Ráðgjafakostnaðurinn 1,4 milljarðar

Fjármálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, um ýmis mál er tengjast Eignasafni Seðlabanka Íslands.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Kostn­aður Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ) og dótt­ur­fé­laga, vegna kaupa á ráð­gjafa­þjón­ustu, nam 1,4 millj­örðum króna á árunum 2012 til og með fyrri­hluta árs 2019. Ekki er getið um hvernig þessi kostn­aður skipt­ist milli sér­fræð­inga, en tekið er fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, að rík leynd sé um starf­semi Seðla­banka Íslands sam­kvæmt lög­um. 

Ráðgjafakostnaður ESÍ og dótturfélaga, eins og hann er gefinn upp í svari ráðherra.Birgir lagði ell­efu spurn­ingar fyrir Bjarna, er vörð­uðu starf­semi ESÍ og dótt­ur­fé­laga, og þá meðal ann­ars um við­skipti með kröfur í bú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja. 

Meðal þess sem fram kemur í svörum Bjarna er að ESÍ og dótt­ur­fé­lög, hafi í ein­hverjum til­vikum átt við­skipti með kröfur þar sem aflands­fé­lög komu við sögu.  

Auglýsing

„Hefur ESÍ nýtt sér aflands­fé­lög eða átt í við­skiptum við slík félög? Ef svo er, í hvaða til­gangi og um hvaða félög er að ræða? 

ESÍ hefur ekki nýtt sér aflands­fé­lög í sínum rekstri. Í ein­hverjum til­fellum hefur ESÍ átt við­skipt­i/­sam­skipti við slík félög vegna úrvinnslu á kröfum og fulln­ustu­eignum í eigu félags­ins,“ segir meðal ann­ars í svar ráð­herra. 

Birgir spurði meðal ann­ars hvernig hefði verið farið með kröfur í bú Spari­sjóða­bank­ans, en bank­inn féll í fjár­mála­hrun­inu, meðal ann­ars vegna umfangs­mik­illa veð­lána­við­skipta við Seðla­bank­ann. 

Hvaða heim­ild hafði ESÍ til að kaupa aðrar kröfur en þær sem lentu í eigu Seðla­banka Íslands eftir hrun bank­anna? 

ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess voru félög um fulln­ustu eigna. Í því felst að félögin þurftu að ganga að trygg­ing­um, umbreyta þeim og ráð­ast í ýmsar aðgerðir til varnar hags­munum sín­um. Þetta fól óhjá­kvæmi­lega í sér umsýslu og úrvinnslu eigna sem mið­aði að því að hámarka virði trygg­inga og lág­marka tap Seðla­banka Íslands af hrun­inu. Þá leiðir það bein­línis af heim­ildum Seðla­banka Íslands til við­skipta, gegn fram­lögðum trygg­ing­um, sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 36/2001, að bank­anum er heim­ilt að stýra og að end­ingu koma í verð fulln­ustu­eign­um/­trygg­ingum sem kunna að falla til bank­ans. Seðla­banki Íslands þarf ekki sér­stakar heim­ildir til þess að tak­marka tjón sitt í til­vikum þar sem hann þarf að koma í verð eignum sem lagðar hafa verið fram til trygg­ingar í við­skiptum bank­ans. Skiptir í því sam­bandi ekki máli hvers eðlis eignin er, enda er grund­vall­ar­at­riðið hið sama í öllum til­vik­um; að lög­gjaf­inn hefur gert ráð fyrir slíku fyrst hann veitir bank­anum lög­bundnar heim­ildir til útlána gegn trygg­ing­um. Upp­lýs­ingar um verð og selj­endur ein­stakra eigna getur Seðla­banki Íslands ekki látið af hendi með vísan til sjón­ar­miða um þagn­ar­skyldu. Að öðru leyti er vísað til árs­reikn­inga ESÍ,“ segir í svari ráð­herra, sem hefur verið birt á vef Alþing­is.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent