Sigurður Ingi: Fara verður eftir íslenskum reglum og kjarasamningum

Samgönguráðherra telur skynsamlegast að bíða með miklar yfirlýsingar um áform Michele Ballarin um að endurreisa WOW air.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra telur skyn­sam­leg­ast að bíða með miklar yfir­lýs­ingar um áform Michele Ball­arin um að end­ur­reisa WOW air og hefja að nýju áætl­un­ar­flug til og frá Íslandi. Þetta segir hann í sam­tali við RÚV.

„Ég er svo sem fyrst og fremst glaður yfir því að það er áhugi hjá flug­fé­lögum heims að fljúga til og frá Íslandi. Nú er þetta kannski meira í píp­unum og við í ráðu­neyt­inu höfum ekki fengið neinar fregnir af þessu aðrar en þær sem við lesum í fjöl­miðl­um. Þannig að ég tel nú kannski skyn­sam­leg­ast að bíða með yfir­lýs­ing­ar,“ segir hann.

Ráð­herr­ann segir að tryggja verði að farið verði eftir íslenskum reglum og íslenskum kjara­samn­ing­um, verði af áformum um end­ur­reisn WOW.

Auglýsing

„Eins og hlut­irnir eru þá þurfa menn að sækja um rekstra­leyfi til Sam­göngu­stofu og þurfa að upp­fylla þar all­nokkur skil­yrði um flug­ör­yggi og allan búnað en líka um rekstr­ar­hæfi. Ég treysti því mjög vel að mitt fólk hjá Sam­göngu­stofu sinni því verk­efni af fullum þunga. Ef um verður að ræða íslenskt félag held ég að það sé mjög mik­il­vægt að um það gildi íslenskir kjara­samn­ing­ar,“ segir hann við RÚV. 

WOW air flýgur fyrsta flugið í októ­ber

Fram kom í fréttum í gær að WOW air myndi hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air. Fyrsta flugið er áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber.

Michele Ball­ar­in Mynd: Bára Huld Beck

Stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem fyrr­nefnd Michele Ball­­­ar­in. Hún hafði áður gert til­­raun, og náð samn­ingum um, að kaupa eignir WOW air.

­Á­ætl­­­anir nýrra eig­enda að WOW air vöru­­merk­inu gera ráð fyrir vax­andi umsvifum þegar líður á kom­andi vetur og aukin áhersla verður lögð á þátt vöru­­flutn­inga í starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Kaup­verðið óljóst

­Kaup­verðið á þeim eignum sem USA­a­er­ospace Associ­ates LLC kaupa er trún­­að­­ar­­mál og Ball­­­arin vildi á blaða­manna­fundi í gær ekki gefa upp hvert það er. Hún sagði hins vegar að fyr­ir­tæki hennar væri mjög fjár­­hags­­lega sterkt, að þar væru engar skuldir heldur ein­ungis eigið fé. Það væri því næg­i­­lega sterkt til að standa á bak­við WOW air til lang­frama. Kaupin fara fram í gegnum íslenskt félag.

Höf­uð­­stöðvar WOW air verða á Was­hington Dul­­les flug­­vell­inum í Banda­­ríkj­unum en félagið verður með aðstöðu á flug­­vell­inum í Kefla­vík og með skrif­­stofu í Reykja­vík.

Ball­­­arin sagði þó að ekki lægi fyrir hvar til að mynda skatta­­legt heim­il­is­­festi WOW air yrði. Fundið yrði út úr því í nán­­ustu fram­­tíð.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent