Brim greiðir 8,2 milljónir í sekt vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti

Brim og Fjármálaeftirlitið gerðu með sér sátt, sem fólst í því að Brim, áður HB Grandi, viðurkenndi brot sitt.

fme.jpg
Auglýsing

Hinn 10. júlí 2019 gerðu Fjármálaeftirlitið og Brim hf. (áður HB Grandi hf.), hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. 

Fólst í sáttinni að Brim þurfti að greiða 8,2 milljónir króna í sekt, og viðurkenndi fyrirtækið að hafa brotið gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var líkt og áskilið er í tilvitnuðu lagaákvæði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá FME, sem birt hefur verið á vefsíðu eftirlitsins

Auglýsing

Í tilkynningunni eru málsatvik rakin, en málið tengist því hvernig upplýst var um samning um kaup Brims, þá HB Granda, á öllu hlutafél Ögurvíkur. 

Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims, og stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem seldi Ögurvík til Brims. ÚR er jafnframt stærsti eigandi Brims, en eftir kaup á hlut FISK Seafood á hlut í Brimi, sem tilkynnt var um í morgun, fyrir um átta milljarða króna, þá á félagið rúmlega 48 prósent í Brimi. 

Í þeirri eign­ar­hlut­ar­tölu er þó ekki tekið til­lit til hluta­fjár­aukn­ingar sem sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi í Brimi 15. ágúst síð­ast­lið­inn þar sem ákveðið var að auka hlutafé um 133 millj­ónir hluta, 7,3 pró­sent, og nota það til að kaupa allt hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lag á Íslandi, frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­arða króna. 

Hinn 7. september 2018 kl. 16:18:43 birti Brim opinberlega tilkynningu þess efnis að hann hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélagsins Ögurvík ehf. Kaup málsaðila á Ögurvík ehf. fólu í sér þrepaskipt ferli sem hófst á vormánuðum 2018. 

Þann 29. ágúst 2018 var forstjóra málsaðila falið af stjórn hans að hefja samningaviðræður um kaupin. „Á þeim tímapunkti, að teknu tilliti til heildarmats á þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar á þeim tíma og þeirrar tilteknu stöðu sem upp var komin, uppfylltu upplýsingarnar hugtaksskilyrði 120. gr. vvl. um innherjaupplýsingar. Málsaðili birti ekki innherjaupplýsingarnar, né tók ákvörðun um frestun birtingar þeirra, fyrr en 7. september 2018. Málsaðili óskaði eftir því að ljúka málinu með sátt. Lagagrundvöllur Samkvæmt 1. mgr. 122. gr. vvl. ber útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Útgefanda fjármálagerninga er á eigin ábyrgð heimilt að fresta birtingu innherjaupplýsinga og ber honum þá að uppfylla kröfur 4. mgr. 122. gr. vvl. Skal Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um frestun á birtingu innherjaupplýsinga jafnóðum og heimild til frestunar er nýtt,“ segir í tilkynningu FME, þar sem fjallað er um málsatvik. 

Í tilkynningu FME segir að fyrrnefndum reglum sé ætlað að stuðla að trausti til markaðarins „með því að tryggja að fjárfestum sé ekki mismunað og að þeim sé tryggður jafn aðgangur að upplýsingum.“ Sektarfjárhæðin tók ennfremur mið af tímalengd brotsins, að því er segir í tilkynningu FME. „Með hliðsjón af eðli og umfangi brots, atvikum máls að öðru leyti, veltu málsaðila og að teknu tilliti til þess að málinu er lokið með sátt við upphaf athugunar, er sektarfjárhæð talin hæfilega ákveðin 8.200.000 krónur. Réttaráhrif Samkomulag þetta er gert á grundvelli 142. gr. vvl. og reglna nr. 326/2019 um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt. Samkomulagið er bindandi fyrir málsaðila og Fjármálaeftirlitið þegar báðir aðilar hafa samþykkt og staðfest efni þess með undirskrift sinni. Við greiðslu sektarfjárhæðar er málinu lokið. Málsaðili brýtur gegn samkomulaginu ef hann t.d. greiðir ekki umsamda sektarfjárhæð, gaf rangar upplýsingar um málsatvik eða leyndi upplýsingum sem máli skipta. Verði málsaðili uppvís að því að brjóta gegn samkomulaginu getur Fjármálaeftirlitið fellt það úr gildi og tekið málið til meðferðar á ný. Brot gegn samkomulagi um sátt telst jafnframt sjálfstætt brot sem getur varðað stjórnvaldssekt,“ segir í tilkynningu FME.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent