Þriðji orkupakkinn samþykktur

Eftir miklar umræður um þriðja orkupakkann var hann samþykktur á Alþingi Íslendinga í dag.

Aðkvæðagreiðsla - Þrðji orkupakkinn Mynd: Skjáskot/Alþingi
Auglýsing

Þriðji orku­pakk­inn var sam­þykkur á Alþingi í dag. 46 þing­menn greiddu atkvæði með honum og 13 á móti. Málið hefur verið sér­stak­lega fyr­ir­ferða­mikið á Alþingi en mál­inu var frestað í vor og boðað var sér­stak­lega til þings til að klára málið í lok ágúst. And­staða Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins var áber­andi en umræður um þriðja orku­pakk­ann stóðu yfir í um 150 klukku­stundir á Alþingi og er það lengsta umræða í sögu þings­ins.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, stigu í pontu og gerðu grein fyrir atkvæði sínu en þau greiddu með þriðja orku­pakk­an­um. Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, greiddi atkvæði gegn mál­inu.

Kallað var af þing­pöllum fram í fyrir Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu en hún og þing­menn flokks­ins greiddu atkvæði með þriðja orku­pakk­an­um. Guð­jón S. Brjáns­son, fyrsti vara­for­seti Alþing­is, bað gesti góð­fús­lega að hafa hljóð á þing­fundi.

Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, greiddi einnig með orku­pakk­an­um, eins og aðrir þing­menn flokks­ins, og sagði hann pakk­ann hlúa að risa­stórum samn­ingum við Evr­ópu­sam­band­ið. Vegna umræð­unnar væri ekki verið að ganga gegn stjórn­ar­skrá.

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, sagði að ekk­ert í orku­pakk­anum myndi tak­marka for­ræði íslenska rík­is­ins gagn­vart nátt­úru­auð­lindum lands­ins og greiddi hún með pakk­an­um. 

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna, tók til máls og sagði að þau í þing­flokknum tækju mið af sér­fræði­á­litum og umræðu og að eftir sem áður væri fullt for­ræði yfir raf­orku­auð­lindum lands­ins. Allir þing­menn VG greiddu með pakk­an­um.

Í upp­hafi skyldi end­inn skoða

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, sagði að í upp­hafi skyldi end­inn skoða. Ljóst væri að áherslan væri á sam­eig­in­legan innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins og sagði hún því nei til pakk­an­um.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, greiddi jafn­framt gegn þriðja orku­pakk­an­um, sem og aðrir þing­menn flokks­ins.

Telur málið stand­ast sjórn­ar­skrá

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gerði grein fyrir sínu atkvæði og sagði hún þriðja orku­pakk­ann ekki hættu­legan Íslandi og taldi hún hann stand­ast stjórn­ar­skrá. Með honum væri neyt­enda­vernd tryggð.

Helgi Hrafn Gunn­laungs­son, þing­maður Pírata, benti á að ekk­ert væri sam­þykkt með pakk­anum nema inni­haldi hans. Eng­inn vafi væri á að málið stæð­ist stjórn­ar­skrá. Hann greiddi með þriðja orku­pakk­an­um. Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, greiddi aftur á móti atkvæði gegn þriðja orku­pakk­an­um.

Afhenti vara­for­seta und­ir­skriftir gegn pakk­anum

Full­trúar Orkunnar okkar afhentu fyrsta vara­for­seta þings­ins hátt í 17 þús­und und­ir­skriftir gegn þriðja orku­pakk­anum áður en þing­fundur hófst í morg­un.

Boðað var til mót­mæla gegn þriðja orku­pakk­an­um, sem hófst á sama tíma og þing­fund­ur­inn, eða klukkan 10:30 í morg­un. Frosti Sig­ur­jóns­son, einn full­trúa Orkunnar okk­ar, sagði í sam­tali við RÚV að um 16.800 manns hefðu skrifað und­ir.

Aðgreina flutn­ings­­kerfi frá öðrum rekstri á orku­­mark­aði

Í þriðja orku­pakk­­anum felst meðal ann­­ars að aðgreina flutn­ings­­kerfi frá öðrum rekstri á orku­­mark­aði. Það þýðir að orku­­fyr­ir­tækin mega ekki lengur eiga Lands­­net, það fyr­ir­tæki sem ann­­ast flutn­ing raf­­orku og stjórnun raf­­orku­­kerfa á Íslandi.

Ísland fékk þó und­an­þágu frá þessu ákvæði pakk­ans og landið ræður sjálft hvernig eign­­ar­haldi Lands­­net eigi að vera. Í febr­­úar síð­ast­liðnum var til­­kynnt um að við­ræður standi yfir á milli rík­­is­ins og Lands­­virkj­unar um kaup á Lands­­neti. Gangi þau áform eftir fer eign­­ar­haldið frá fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu rík­­is­ins til rík­­is­ins. Gangi þau ekki eftir verður það áfram í höndum rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins.

Auk­inn réttur neyt­enda til að fá upp­lýs­ingar

Í pakk­­anum felst líka að inn­­­leidd eru ákvæði um sjálf­­stæði raf­­orku­eft­ir­lits. Innan Evr­­ópu­­sam­­bands­ins verður það vald hjá eft­ir­lits­­stofn­un­inni ACER. Fyrir Ísland munu þær afmörk­uðu heim­ildir sem ACER fær á orku­­mark­aði Evr­­ópu­­sam­­bands­ins hins vegar vera hjá Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ES­A), þar sem fjöl­margar aðrar eft­ir­lits­heim­ildir eru nú þeg­­ar.

Þá felst í þriðja orku­­pakk­­anum aukin neyt­enda­vernd, það er ákvæði hans fela í sér auk­inn rétt neyt­enda til að fá upp­­lýs­ingar og aukin rétt til að skipta um orku­­sala. Þriðji orku­­pakk­inn kemur einnig inn á mik­il­vægi þess að koma í veg fyrir orku­skort og inn­i­heldur heim­ildir til að grípa til ráð­staf­ana til að tryggja öruggt fram­­boð á raf­­orku fyrir almenn­ing.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent