„Viss lífsstíll að meta aðeins eigin störf merkileg og mikilvæg“

Formaður Eflingar gagnrýnir umræðu um há laun bæjarstjóra og veltir fyrir sér hugtökum á borð við ábyrgð og vinnusemi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, fjallar um laun bæj­ar­stjóra í leið­ara tíma­rits Efl­ingar sem kom út núna í byrjun sept­em­ber.

Þá tekur hún orð Aldísar Haf­steins­dótt­ur, for­manns Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, fyrir en hún sagði í Viku­lok­unum á Rás 1 laug­ar­dag­inn 24. ágúst síð­ast­lið­inn – þegar umræðan barst að háum launum bæj­ar­stjóra og ann­arra sveit­ar­stjórn­enda – að það að vera bæj­ar­stjóri væri á vissan hátt lífs­stíll.

„Með þessum orðum vís­aði hún til ábyrgðar og þess tíma sem fer í að sinna starfs­skyld­um. Gunnar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar, hæst laun­aði bæj­ar­stjóri lands­ins bauð upp á sams­konar mál­flutn­ing þegar hann sagði í við­tali við Rík­is­út­varpið að hann væri í vinn­unni 24 tíma á sól­ar­hring og bæri mikla ábyrgð,“ skrifar Sól­veig Anna.

Auglýsing

Verðum ekki lengur hissa á sjálfs­upp­hafn­ing­unni

For­maður Efl­ingar gefur ekki mikið fyrir þessar útskýr­ingar á háum launum bæj­ar­stjóra og segir að Íslend­ingar séu búin að heyra þessa plötu svo æði oft, um ábyrgð­ina og vinnu­sem­ina, að „við verðum ekki lengur hissa á sjálfs­upp­hafn­ing­unni og sjálfs­rétt­læt­ing­unn­i.“

Sól­veig Anna segir að í ljósi hug­taka eins og ábyrgðar og vinnu­semi sé jafn­framt áhuga­vert að velta fyrir sér ann­ars vegar því ábyrgð­ar­leysi sem fólkið innan vébanda Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga hafi leyft sér nú í sumar þegar það tók ákvörðun um að greiða ekki 105.000 krónur inn­á­greiðslu til félags­manna Efl­ingar og ann­arra félaga innan Starfs­greina­sam­bands­ins vegna kom­andi kjara­samn­inga, ætl­aða til þess að létta lág­launa fólki bið­ina eftir þeim launa­hækk­unum sem þegar hefur samist um á almenna mark­aðn­um, og hins vegar ábyrgð­ina sem lág­launa­stéttir sveit­ar­fé­lag­anna sann­ar­lega axli á hverjum ein­asta degi í störfum sín­um.

„Ábyrgð sem á end­anum er svo lít­ils metin að fólkið með völdin gefur ekk­ert fyrir hana, þrátt fyrir að þau viti auð­vitað að án allra þess­ara vinn­andi handa væru engin sveit­ar­fé­lög til að stjórna, engin ofur­laun til að skammta sjálfum sér. Ábyrgð sem allir íbúar sveit­ar­fé­lag­anna treysta á að sé tekin af þeim sem vinna vinn­una en er engu að síður aldrei nokkurn tím­ann metin að verð­leik­um.“

Áhuga­leysið fyr­ir­sjá­an­legt

Hún bendir á að á Íslandi búi nú 356.991 mann­eskja – sem sé fámennur hópur í ríku landi. „En þrátt fyrir þessar aug­ljósu stað­reynd­ir, fámennið og auð­inn, er önnur stað­reynd sú að nákvæm­lega eng­inn vilji er til staðar hjá yfir­stétt hins opin­bera til að deila gæð­unum af rétt­læti og með jöfnuð í huga. Þó að yfir­stétt hins opin­bera hafi öll tæki­færi til að hefja það verð­uga og nauð­syn­lega verk­efni að bæta kjör og vinnu­að­stæður lág­launa­fólks virð­ist eng­inn áhugi vera á því innan þeirra raða. Áhuga­leysið er þyngra en tárum taki en því miður jafn fyr­ir­sjá­an­legt og árlegt sjálfs­hólið um ábyrgð­ina og vinnu­sem­ina,“ skrifar hún.

Sól­veig Anna segir það vera vissan lífs­stíl að meta aðeins eigin störf merki­leg og mik­il­væg. Það sé viss lífs­stíll að láta hneykslun almenn­ings á fárán­legum launa­mun sem vind um eyru þjóta, viss lífs­stíll að bíða af sér gagn­rýn­ina ár hvert og halda svo áfram eins og ekk­ert hafi í skorist. Það sé viss lífs­stíll að gera ekk­ert til að vinna gegn mis­skipt­ingu, viss lífs­stíll að auka hana mark­visst.

„Ef að það er satt, að bæj­ar­stjórar sinni vinn­unni sinni 24 klukku­tíma á sól­ar­hring, er þá ekki hægt að ætl­ast til þess að þeir taki ein­hverja af þessu klukku­tímum og noti til þess að setja sig í spor lág­launa­fólks­ins sem af sam­visku­semi sinnir störfum sín­um, oft undir gríð­ar­legu álagi og við erf­iðar aðstæð­ur? Er ekki hægt að ætl­ast til þess að þeir sýni aðstæðum þeirra sem halda sveit­ar­fé­lög­unum gang­andi með vinnu sinni, ein­hvern skiln­ing? Er það á end­anum ekki sjálf­sögð og eðli­leg krafa að þeir, með alla sína ábyrgð, fari loks­ins líka að vinna fyrir fólkið sem vinnur vinn­una? Eða er það kannski lífs­stíll sem hentar ekki ofur­laun­uðum bæj­ar­stjórum Íslands?“ spyr hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent