Sigurður Ingi: Fara verður eftir íslenskum reglum og kjarasamningum

Samgönguráðherra telur skynsamlegast að bíða með miklar yfirlýsingar um áform Michele Ballarin um að endurreisa WOW air.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra telur skyn­sam­leg­ast að bíða með miklar yfir­lýs­ingar um áform Michele Ball­arin um að end­ur­reisa WOW air og hefja að nýju áætl­un­ar­flug til og frá Íslandi. Þetta segir hann í sam­tali við RÚV.

„Ég er svo sem fyrst og fremst glaður yfir því að það er áhugi hjá flug­fé­lögum heims að fljúga til og frá Íslandi. Nú er þetta kannski meira í píp­unum og við í ráðu­neyt­inu höfum ekki fengið neinar fregnir af þessu aðrar en þær sem við lesum í fjöl­miðl­um. Þannig að ég tel nú kannski skyn­sam­leg­ast að bíða með yfir­lýs­ing­ar,“ segir hann.

Ráð­herr­ann segir að tryggja verði að farið verði eftir íslenskum reglum og íslenskum kjara­samn­ing­um, verði af áformum um end­ur­reisn WOW.

Auglýsing

„Eins og hlut­irnir eru þá þurfa menn að sækja um rekstra­leyfi til Sam­göngu­stofu og þurfa að upp­fylla þar all­nokkur skil­yrði um flug­ör­yggi og allan búnað en líka um rekstr­ar­hæfi. Ég treysti því mjög vel að mitt fólk hjá Sam­göngu­stofu sinni því verk­efni af fullum þunga. Ef um verður að ræða íslenskt félag held ég að það sé mjög mik­il­vægt að um það gildi íslenskir kjara­samn­ing­ar,“ segir hann við RÚV. 

WOW air flýgur fyrsta flugið í októ­ber

Fram kom í fréttum í gær að WOW air myndi hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air. Fyrsta flugið er áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber.

Michele Ball­ar­in Mynd: Bára Huld Beck

Stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem fyrr­nefnd Michele Ball­­­ar­in. Hún hafði áður gert til­­raun, og náð samn­ingum um, að kaupa eignir WOW air.

­Á­ætl­­­anir nýrra eig­enda að WOW air vöru­­merk­inu gera ráð fyrir vax­andi umsvifum þegar líður á kom­andi vetur og aukin áhersla verður lögð á þátt vöru­­flutn­inga í starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Kaup­verðið óljóst

­Kaup­verðið á þeim eignum sem USA­a­er­ospace Associ­ates LLC kaupa er trún­­að­­ar­­mál og Ball­­­arin vildi á blaða­manna­fundi í gær ekki gefa upp hvert það er. Hún sagði hins vegar að fyr­ir­tæki hennar væri mjög fjár­­hags­­lega sterkt, að þar væru engar skuldir heldur ein­ungis eigið fé. Það væri því næg­i­­lega sterkt til að standa á bak­við WOW air til lang­frama. Kaupin fara fram í gegnum íslenskt félag.

Höf­uð­­stöðvar WOW air verða á Was­hington Dul­­les flug­­vell­inum í Banda­­ríkj­unum en félagið verður með aðstöðu á flug­­vell­inum í Kefla­vík og með skrif­­stofu í Reykja­vík.

Ball­­­arin sagði þó að ekki lægi fyrir hvar til að mynda skatta­­legt heim­il­is­­festi WOW air yrði. Fundið yrði út úr því í nán­­ustu fram­­tíð.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent