„Viss lífsstíll að meta aðeins eigin störf merkileg og mikilvæg“

Formaður Eflingar gagnrýnir umræðu um há laun bæjarstjóra og veltir fyrir sér hugtökum á borð við ábyrgð og vinnusemi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, fjallar um laun bæj­ar­stjóra í leið­ara tíma­rits Efl­ingar sem kom út núna í byrjun sept­em­ber.

Þá tekur hún orð Aldísar Haf­steins­dótt­ur, for­manns Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, fyrir en hún sagði í Viku­lok­unum á Rás 1 laug­ar­dag­inn 24. ágúst síð­ast­lið­inn – þegar umræðan barst að háum launum bæj­ar­stjóra og ann­arra sveit­ar­stjórn­enda – að það að vera bæj­ar­stjóri væri á vissan hátt lífs­stíll.

„Með þessum orðum vís­aði hún til ábyrgðar og þess tíma sem fer í að sinna starfs­skyld­um. Gunnar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar, hæst laun­aði bæj­ar­stjóri lands­ins bauð upp á sams­konar mál­flutn­ing þegar hann sagði í við­tali við Rík­is­út­varpið að hann væri í vinn­unni 24 tíma á sól­ar­hring og bæri mikla ábyrgð,“ skrifar Sól­veig Anna.

Auglýsing

Verðum ekki lengur hissa á sjálfs­upp­hafn­ing­unni

For­maður Efl­ingar gefur ekki mikið fyrir þessar útskýr­ingar á háum launum bæj­ar­stjóra og segir að Íslend­ingar séu búin að heyra þessa plötu svo æði oft, um ábyrgð­ina og vinnu­sem­ina, að „við verðum ekki lengur hissa á sjálfs­upp­hafn­ing­unni og sjálfs­rétt­læt­ing­unn­i.“

Sól­veig Anna segir að í ljósi hug­taka eins og ábyrgðar og vinnu­semi sé jafn­framt áhuga­vert að velta fyrir sér ann­ars vegar því ábyrgð­ar­leysi sem fólkið innan vébanda Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga hafi leyft sér nú í sumar þegar það tók ákvörðun um að greiða ekki 105.000 krónur inn­á­greiðslu til félags­manna Efl­ingar og ann­arra félaga innan Starfs­greina­sam­bands­ins vegna kom­andi kjara­samn­inga, ætl­aða til þess að létta lág­launa fólki bið­ina eftir þeim launa­hækk­unum sem þegar hefur samist um á almenna mark­aðn­um, og hins vegar ábyrgð­ina sem lág­launa­stéttir sveit­ar­fé­lag­anna sann­ar­lega axli á hverjum ein­asta degi í störfum sín­um.

„Ábyrgð sem á end­anum er svo lít­ils metin að fólkið með völdin gefur ekk­ert fyrir hana, þrátt fyrir að þau viti auð­vitað að án allra þess­ara vinn­andi handa væru engin sveit­ar­fé­lög til að stjórna, engin ofur­laun til að skammta sjálfum sér. Ábyrgð sem allir íbúar sveit­ar­fé­lag­anna treysta á að sé tekin af þeim sem vinna vinn­una en er engu að síður aldrei nokkurn tím­ann metin að verð­leik­um.“

Áhuga­leysið fyr­ir­sjá­an­legt

Hún bendir á að á Íslandi búi nú 356.991 mann­eskja – sem sé fámennur hópur í ríku landi. „En þrátt fyrir þessar aug­ljósu stað­reynd­ir, fámennið og auð­inn, er önnur stað­reynd sú að nákvæm­lega eng­inn vilji er til staðar hjá yfir­stétt hins opin­bera til að deila gæð­unum af rétt­læti og með jöfnuð í huga. Þó að yfir­stétt hins opin­bera hafi öll tæki­færi til að hefja það verð­uga og nauð­syn­lega verk­efni að bæta kjör og vinnu­að­stæður lág­launa­fólks virð­ist eng­inn áhugi vera á því innan þeirra raða. Áhuga­leysið er þyngra en tárum taki en því miður jafn fyr­ir­sjá­an­legt og árlegt sjálfs­hólið um ábyrgð­ina og vinnu­sem­ina,“ skrifar hún.

Sól­veig Anna segir það vera vissan lífs­stíl að meta aðeins eigin störf merki­leg og mik­il­væg. Það sé viss lífs­stíll að láta hneykslun almenn­ings á fárán­legum launa­mun sem vind um eyru þjóta, viss lífs­stíll að bíða af sér gagn­rýn­ina ár hvert og halda svo áfram eins og ekk­ert hafi í skorist. Það sé viss lífs­stíll að gera ekk­ert til að vinna gegn mis­skipt­ingu, viss lífs­stíll að auka hana mark­visst.

„Ef að það er satt, að bæj­ar­stjórar sinni vinn­unni sinni 24 klukku­tíma á sól­ar­hring, er þá ekki hægt að ætl­ast til þess að þeir taki ein­hverja af þessu klukku­tímum og noti til þess að setja sig í spor lág­launa­fólks­ins sem af sam­visku­semi sinnir störfum sín­um, oft undir gríð­ar­legu álagi og við erf­iðar aðstæð­ur? Er ekki hægt að ætl­ast til þess að þeir sýni aðstæðum þeirra sem halda sveit­ar­fé­lög­unum gang­andi með vinnu sinni, ein­hvern skiln­ing? Er það á end­anum ekki sjálf­sögð og eðli­leg krafa að þeir, með alla sína ábyrgð, fari loks­ins líka að vinna fyrir fólkið sem vinnur vinn­una? Eða er það kannski lífs­stíll sem hentar ekki ofur­laun­uðum bæj­ar­stjórum Íslands?“ spyr hún að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent