Fjögur gagnaver orðin stórnotendur raforku

Orkuþörf gagnavera vex hratt hér á land og eru fjögur þeirra nú orðin stórnotendur raforku. Samkvæmt nýrri raforkuspá Orkustofnunar verður raforkunotkun gagnavera komin upp í 1260 gígavattstundir árið 2022.

Gagnaver data center
Auglýsing

Gagna­verum hefur fjölgað hratt á Íslandi á und­an­förnum árum. Nú eru fjögur þeirra orðin það stór að þau telj­ast sem stórnot­endur orku. Orku­stofnun telur að orku­þörf gagna­ver­anna muni halda áfram að aukast og að árið 2022 verði afl­þörf gagna­vera orðin 150 MW og um 1.260 GWh í orku. Eitt helsta verk­efni gagna­vera á Íslandi er að grafa eftir raf­mynt­inni bitcoin. 

Raf­orku­notkun gagna­vera meiri í fyrra en gert var ráð fyrir

Í nýrri raf­­orku­­spá Orku­stofn­unar fyrir árin 2019 til 2050 sem birt var fyrr í vik­unni er búið að end­­ur­­reikna raf­­orku­­spá stofn­unnar frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum for­­send­­um. Í spánni er meðal ann­ars fjallað um að hvernig raf­orku­notkun gagna­vera hefur verið að aukast hratt á und­an­förnum árum. Sú notkun er að stærstum hluta tekin frá flutn­ings­­kerf­inu (stórnot­end­ur) og var sú notkun um 500 gíga­vatt­stundum meiri í fyrra en spáin frá 2015 gerði ráð fyr­ir.

Nú eru um fjögur gagna­ver hér á landi orðin það stór að þau telj­ast stórnot­endur raf­orku. Það eru gagna­verin Ver­ne, sem hóf starf­semi sína árið 2011, og gagna­ver A­dvania, en bæði eru þau í Reykja­nes­bæ. Afhend­ing raf­orku til gagna­vers Advanda færð­ist frá  dreifi­kerf­inu yfir til flutn­ings­kerf­is­ins, eða frá almennri notkun yfir í stórnot­enda, í árs­byrjun 2016. 

Auglýsing

Á árinu 2019 bætt­ist síðan við gagna­ver Et­ix á Blöndu­ósi í hóp stórnot­enda og ­síðar í ár mun gagna­ver Et­ix á Suð­ur­nesjum fær­ast frá dreifi­kerf­inu yfir til flutn­ings­kerf­is­ins. 

Gagna­verin munu nota 1260 GWh árið 2022

Í nýrri raf­orku­spá Orku­stofn­unar er gert ráð fyrir að orku­notkun gagna­ver­anna fjög­urra verði um 1030 GWh í ár og um 130 MW í afli. Eftir þrjú ár , árið 2022, verður afl­þörf gagna­ver­anna komin upp í 150 MW og um 1260 GWh í orku, sam­kvæmt spánn­i. 

 Mynd: Orkustofnun

Aftur á móti er gagna­verið sem rís nú á Korpu­torgi, sem eru í eigu Opinna Kerfa, Voda­fo­ne, Reikni­stofu Bank­anna og Korpu­torgs ehf., ekki tekið með í útreikn­inga Orku­stofn­unnar þar sem ekki er enn búið að ljúka samn­ingum við gagna­ver­ið. ­Gagna­verið á Korpu­torgi verður um 5000 fer­metrar að stærð þegar það verður full­byggt en gert er ráð fyrir að fram­kvæmdum við fyrsta áfanga gagna­vers­ins verði lokið í haust. 

Líkur á aflskorti árið 2022

Lands­net gefur árlega út skýrslu um afl- og orku­jöfnuð í land­inu og í nýjustu skýrslu þeirra kemur fram að líkur á aflskorti hér á landi séu lágar til árs­ins 2021 en hækki svo eftir það. Sam­kvæmt skýrsl­unni starfar það af því að út­tekt frá flutn­ings­kerf­inu mun aukast meira en áður var reiknað með, meðal ann­ars vegna ­notk­un­ar­aukn­ingar hjá gagna­ver­um. 

Lands­net segir í skýrsl­unni að ef halda á líkum á aflskorti undir við­miðum þurfi að koma fleiri fram­leiðslu­ein­ingar í rekstur á tíma­bil­inu en reiknað með, eða álag að minnka. 

Líkur á aflskorti. Mynd: Landsnet

Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, sagði í við­tali við frétta­stofu RÚV í júlí að líkur séu á á tíma­bundnum aflskorti hér á landi eftir þrjú ár og að stjórn­völd þyrftu að ákveða hvernig bregð­ast ætti við. 

„Í verstu árunum þá kæmi til þess að það þyrfti að taka ákvarð­anir og draga úr notkun ef að við erum ekki komin með auka­afl inn í kerf­ið,“ sagði Guð­mundur Ingi. „Nú það er líka mögu­leiki að nota vara­stöðv­arn­ar, sem reyndar eru olíu­stöðv­ar, til þess að fylla í hol­urn­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið ða stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent