Brim greiðir 8,2 milljónir í sekt vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti

Brim og Fjármálaeftirlitið gerðu með sér sátt, sem fólst í því að Brim, áður HB Grandi, viðurkenndi brot sitt.

fme.jpg
Auglýsing

Hinn 10. júlí 2019 gerðu Fjár­mála­eft­ir­litið og Brim hf. (áður HB Grandi hf.), hér eftir nefnd­ur ­máls­að­ili, með sér sam­komu­lag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verð­bréfa­við­skipt­i. 

Fólst í sátt­inni að Brim þurfti að greiða 8,2 millj­ónir króna í sekt, og við­ur­kenndi fyr­ir­tækið að hafa brotið gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verð­bréfa­við­skipti, með því að hafa ekki birt inn­herj­a­upp­lýs­ingar eins fljótt og auð­ið var líkt og áskilið er í til­vitn­uðu laga­á­kvæð­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá FME, sem birt hefur verið á vef­síðu eft­ir­lits­ins

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni eru máls­at­vik rak­in, en málið teng­ist því hvernig upp­lýst var um samn­ing um kaup Brims, þá HB Granda, á öllu hluta­fél Ögur­vík­ur. 

Guð­mundur Krist­jáns­son er for­stjóri Brims, og stærsti eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, sem seldi Ögur­vík til Brims. ÚR er jafn­framt stærsti eig­andi Brims, en eftir kaup á hlut FISK Seafood á hlut í Brimi, sem til­kynnt var um í morg­un, fyrir um átta millj­arða króna, þá á félagið rúm­lega 48 pró­sent í Brim­i. 

Í þeirri eign­­ar­hlut­­ar­­tölu er þó ekki tekið til­­lit til hluta­fjár­­aukn­ingar sem sam­­þykkt var á hlut­hafa­fundi í Brimi 15. ágúst síð­­ast­lið­inn þar sem ákveðið var að auka hlutafé um 133 millj­­ónir hluta, 7,3 pró­­sent, og nota það til að kaupa allt hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ust­u­­fé­lag á Íslandi, frá Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­­arða króna. 

Hinn 7. sept­em­ber 2018 kl. 16:18:43 birti Brim opin­ber­lega til­kynn­ingu þess efnis að hann hefði gert samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­ar­fé­lags­ins Ögur­vík ehf. Kaup máls­að­ila á Ögur­vík­ ehf. fólu í sér þrepa­skipt ferli sem hófst á vor­mán­uðum 2018. 

Þann 29. ágúst 2018 var for­stjóra ­máls­að­ila falið af stjórn hans að hefja samn­inga­við­ræður um kaup­in. „Á þeim tíma­punkti, að tekn­u tilliti til heild­ar­mats á þeim upp­lýs­ingum sem lágu til grund­vallar á þeim tíma og þeirrar til­tekn­u ­stöðu sem upp var kom­in, upp­fylltu upp­lýs­ing­arnar hug­taks­skil­yrði 120. gr. vvl. um inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar. Máls­að­ili birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ing­arn­ar, né tók ákvörðun um frest­un birt­ingar þeirra, fyrr en 7. sept­em­ber 2018. ­Máls­að­ili óskaði eftir því að ljúka mál­inu með sátt. Laga­grund­völl­ur ­Sam­kvæmt 1. mgr. 122. gr. vvl. ber útgef­anda fjár­mála­gern­inga, sem teknir hafa verið til við­skipta á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði, eða verslað er með á mark­aðs­torgi fjár­mála­gern­inga (MT­F), að birta almenn­ingi á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu allar þær inn­herj­a­upp­lýs­ingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafn­ræð­is­grund­velli. Útgef­anda fjár­mála­gern­inga er á eigin ábyrgð heim­ilt að fresta birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga og ber honum þá að upp­fylla kröfur 4. mgr. 122. gr. vvl. Skal Fjár­mála­eft­ir­lit­inu til­kynnt um frestun á birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga jafn­óðum og heim­ild til­ frest­unar er nýtt,“ segir í til­kynn­ingu FME, þar sem fjallað er um máls­at­vik. 

Í til­kynn­ingu FME segir að fyrr­nefndum reglum sé ætlað að stuðla að ­trausti til mark­að­ar­ins „með því að tryggja að fjár­festum sé ekki mis­munað og að þeim sé tryggð­ur­ ­jafn aðgangur að upp­lýs­ing­um.“ Sekt­ar­fjár­hæðin tók enn­fremur mið af tíma­lengd brots­ins, að því er segir í til­kynn­ingu FME. „Með hlið­sjón af eðli og umfangi brots, atvikum máls að öðru leyti, veltu máls­að­ila og að teknu til­lit­i til þess að mál­inu er lokið með sátt við upp­haf athug­un­ar, er sekt­ar­fjár­hæð talin hæfi­lega ákveð­in 8.200.000 krón­ur. Rétt­ar­á­hrif ­Sam­komu­lag þetta er gert á grund­velli 142. gr. vvl. og reglna nr. 326/2019 um heim­ild Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að ljúka máli með sátt. ­Sam­komu­lagið er bind­andi fyrir máls­að­ila og Fjár­mála­eft­ir­litið þegar báðir aðilar hafa sam­þykkt og stað­fest efni þess með und­ir­skrift sinni. Við greiðslu sekt­ar­fjár­hæðar er mál­inu lok­ið. ­Máls­að­ili brýtur gegn sam­komu­lag­inu ef hann t.d. greiðir ekki umsamda sekt­ar­fjár­hæð, gaf rang­ar ­upp­lýs­ingar um máls­at­vik eða leyndi upp­lýs­ingum sem máli skipta. Verði máls­að­ili upp­vís að því að brjóta gegn sam­komu­lag­inu getur Fjár­mála­eft­ir­litið fellt það úr gildi og tekið málið til­ ­með­ferðar á ný. Brot gegn sam­komu­lagi um sátt telst jafn­framt sjálf­stætt brot sem getur varð­að ­stjórn­valds­sekt,“ segir í til­kynn­ingu FME.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent