Samþykkt að vísa tillögu um útsvar á fjármagnstekjur til borgarráðs

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins fagnar niðurstöðunni.

Sanna Magdalena Mörtudóttir
Auglýsing

„Gleði­frétt­ir! Sam­þykkt að vinna áfram með til­lögu sós­í­alista með útsvarið á fjár­magnstekjur og henni vísað til borg­ar­ráðs til frek­ari skoð­un­ar.“

Þetta segir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósílista­flokks­ins, á Face­book síðu sinni, um til­lögu er varðar útsvars­tekjur sveit­ar­fé­laga af fjár­magnstekj­u­m. 

Til­laga Sönnu, sem nú hefur verið vísað til borg­ar­ráðs, snýst um að fela þeim borg­­ar­­full­­trúum sem sitja fyrir hönd Reykja­vík­­­ur­­borgar í stjórn Sam­­bands íslenskra sveit­­ar­­fé­laga að leggja fyrir stjórn þess, til­­lögu um álagn­ingu útsvars á fjár­­­magnstekj­­ur. Ástæða þess að hún vill taka til­­lög­una fyrir á vett­vangi Sam­­bands­ins er sú að sveit­­ar­­fé­lög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi. „Hafi ein­stak­l­ingur ein­ungis fjár­­­magnstekjur en engar launa­­tekjur greiðir við­kom­andi ekk­ert útsvar til við­kom­andi sveit­­ar­­fé­lags sem hann býr í. Þ.e.a.s. við­kom­andi greiðir því ekki í sam­eig­in­­legan sjóð borgar eða bæjar líkt og launa­­fólk við­kom­andi sveit­­ar­­fé­lags. Til að vinna gegn þessu ósam­ræmi í skatt­lagn­ingu og til að efla tekju­­stofna sveit­­ar­­fé­lag­anna er mik­il­vægt að leggja útsvar á fjár­­­magnstekj­­ur,“ segir í grein­ar­gerð með til­lög­unni.

Auglýsing

Stað­greiðsla skatta af launa­­tekjum er á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­­sent að útsvari með­­­töldu en fjár­­­magnstekju­skattur er 22 pró­­sent. Þeir sem hafa tekjur sínar af fjár­­­magni þurfa ekki að greiða útsvar af þeim tekj­u­m. 

Drífa Snædal, for­­seti Alþýð­u­­sam­­bands Íslands, hefur tekið undir með Sönnu og sagt það skyn­­sam­­legt að leggja útsvar á fjár­­­magnstekj­ur. Það sé „óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til sveit­­ar­­fé­laga. Við hin borgum þá í stað­inn leik­­skóla, grunn­­skóla, göt­u­lýs­ingu, gist­i­­skýli, menn­ing­­ar­­stofn­an­ir, umönnun aldr­aðra og veikra og allt annað sem útsvarið okkar fer í.“ 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent