Jón Gunnarsson vill verða rit­ari Sjálfstæðisflokksins

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða ritari flokksins. Brynjar Níelsson hefur sagt að fyrr lægi hann dauður en að taka að sér starfið.

Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur til­kynnt að hann muni sækj­ast eftir emb­ætti rit­­ara flokks­ins á flokkráðs­fundi Sjálf­­stæð­is­manna þann 14. sept­­em­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is en Jón greindi frá ákvörð­un­inni á fundi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Kópa­vogi í morg­un.

Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, hefur stigið til hliðar sem rit­­ari Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins en í ljós kom í vik­unni að hún myndi taka við nýju emb­ætti í dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Lægi fyrr dauður en að taka að sér starf rit­­ara

Bolla­leng­ingar hafa verið uppi hvort Brynj­ar Ní­els­­son, þing­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, muni verða rit­ari flokks­ins en í stöðu­upp­færslu á Face­book sló hann það út af borð­inu.

Auglýsing

Brynj­ar sag­ð­ist hafa séð frétt þar sem full­yrt væri að hann myndi taka við starfi rit­­ara Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins af Áslaugu nú eða taka við sem for­maður ut­an­­rík­­is­­mála­­nefnd­­ar.

„Fyrr lægi ég dauður en að taka að mér starf rit­­ara og tæp­­lega með með­vit­und sam­þykkti ég að verða for­maður ut­an­­rík­­is­­mála­­nefnd­­ar,“ skrif­aði Brynj­­ar.

Sá frétt á Hring­braut um að ég myndi verða annað hvort rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins eða for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar....

Posted by Brynjar Níels­son on Fri­day, Sept­em­ber 6, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent