Þriðji orkupakkinn samþykktur

Eftir miklar umræður um þriðja orkupakkann var hann samþykktur á Alþingi Íslendinga í dag.

Aðkvæðagreiðsla - Þrðji orkupakkinn Mynd: Skjáskot/Alþingi
Auglýsing

Þriðji orku­pakk­inn var sam­þykkur á Alþingi í dag. 46 þing­menn greiddu atkvæði með honum og 13 á móti. Málið hefur verið sér­stak­lega fyr­ir­ferða­mikið á Alþingi en mál­inu var frestað í vor og boðað var sér­stak­lega til þings til að klára málið í lok ágúst. And­staða Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins var áber­andi en umræður um þriðja orku­pakk­ann stóðu yfir í um 150 klukku­stundir á Alþingi og er það lengsta umræða í sögu þings­ins.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, stigu í pontu og gerðu grein fyrir atkvæði sínu en þau greiddu með þriðja orku­pakk­an­um. Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, greiddi atkvæði gegn mál­inu.

Kallað var af þing­pöllum fram í fyrir Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu en hún og þing­menn flokks­ins greiddu atkvæði með þriðja orku­pakk­an­um. Guð­jón S. Brjáns­son, fyrsti vara­for­seti Alþing­is, bað gesti góð­fús­lega að hafa hljóð á þing­fundi.

Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, greiddi einnig með orku­pakk­an­um, eins og aðrir þing­menn flokks­ins, og sagði hann pakk­ann hlúa að risa­stórum samn­ingum við Evr­ópu­sam­band­ið. Vegna umræð­unnar væri ekki verið að ganga gegn stjórn­ar­skrá.

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, sagði að ekk­ert í orku­pakk­anum myndi tak­marka for­ræði íslenska rík­is­ins gagn­vart nátt­úru­auð­lindum lands­ins og greiddi hún með pakk­an­um. 

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna, tók til máls og sagði að þau í þing­flokknum tækju mið af sér­fræði­á­litum og umræðu og að eftir sem áður væri fullt for­ræði yfir raf­orku­auð­lindum lands­ins. Allir þing­menn VG greiddu með pakk­an­um.

Í upp­hafi skyldi end­inn skoða

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, sagði að í upp­hafi skyldi end­inn skoða. Ljóst væri að áherslan væri á sam­eig­in­legan innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins og sagði hún því nei til pakk­an­um.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, greiddi jafn­framt gegn þriðja orku­pakk­an­um, sem og aðrir þing­menn flokks­ins.

Telur málið stand­ast sjórn­ar­skrá

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gerði grein fyrir sínu atkvæði og sagði hún þriðja orku­pakk­ann ekki hættu­legan Íslandi og taldi hún hann stand­ast stjórn­ar­skrá. Með honum væri neyt­enda­vernd tryggð.

Helgi Hrafn Gunn­laungs­son, þing­maður Pírata, benti á að ekk­ert væri sam­þykkt með pakk­anum nema inni­haldi hans. Eng­inn vafi væri á að málið stæð­ist stjórn­ar­skrá. Hann greiddi með þriðja orku­pakk­an­um. Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, greiddi aftur á móti atkvæði gegn þriðja orku­pakk­an­um.

Afhenti vara­for­seta und­ir­skriftir gegn pakk­anum

Full­trúar Orkunnar okkar afhentu fyrsta vara­for­seta þings­ins hátt í 17 þús­und und­ir­skriftir gegn þriðja orku­pakk­anum áður en þing­fundur hófst í morg­un.

Boðað var til mót­mæla gegn þriðja orku­pakk­an­um, sem hófst á sama tíma og þing­fund­ur­inn, eða klukkan 10:30 í morg­un. Frosti Sig­ur­jóns­son, einn full­trúa Orkunnar okk­ar, sagði í sam­tali við RÚV að um 16.800 manns hefðu skrifað und­ir.

Aðgreina flutn­ings­­kerfi frá öðrum rekstri á orku­­mark­aði

Í þriðja orku­pakk­­anum felst meðal ann­­ars að aðgreina flutn­ings­­kerfi frá öðrum rekstri á orku­­mark­aði. Það þýðir að orku­­fyr­ir­tækin mega ekki lengur eiga Lands­­net, það fyr­ir­tæki sem ann­­ast flutn­ing raf­­orku og stjórnun raf­­orku­­kerfa á Íslandi.

Ísland fékk þó und­an­þágu frá þessu ákvæði pakk­ans og landið ræður sjálft hvernig eign­­ar­haldi Lands­­net eigi að vera. Í febr­­úar síð­ast­liðnum var til­­kynnt um að við­ræður standi yfir á milli rík­­is­ins og Lands­­virkj­unar um kaup á Lands­­neti. Gangi þau áform eftir fer eign­­ar­haldið frá fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu rík­­is­ins til rík­­is­ins. Gangi þau ekki eftir verður það áfram í höndum rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins.

Auk­inn réttur neyt­enda til að fá upp­lýs­ingar

Í pakk­­anum felst líka að inn­­­leidd eru ákvæði um sjálf­­stæði raf­­orku­eft­ir­lits. Innan Evr­­ópu­­sam­­bands­ins verður það vald hjá eft­ir­lits­­stofn­un­inni ACER. Fyrir Ísland munu þær afmörk­uðu heim­ildir sem ACER fær á orku­­mark­aði Evr­­ópu­­sam­­bands­ins hins vegar vera hjá Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ES­A), þar sem fjöl­margar aðrar eft­ir­lits­heim­ildir eru nú þeg­­ar.

Þá felst í þriðja orku­­pakk­­anum aukin neyt­enda­vernd, það er ákvæði hans fela í sér auk­inn rétt neyt­enda til að fá upp­­lýs­ingar og aukin rétt til að skipta um orku­­sala. Þriðji orku­­pakk­inn kemur einnig inn á mik­il­vægi þess að koma í veg fyrir orku­skort og inn­i­heldur heim­ildir til að grípa til ráð­staf­ana til að tryggja öruggt fram­­boð á raf­­orku fyrir almenn­ing.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum
Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Þorsteinn Már Baldvinsson er hættur sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Molar
Molar
Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak
Kjarninn 18. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér
Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun
Kjarninn 18. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent