Fjögur gagnaver orðin stórnotendur raforku

Orkuþörf gagnavera vex hratt hér á land og eru fjögur þeirra nú orðin stórnotendur raforku. Samkvæmt nýrri raforkuspá Orkustofnunar verður raforkunotkun gagnavera komin upp í 1260 gígavattstundir árið 2022.

Gagnaver data center
Auglýsing

Gagna­verum hefur fjölgað hratt á Íslandi á und­an­förnum árum. Nú eru fjögur þeirra orðin það stór að þau telj­ast sem stórnot­endur orku. Orku­stofnun telur að orku­þörf gagna­ver­anna muni halda áfram að aukast og að árið 2022 verði afl­þörf gagna­vera orðin 150 MW og um 1.260 GWh í orku. Eitt helsta verk­efni gagna­vera á Íslandi er að grafa eftir raf­mynt­inni bitcoin. 

Raf­orku­notkun gagna­vera meiri í fyrra en gert var ráð fyrir

Í nýrri raf­­orku­­spá Orku­stofn­unar fyrir árin 2019 til 2050 sem birt var fyrr í vik­unni er búið að end­­ur­­reikna raf­­orku­­spá stofn­unnar frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum for­­send­­um. Í spánni er meðal ann­ars fjallað um að hvernig raf­orku­notkun gagna­vera hefur verið að aukast hratt á und­an­förnum árum. Sú notkun er að stærstum hluta tekin frá flutn­ings­­kerf­inu (stórnot­end­ur) og var sú notkun um 500 gíga­vatt­stundum meiri í fyrra en spáin frá 2015 gerði ráð fyr­ir.

Nú eru um fjögur gagna­ver hér á landi orðin það stór að þau telj­ast stórnot­endur raf­orku. Það eru gagna­verin Ver­ne, sem hóf starf­semi sína árið 2011, og gagna­ver A­dvania, en bæði eru þau í Reykja­nes­bæ. Afhend­ing raf­orku til gagna­vers Advanda færð­ist frá  dreifi­kerf­inu yfir til flutn­ings­kerf­is­ins, eða frá almennri notkun yfir í stórnot­enda, í árs­byrjun 2016. 

Auglýsing

Á árinu 2019 bætt­ist síðan við gagna­ver Et­ix á Blöndu­ósi í hóp stórnot­enda og ­síðar í ár mun gagna­ver Et­ix á Suð­ur­nesjum fær­ast frá dreifi­kerf­inu yfir til flutn­ings­kerf­is­ins. 

Gagna­verin munu nota 1260 GWh árið 2022

Í nýrri raf­orku­spá Orku­stofn­unar er gert ráð fyrir að orku­notkun gagna­ver­anna fjög­urra verði um 1030 GWh í ár og um 130 MW í afli. Eftir þrjú ár , árið 2022, verður afl­þörf gagna­ver­anna komin upp í 150 MW og um 1260 GWh í orku, sam­kvæmt spánn­i. 

 Mynd: Orkustofnun

Aftur á móti er gagna­verið sem rís nú á Korpu­torgi, sem eru í eigu Opinna Kerfa, Voda­fo­ne, Reikni­stofu Bank­anna og Korpu­torgs ehf., ekki tekið með í útreikn­inga Orku­stofn­unnar þar sem ekki er enn búið að ljúka samn­ingum við gagna­ver­ið. ­Gagna­verið á Korpu­torgi verður um 5000 fer­metrar að stærð þegar það verður full­byggt en gert er ráð fyrir að fram­kvæmdum við fyrsta áfanga gagna­vers­ins verði lokið í haust. 

Líkur á aflskorti árið 2022

Lands­net gefur árlega út skýrslu um afl- og orku­jöfnuð í land­inu og í nýjustu skýrslu þeirra kemur fram að líkur á aflskorti hér á landi séu lágar til árs­ins 2021 en hækki svo eftir það. Sam­kvæmt skýrsl­unni starfar það af því að út­tekt frá flutn­ings­kerf­inu mun aukast meira en áður var reiknað með, meðal ann­ars vegna ­notk­un­ar­aukn­ingar hjá gagna­ver­um. 

Lands­net segir í skýrsl­unni að ef halda á líkum á aflskorti undir við­miðum þurfi að koma fleiri fram­leiðslu­ein­ingar í rekstur á tíma­bil­inu en reiknað með, eða álag að minnka. 

Líkur á aflskorti. Mynd: Landsnet

Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, sagði í við­tali við frétta­stofu RÚV í júlí að líkur séu á á tíma­bundnum aflskorti hér á landi eftir þrjú ár og að stjórn­völd þyrftu að ákveða hvernig bregð­ast ætti við. 

„Í verstu árunum þá kæmi til þess að það þyrfti að taka ákvarð­anir og draga úr notkun ef að við erum ekki komin með auka­afl inn í kerf­ið,“ sagði Guð­mundur Ingi. „Nú það er líka mögu­leiki að nota vara­stöðv­arn­ar, sem reyndar eru olíu­stöðv­ar, til þess að fylla í hol­urn­ar.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent