 7 pró­sent sé horft yfir und­an­farin fimm ár. 

Kvika er með heild­ar­eignir upp á 114,7 millj­arða króna, en til sam­an­burðar eru heild­ar­eignir þriggja stærstu bank­anna í kringum 3.300 millj­arða.

„Rekstur Kviku á fyrstu sex mán­uðum árs­ins gekk vel og er afkoma umfram áætl­an­ir. Rekstur bank­ans hefur gengið mun betur en rekstr­ar­á­ætl­anir gerðu ráð fyrir og hefur það leitt til þess að afkomu­spá bank­ans er hækkuð fyrir árið. Arð­semi hefur verið góð og hefur meðal ann­ars leitt til þess að eig­in­fjár­staðan er sterk og langt umfram kröf­ur. Sé tekið mið af horfum í rekstri Kviku og afkomu­spá fyrir árið skapar sterk eig­in- og lausa­fjár­staða mikið svig­rúm. Nú þegar hefur aukin inn­koma Kviku á ein­stak­lings­markað aukið sam­keppni. Aukin sam­keppni fjölgar mögu­leikum fyr­ir­tækja og almenn­ings á fjár­mála­mark­aði. Umhverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja þró­ast ört með tækni­breyt­ingum og við það skap­ast ný tæki­færi til að þjón­usta okkar við­skipta­vini og ná fram frek­ari ábata í rekstri,“ segir Mar­inó Örn Tryggva­son, for­stjóri Kviku, í til­kynn­ingu.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent