Fjárlagafrumvarp: Tekjuskattur og tryggingagjald lækka

Ríkissjóður verður rekinn í jafnvæði á þessu ári. Heildartekjur ríkissjóðs verða 920 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi en ráðist verður í margskonar aðgerðir til að mæta niðursveiflu í efnahagslífinu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Auglýsing

Rík­is­sjóður verður rek­inn í jafn­vægi á næsta ári, árið 2020. Áætl­aðar tekjur eru 920 millj­arðar króna en áætluð gjöld, bæði frum­gjöld og vaxta­gjöld, eru áætluð 919 millj­arðar króna. Þar með er stað­fest að fallið hefur verið frá fyrri áformum um að reka rík­is­sjóð með afgangi, líkt og kort­lagt var í end­ur­skoð­aðri fjár­mála­á­ætlun sem kynnt var fyrr á þessu ári. Ástæðan er sá sam­dráttur í efna­hags­líf­inu sem hefur orðið í ár, mest megnis vegna gjald­þrots WOW air og loðnu­brests.

Þetta kemur fram í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020 sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í morg­un. Í frétt á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna frum­varps­ins segir að sam­dráttur í fyr­ir­hug­uðum afgangi á rekstri rík­is­sjóðs sé ákveð­inn „til þess að skapa skil­yrði fyrir hag­kerfið til að leita fyrr jafn­vægis og fá fót­festu fyrir nýtt hag­vaxt­ar­skeið, með það að leið­ar­ljósi að stuðla að stöð­ug­leika og bættum lífs­kjör­u­m.“

Fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyrir því að skuldir rík­is­ins fari niður í 22 pró­sent á næsta ári. Í áður­nefndri frétt segir að svig­rúm rík­is­sjóðs til þess að bregð­ast við hæg­ari gangi í hag­þró­un­inni megi „fyrst og fremst þakka agaðri fjár­mála­stjórn und­an­geng­inna ára. Jákvæð afkoma, stöð­ug­leika­fram­lög vegna los­unar fjár­magns­hafta og aðrar óreglu­legar tekjur á borð við arð­greiðslur hafa nýst til að lækka skuldir rík­is­ins veru­lega.“

Tekju­skattar og trygg­inga­gjald lækka

Á meðal helstu tíð­inda sem er að finna í frum­varp­inu er að áform um að lækka tekju­skatt ein­stak­linga hefur verið flýtt. Þar segir að breyt­ing­arnar muni alls fela í sér 21 millj­arða króna minni álögur þegar þær verða að fullu inn­leidd­ar, sem sam­svari um tíu pró­sent af tekjum rík­is­ins af tekju­skatti ein­stak­linga. „Lækk­unin kemur að fullu fram á tveimur árum en ekki þremur eins og áður hafði verið boð­að. Tekju­skatts­lækk­unin eyk­ur­ ráð­stöf­un­ar­tekjur og einka­neyslu heim­il­anna. Stuðlar hún þannig að efna­hags­leg­um ­stöð­ug­leika, bæði vegna tíma­setn­ing­ar­innar í hag­sveifl­unni og hás sparn­að­ar­hlut­falls heim­il­anna.“ 

Auglýsing
Því mun lækk­unin koma að fullu til fram­kvæmda á árunum 2020 og 2021, en ekki frá 2020 til 2022 eins og áður hafði verið stefnt að. Áætlað er að þegar lækk­unin er að fullu komin til fram­kvæmda, árið 2021, muni ráð­stöf­un­ar­tekjur tækju­lægstu ein­stak­ling­anna hækka um 120 þús­und krón­ur, sam­kvæmt kynn­ingu á frum­varp­inu.

Þá kemur fram í frum­varp­inu að seinni hluti 0,5 pró­sentu­stiga lækk­unar á trygg­inga­gjaldi muni koma til fram­kvæmda á næsta ári. Trygg­inga­gjaldið verður því komið í 6,35 pró­sent um kom­andi ára­mót. 

Hluti lífs­kjara­samn­inga­lof­orðs­ins efndur

Þegar skrifað var undir hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga í apríl var ein meg­in­for­senda þess að verka­lýðs­fé­lög sem fara með samn­ings­um­boð fyrir um helm­ing íslensks vinnu­mark­aðar skrif­uðu undir sú að rík­is­stjórnin lagði fram langað lof­orða­lista um aðgerðir sem hún ætl­aði að grípa til svo hægt yrði að nást saman um hóf­legar launa­hækk­an­ir. Kostn­aður vegna aðgerð­anna var met­inn á um 80 millj­arða króna á samn­ings­tíma­bil­inu.

Í fjár­laga­frum­varp­inu er boðað að ráð­ast í aðgerðir sem muni fela í sér um 16 millj­arða króna kostnað á árinu 2020. „Auk breyt­inga á tekju­skatts­kerf­inu sem kynntar voru í aðdrag­anda kjara­samn­inga, fela aðgerðir rík­is­ins í sér lengra fæð­ing­ar­or­lof, hærri barna­bætur og fjöl­margar aðgerðir til að auð­velda íbúð­ar­kaup. Flestar þess­ara aðgerða koma til fram­kvæmda á árinu 2020 og birt­ast í auknum fram­lög­um, einkum til félags- og hús­næð­is­mála.“

Aukin opin­ber fjár­fest­ing

Til að takast á við nið­ur­sveifl­una í hag­kerf­inu eru boðuð umtals­verð aukn­ing í opin­berri fjár­fest­ingu. Sam­kvæmt fjár­lögum yfir­stand­andi árs er áætlað að fjár­fest­ing 2019 verði sam­tals 67,2 millj­arðar króna. Á næsta ári er áætlað að hún verði 78,4 millj­arðar króna og auk­ist því um 11,2 millj­arða króna milli ára. Frá 2017 hefur hún auk­ist um rúma 27 millj­arða króna að raun­gild­i. 

Á meðal stórra verk­efna sem standa yfir eða ráð­ist verður í eru fjár­fest­ingar í sam­göngum upp á 28 millj­arða króna, auk­inn kraftur í upp­bygg­ingu nýs Lands­spít­ala upp á 8,5 millj­arða króna, kaup á þyrlum fyrir Land­helg­is­gæsl­una, fram­lög vegna smíði nýs haf­rann­sókn­ar­skips og bygg­ing Húss íslensk­unn­ar. 

Ýmsar aðgerðir fjár­magn­aðar

Í frétt um frum­varpið á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að með því verði tryggður fram­gangur til margra góðra mála. „Þannig má nefna að breyt­ingar á LÍN eru fjár­magn­að­ar, ráð­ist verður í aðgerðir til auka nýliðun kenn­ara og efla starfs­nám og fram­lög til vís­inda- og rann­sókna­sam­starfs verða auk­in. 

Framundan er stór­sókn í vega­málum og stefnt er að kostn­að­ar­þátt­töku í flug­far­gjöldum inn­an­lands fyrir íbúa lands­byggð­ar­inn­ar. 

Orku­skipti verða styrkt með skattaí­viln­unum og styrkjum úr Orku­sjóði. Fram­lög til lofts­lagslags­mála hækka og renna meðal ann­ars til bind­ingar kolefnis með skóg­rækt, land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is, en einnig aukast fram­lög til land­vörslu og mið­há­lend­is­þjóð­garðs. 

Und­ir­búnar verða aðgerðir sem miða að því að bæta mönnun í hjúkr­un, áfram verður unnið að efl­ingu heilsu­gæsl­unnar sem fyrsta við­komu­stað­ar, og upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma. 

Unnið er að því að auka gæði í þjón­ustu við fötluð börn og for­eldra þeirra og fram­lög aukin í sam­ræmi við fyrri áform til að bæta kjör öryrkja. Stuðlað verður að atvinnu­þátt­töku aldr­aðra, réttur for­eldra til fæð­ing­ar­or­lofs lengdur og fram­lög til barna­bóta auk­in. 

Einnig verða fram­lög tryggð til hús­næð­is­mála í tengslum við nýlega lífs­kjara­samn­inga og boð­aðar eru aðgerðir til að bregð­ast við hús­næð­is­vanda á lands­byggð­inn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent