Fjögur gagnaver orðin stórnotendur raforku

Orkuþörf gagnavera vex hratt hér á land og eru fjögur þeirra nú orðin stórnotendur raforku. Samkvæmt nýrri raforkuspá Orkustofnunar verður raforkunotkun gagnavera komin upp í 1260 gígavattstundir árið 2022.

Gagnaver data center
Auglýsing

Gagna­verum hefur fjölgað hratt á Íslandi á und­an­förnum árum. Nú eru fjögur þeirra orðin það stór að þau telj­ast sem stórnot­endur orku. Orku­stofnun telur að orku­þörf gagna­ver­anna muni halda áfram að aukast og að árið 2022 verði afl­þörf gagna­vera orðin 150 MW og um 1.260 GWh í orku. Eitt helsta verk­efni gagna­vera á Íslandi er að grafa eftir raf­mynt­inni bitcoin. 

Raf­orku­notkun gagna­vera meiri í fyrra en gert var ráð fyrir

Í nýrri raf­­orku­­spá Orku­stofn­unar fyrir árin 2019 til 2050 sem birt var fyrr í vik­unni er búið að end­­ur­­reikna raf­­orku­­spá stofn­unnar frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum for­­send­­um. Í spánni er meðal ann­ars fjallað um að hvernig raf­orku­notkun gagna­vera hefur verið að aukast hratt á und­an­förnum árum. Sú notkun er að stærstum hluta tekin frá flutn­ings­­kerf­inu (stórnot­end­ur) og var sú notkun um 500 gíga­vatt­stundum meiri í fyrra en spáin frá 2015 gerði ráð fyr­ir.

Nú eru um fjögur gagna­ver hér á landi orðin það stór að þau telj­ast stórnot­endur raf­orku. Það eru gagna­verin Ver­ne, sem hóf starf­semi sína árið 2011, og gagna­ver A­dvania, en bæði eru þau í Reykja­nes­bæ. Afhend­ing raf­orku til gagna­vers Advanda færð­ist frá  dreifi­kerf­inu yfir til flutn­ings­kerf­is­ins, eða frá almennri notkun yfir í stórnot­enda, í árs­byrjun 2016. 

Auglýsing

Á árinu 2019 bætt­ist síðan við gagna­ver Et­ix á Blöndu­ósi í hóp stórnot­enda og ­síðar í ár mun gagna­ver Et­ix á Suð­ur­nesjum fær­ast frá dreifi­kerf­inu yfir til flutn­ings­kerf­is­ins. 

Gagna­verin munu nota 1260 GWh árið 2022

Í nýrri raf­orku­spá Orku­stofn­unar er gert ráð fyrir að orku­notkun gagna­ver­anna fjög­urra verði um 1030 GWh í ár og um 130 MW í afli. Eftir þrjú ár , árið 2022, verður afl­þörf gagna­ver­anna komin upp í 150 MW og um 1260 GWh í orku, sam­kvæmt spánn­i. 

 Mynd: Orkustofnun

Aftur á móti er gagna­verið sem rís nú á Korpu­torgi, sem eru í eigu Opinna Kerfa, Voda­fo­ne, Reikni­stofu Bank­anna og Korpu­torgs ehf., ekki tekið með í útreikn­inga Orku­stofn­unnar þar sem ekki er enn búið að ljúka samn­ingum við gagna­ver­ið. ­Gagna­verið á Korpu­torgi verður um 5000 fer­metrar að stærð þegar það verður full­byggt en gert er ráð fyrir að fram­kvæmdum við fyrsta áfanga gagna­vers­ins verði lokið í haust. 

Líkur á aflskorti árið 2022

Lands­net gefur árlega út skýrslu um afl- og orku­jöfnuð í land­inu og í nýjustu skýrslu þeirra kemur fram að líkur á aflskorti hér á landi séu lágar til árs­ins 2021 en hækki svo eftir það. Sam­kvæmt skýrsl­unni starfar það af því að út­tekt frá flutn­ings­kerf­inu mun aukast meira en áður var reiknað með, meðal ann­ars vegna ­notk­un­ar­aukn­ingar hjá gagna­ver­um. 

Lands­net segir í skýrsl­unni að ef halda á líkum á aflskorti undir við­miðum þurfi að koma fleiri fram­leiðslu­ein­ingar í rekstur á tíma­bil­inu en reiknað með, eða álag að minnka. 

Líkur á aflskorti. Mynd: Landsnet

Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, sagði í við­tali við frétta­stofu RÚV í júlí að líkur séu á á tíma­bundnum aflskorti hér á landi eftir þrjú ár og að stjórn­völd þyrftu að ákveða hvernig bregð­ast ætti við. 

„Í verstu árunum þá kæmi til þess að það þyrfti að taka ákvarð­anir og draga úr notkun ef að við erum ekki komin með auka­afl inn í kerf­ið,“ sagði Guð­mundur Ingi. „Nú það er líka mögu­leiki að nota vara­stöðv­arn­ar, sem reyndar eru olíu­stöðv­ar, til þess að fylla í hol­urn­ar.“

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent