Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hann muni sækjast eftir embætti ritara flokksins á flokkráðsfundi Sjálfstæðismanna þann 14. september næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is en Jón greindi frá ákvörðuninni á fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í morgun.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur stigið til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins en í ljós kom í vikunni að hún myndi taka við nýju embætti í dómsmálaráðuneytinu.
Lægi fyrr dauður en að taka að sér starf ritara
Bollalengingar hafa verið uppi hvort Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, muni verða ritari flokksins en í stöðuuppfærslu á Facebook sló hann það út af borðinu.
Brynjar sagðist hafa séð frétt þar sem fullyrt væri að hann myndi taka við starfi ritara Sjálfstæðisflokksins af Áslaugu nú eða taka við sem formaður utanríkismálanefndar.
„Fyrr lægi ég dauður en að taka að mér starf ritara og tæplega með meðvitund samþykkti ég að verða formaður utanríkismálanefndar,“ skrifaði Brynjar.
Sá frétt á Hringbraut um að ég myndi verða annað hvort ritari Sjálfstæðisflokksins eða formaður utanríkismálanefndar....
Posted by Brynjar Níelsson on Friday, September 6, 2019