Sigríður Ingibjörg ráðin hagfræðingur BSRB

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar hefur verið ráðin sem hagfræðingur BSRB.

Sigríður Ingibjörg.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur verið ráðin í stöðu hag­fræð­ings BSRB, heild­ar­sam­taka stétt­ar­fé­laga starfs­manna í almanna­þjón­ustu, og hefur störf í dag. Sig­ríður starf­aði áður á hag­deild Alþýðu­sam­bands Íslands, sem sér­fræð­ingur í félags­mála­ráðu­neyt­inu og sem sér­fræð­ingur á þjóð­hags­reikn­inga­sviði Hag­stof­unn­ar. 

Þá sat hún á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una í sjö ár, frá 2009 og fram að haust­kosn­ing­unum 2016, og var um tíma for­maður fjár­laga­nefndar á árunum 2011-2012. Hún var einnig for­maður vel­ferð­ar­nefndar frá 2012-2013 og á árunum 2013-2016. 

Hún bauð sig einnig fram til for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni í mars 2015, gegn þá sitj­andi for­manni Árna Páli Árna­syni. Fram­­boð hennar barst skömmu ­fyrir lands­fund og því gátu ein­ungis lands­­full­­trúar kosið í for­­manns­­kosn­­ing­unum í stað þess að alls­herj­­­ar­at­­kvæða­greiðsla færi fram sem allir flokks­­menn gætu tekið þátt í. Nið­­ur­­staðan varð sú að Árni Páll sigr­aði með einu atkvæði, hlaut 241 atkvæði en Sig­ríð­ur  240.

Auglýsing

Sig­ríður hefur nýlokið meist­ara­námi í stjórnun og opin­berri stefnu­mótun við Gold­man School of Public Policy við Kali­forn­íu­há­skóla í Berkeley í Banda­ríkj­un­um. Fyrir var hún með meistara­gráðu í við­skipta- og hag­fræði frá Upp­sala-há­skóla í Sví­þjóð.

Í frétt um ráðn­ing­una á heima­síðu BSRB er haft eftir Sonju Ýr Þor­bergs­dótt­ur, for­manni sam­tak­anna, að þau séu heppin að fá Sig­ríði til liðs við sig. „Hennar víð­tæka reynsla mun nýt­ast okkur vel í yfir­stand­andi kjara­við­ræðum og í öðrum stórum verk­efnum sem eru fram und­an.“

Sig­ríður segir sjálf að það sé ánægju­legt að bæt­ast í hóp starfs­manna BSRB og vinna að hags­munum um 22 þús­und félags­manna banda­lags­ins. „Þetta eru spenn­andi tímar, kjara­við­ræður í fullum gangi og mikil vinna fram undan hjá banda­lag­inu. Ég hlakka til að takast á við verk­efnin og kynn­ast öllu því góða fólki sem starfar hjá aðild­ar­fé­lögum BSR­B.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent