Ráðgjafakostnaðurinn 1,4 milljarðar

Fjármálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, um ýmis mál er tengjast Eignasafni Seðlabanka Íslands.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Kostn­aður Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ) og dótt­ur­fé­laga, vegna kaupa á ráð­gjafa­þjón­ustu, nam 1,4 millj­örðum króna á árunum 2012 til og með fyrri­hluta árs 2019. Ekki er getið um hvernig þessi kostn­aður skipt­ist milli sér­fræð­inga, en tekið er fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, að rík leynd sé um starf­semi Seðla­banka Íslands sam­kvæmt lög­um. 

Ráðgjafakostnaður ESÍ og dótturfélaga, eins og hann er gefinn upp í svari ráðherra.Birgir lagði ell­efu spurn­ingar fyrir Bjarna, er vörð­uðu starf­semi ESÍ og dótt­ur­fé­laga, og þá meðal ann­ars um við­skipti með kröfur í bú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja. 

Meðal þess sem fram kemur í svörum Bjarna er að ESÍ og dótt­ur­fé­lög, hafi í ein­hverjum til­vikum átt við­skipti með kröfur þar sem aflands­fé­lög komu við sögu.  

Auglýsing

„Hefur ESÍ nýtt sér aflands­fé­lög eða átt í við­skiptum við slík félög? Ef svo er, í hvaða til­gangi og um hvaða félög er að ræða? 

ESÍ hefur ekki nýtt sér aflands­fé­lög í sínum rekstri. Í ein­hverjum til­fellum hefur ESÍ átt við­skipt­i/­sam­skipti við slík félög vegna úrvinnslu á kröfum og fulln­ustu­eignum í eigu félags­ins,“ segir meðal ann­ars í svar ráð­herra. 

Birgir spurði meðal ann­ars hvernig hefði verið farið með kröfur í bú Spari­sjóða­bank­ans, en bank­inn féll í fjár­mála­hrun­inu, meðal ann­ars vegna umfangs­mik­illa veð­lána­við­skipta við Seðla­bank­ann. 

Hvaða heim­ild hafði ESÍ til að kaupa aðrar kröfur en þær sem lentu í eigu Seðla­banka Íslands eftir hrun bank­anna? 

ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess voru félög um fulln­ustu eigna. Í því felst að félögin þurftu að ganga að trygg­ing­um, umbreyta þeim og ráð­ast í ýmsar aðgerðir til varnar hags­munum sín­um. Þetta fól óhjá­kvæmi­lega í sér umsýslu og úrvinnslu eigna sem mið­aði að því að hámarka virði trygg­inga og lág­marka tap Seðla­banka Íslands af hrun­inu. Þá leiðir það bein­línis af heim­ildum Seðla­banka Íslands til við­skipta, gegn fram­lögðum trygg­ing­um, sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 36/2001, að bank­anum er heim­ilt að stýra og að end­ingu koma í verð fulln­ustu­eign­um/­trygg­ingum sem kunna að falla til bank­ans. Seðla­banki Íslands þarf ekki sér­stakar heim­ildir til þess að tak­marka tjón sitt í til­vikum þar sem hann þarf að koma í verð eignum sem lagðar hafa verið fram til trygg­ingar í við­skiptum bank­ans. Skiptir í því sam­bandi ekki máli hvers eðlis eignin er, enda er grund­vall­ar­at­riðið hið sama í öllum til­vik­um; að lög­gjaf­inn hefur gert ráð fyrir slíku fyrst hann veitir bank­anum lög­bundnar heim­ildir til útlána gegn trygg­ing­um. Upp­lýs­ingar um verð og selj­endur ein­stakra eigna getur Seðla­banki Íslands ekki látið af hendi með vísan til sjón­ar­miða um þagn­ar­skyldu. Að öðru leyti er vísað til árs­reikn­inga ESÍ,“ segir í svari ráð­herra, sem hefur verið birt á vef Alþing­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent