Ráðgjafakostnaðurinn 1,4 milljarðar

Fjármálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, um ýmis mál er tengjast Eignasafni Seðlabanka Íslands.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Kostn­aður Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ) og dótt­ur­fé­laga, vegna kaupa á ráð­gjafa­þjón­ustu, nam 1,4 millj­örðum króna á árunum 2012 til og með fyrri­hluta árs 2019. Ekki er getið um hvernig þessi kostn­aður skipt­ist milli sér­fræð­inga, en tekið er fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, að rík leynd sé um starf­semi Seðla­banka Íslands sam­kvæmt lög­um. 

Ráðgjafakostnaður ESÍ og dótturfélaga, eins og hann er gefinn upp í svari ráðherra.Birgir lagði ell­efu spurn­ingar fyrir Bjarna, er vörð­uðu starf­semi ESÍ og dótt­ur­fé­laga, og þá meðal ann­ars um við­skipti með kröfur í bú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja. 

Meðal þess sem fram kemur í svörum Bjarna er að ESÍ og dótt­ur­fé­lög, hafi í ein­hverjum til­vikum átt við­skipti með kröfur þar sem aflands­fé­lög komu við sögu.  

Auglýsing

„Hefur ESÍ nýtt sér aflands­fé­lög eða átt í við­skiptum við slík félög? Ef svo er, í hvaða til­gangi og um hvaða félög er að ræða? 

ESÍ hefur ekki nýtt sér aflands­fé­lög í sínum rekstri. Í ein­hverjum til­fellum hefur ESÍ átt við­skipt­i/­sam­skipti við slík félög vegna úrvinnslu á kröfum og fulln­ustu­eignum í eigu félags­ins,“ segir meðal ann­ars í svar ráð­herra. 

Birgir spurði meðal ann­ars hvernig hefði verið farið með kröfur í bú Spari­sjóða­bank­ans, en bank­inn féll í fjár­mála­hrun­inu, meðal ann­ars vegna umfangs­mik­illa veð­lána­við­skipta við Seðla­bank­ann. 

Hvaða heim­ild hafði ESÍ til að kaupa aðrar kröfur en þær sem lentu í eigu Seðla­banka Íslands eftir hrun bank­anna? 

ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess voru félög um fulln­ustu eigna. Í því felst að félögin þurftu að ganga að trygg­ing­um, umbreyta þeim og ráð­ast í ýmsar aðgerðir til varnar hags­munum sín­um. Þetta fól óhjá­kvæmi­lega í sér umsýslu og úrvinnslu eigna sem mið­aði að því að hámarka virði trygg­inga og lág­marka tap Seðla­banka Íslands af hrun­inu. Þá leiðir það bein­línis af heim­ildum Seðla­banka Íslands til við­skipta, gegn fram­lögðum trygg­ing­um, sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 36/2001, að bank­anum er heim­ilt að stýra og að end­ingu koma í verð fulln­ustu­eign­um/­trygg­ingum sem kunna að falla til bank­ans. Seðla­banki Íslands þarf ekki sér­stakar heim­ildir til þess að tak­marka tjón sitt í til­vikum þar sem hann þarf að koma í verð eignum sem lagðar hafa verið fram til trygg­ingar í við­skiptum bank­ans. Skiptir í því sam­bandi ekki máli hvers eðlis eignin er, enda er grund­vall­ar­at­riðið hið sama í öllum til­vik­um; að lög­gjaf­inn hefur gert ráð fyrir slíku fyrst hann veitir bank­anum lög­bundnar heim­ildir til útlána gegn trygg­ing­um. Upp­lýs­ingar um verð og selj­endur ein­stakra eigna getur Seðla­banki Íslands ekki látið af hendi með vísan til sjón­ar­miða um þagn­ar­skyldu. Að öðru leyti er vísað til árs­reikn­inga ESÍ,“ segir í svari ráð­herra, sem hefur verið birt á vef Alþing­is.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent