Sigurður Ingi: Fara verður eftir íslenskum reglum og kjarasamningum

Samgönguráðherra telur skynsamlegast að bíða með miklar yfirlýsingar um áform Michele Ballarin um að endurreisa WOW air.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra telur skyn­sam­leg­ast að bíða með miklar yfir­lýs­ingar um áform Michele Ball­arin um að end­ur­reisa WOW air og hefja að nýju áætl­un­ar­flug til og frá Íslandi. Þetta segir hann í sam­tali við RÚV.

„Ég er svo sem fyrst og fremst glaður yfir því að það er áhugi hjá flug­fé­lögum heims að fljúga til og frá Íslandi. Nú er þetta kannski meira í píp­unum og við í ráðu­neyt­inu höfum ekki fengið neinar fregnir af þessu aðrar en þær sem við lesum í fjöl­miðl­um. Þannig að ég tel nú kannski skyn­sam­leg­ast að bíða með yfir­lýs­ing­ar,“ segir hann.

Ráð­herr­ann segir að tryggja verði að farið verði eftir íslenskum reglum og íslenskum kjara­samn­ing­um, verði af áformum um end­ur­reisn WOW.

Auglýsing

„Eins og hlut­irnir eru þá þurfa menn að sækja um rekstra­leyfi til Sam­göngu­stofu og þurfa að upp­fylla þar all­nokkur skil­yrði um flug­ör­yggi og allan búnað en líka um rekstr­ar­hæfi. Ég treysti því mjög vel að mitt fólk hjá Sam­göngu­stofu sinni því verk­efni af fullum þunga. Ef um verður að ræða íslenskt félag held ég að það sé mjög mik­il­vægt að um það gildi íslenskir kjara­samn­ing­ar,“ segir hann við RÚV. 

WOW air flýgur fyrsta flugið í októ­ber

Fram kom í fréttum í gær að WOW air myndi hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air. Fyrsta flugið er áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber.

Michele Ball­ar­in Mynd: Bára Huld Beck

Stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem fyrr­nefnd Michele Ball­­­ar­in. Hún hafði áður gert til­­raun, og náð samn­ingum um, að kaupa eignir WOW air.

­Á­ætl­­­anir nýrra eig­enda að WOW air vöru­­merk­inu gera ráð fyrir vax­andi umsvifum þegar líður á kom­andi vetur og aukin áhersla verður lögð á þátt vöru­­flutn­inga í starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Kaup­verðið óljóst

­Kaup­verðið á þeim eignum sem USA­a­er­ospace Associ­ates LLC kaupa er trún­­að­­ar­­mál og Ball­­­arin vildi á blaða­manna­fundi í gær ekki gefa upp hvert það er. Hún sagði hins vegar að fyr­ir­tæki hennar væri mjög fjár­­hags­­lega sterkt, að þar væru engar skuldir heldur ein­ungis eigið fé. Það væri því næg­i­­lega sterkt til að standa á bak­við WOW air til lang­frama. Kaupin fara fram í gegnum íslenskt félag.

Höf­uð­­stöðvar WOW air verða á Was­hington Dul­­les flug­­vell­inum í Banda­­ríkj­unum en félagið verður með aðstöðu á flug­­vell­inum í Kefla­vík og með skrif­­stofu í Reykja­vík.

Ball­­­arin sagði þó að ekki lægi fyrir hvar til að mynda skatta­­legt heim­il­is­­festi WOW air yrði. Fundið yrði út úr því í nán­­ustu fram­­tíð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent