Vilja leyfa gæludýr í almenningsvögnum

Gert er ráð fyrir að heimild til að hafa gæludýr í almenningsvögnum í þéttbýli verði bundin við hunda og ketti – sem og nagdýr, fugla, kanínur, froska, skrautfiska, skriðdýr og skordýr.

adorable-animal-breed-2387921.jpg
Auglýsing

Fyrir liggja drög að breyt­ingu á reglu­gerð um holl­ustu­hætti um að heim­ila að gælu­dýr verði leyfð í almenn­ings­vögnum í þétt­býli að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­um. Drögin má finna í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en hægt er að skila inn umsögn til 13. sept­em­ber næst­kom­andi.

Fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar kveða á um að heil­brigð­is­nefnd geti heim­ilað að gælu­dýr séu leyfð í almenn­ings­vögnum í þétt­býli að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­um, meðal ann­ars á hvaða tíma dags heim­ilt sé að ferð­ast með gælu­dýr í vögn­un­um, hvar gælu­dýr mega vera í vögn­unum og hvernig umbún­aður dýra skuli hátt­að.

Gert er ráð fyrir að heim­ildin verði bundin við hunda og ketti sem skráðir eru í sam­ræmi við sam­þykktir um hunda- og katta­hald í hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lög­um, sem og nag­dýr, fugla, kan­ín­ur, froska, skraut­fiska, skrið­dýr og skor­dýr, enda sé heim­ilt að halda umrædd dýr á Íslandi.

Auglýsing

Séu gælu­dýr heim­iluð skal hengja upp upp­lýs­ingar þess efnis á áber­andi stað á vagn­inum sjálf­um, innan sem utan, og aug­lýsa ræki­lega þær reglur og skil­yrði sem far­þegar og gælu­dýr þurfa að upp­fylla.

Stræt­is­vagnar Strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa frá 1. mars 2018 haft und­an­þágu frá reglum um að dýr megi ekki flytja í almennum far­þega­rýmum sam­göngu­tækja. Und­an­þágan var veitt vegna verk­efnis Strætós um efl­ingu almenn­ings­sam­gangna. Þá segir í drög­unum að á grund­velli jákvæðrar reynslu af verk­efn­inu sé nú áformað að heim­ila í reglu­gerð flutn­ing á gælu­dýrum að upp­fylltum ofan­greindum skil­yrð­um.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent