Sigurður Ingi: Fara verður eftir íslenskum reglum og kjarasamningum

Samgönguráðherra telur skynsamlegast að bíða með miklar yfirlýsingar um áform Michele Ballarin um að endurreisa WOW air.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra telur skyn­sam­leg­ast að bíða með miklar yfir­lýs­ingar um áform Michele Ball­arin um að end­ur­reisa WOW air og hefja að nýju áætl­un­ar­flug til og frá Íslandi. Þetta segir hann í sam­tali við RÚV.

„Ég er svo sem fyrst og fremst glaður yfir því að það er áhugi hjá flug­fé­lögum heims að fljúga til og frá Íslandi. Nú er þetta kannski meira í píp­unum og við í ráðu­neyt­inu höfum ekki fengið neinar fregnir af þessu aðrar en þær sem við lesum í fjöl­miðl­um. Þannig að ég tel nú kannski skyn­sam­leg­ast að bíða með yfir­lýs­ing­ar,“ segir hann.

Ráð­herr­ann segir að tryggja verði að farið verði eftir íslenskum reglum og íslenskum kjara­samn­ing­um, verði af áformum um end­ur­reisn WOW.

Auglýsing

„Eins og hlut­irnir eru þá þurfa menn að sækja um rekstra­leyfi til Sam­göngu­stofu og þurfa að upp­fylla þar all­nokkur skil­yrði um flug­ör­yggi og allan búnað en líka um rekstr­ar­hæfi. Ég treysti því mjög vel að mitt fólk hjá Sam­göngu­stofu sinni því verk­efni af fullum þunga. Ef um verður að ræða íslenskt félag held ég að það sé mjög mik­il­vægt að um það gildi íslenskir kjara­samn­ing­ar,“ segir hann við RÚV. 

WOW air flýgur fyrsta flugið í októ­ber

Fram kom í fréttum í gær að WOW air myndi hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air. Fyrsta flugið er áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber.

Michele Ball­ar­in Mynd: Bára Huld Beck

Stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem fyrr­nefnd Michele Ball­­­ar­in. Hún hafði áður gert til­­raun, og náð samn­ingum um, að kaupa eignir WOW air.

­Á­ætl­­­anir nýrra eig­enda að WOW air vöru­­merk­inu gera ráð fyrir vax­andi umsvifum þegar líður á kom­andi vetur og aukin áhersla verður lögð á þátt vöru­­flutn­inga í starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Kaup­verðið óljóst

­Kaup­verðið á þeim eignum sem USA­a­er­ospace Associ­ates LLC kaupa er trún­­að­­ar­­mál og Ball­­­arin vildi á blaða­manna­fundi í gær ekki gefa upp hvert það er. Hún sagði hins vegar að fyr­ir­tæki hennar væri mjög fjár­­hags­­lega sterkt, að þar væru engar skuldir heldur ein­ungis eigið fé. Það væri því næg­i­­lega sterkt til að standa á bak­við WOW air til lang­frama. Kaupin fara fram í gegnum íslenskt félag.

Höf­uð­­stöðvar WOW air verða á Was­hington Dul­­les flug­­vell­inum í Banda­­ríkj­unum en félagið verður með aðstöðu á flug­­vell­inum í Kefla­vík og með skrif­­stofu í Reykja­vík.

Ball­­­arin sagði þó að ekki lægi fyrir hvar til að mynda skatta­­legt heim­il­is­­festi WOW air yrði. Fundið yrði út úr því í nán­­ustu fram­­tíð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent