Brim greiðir 8,2 milljónir í sekt vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti

Brim og Fjármálaeftirlitið gerðu með sér sátt, sem fólst í því að Brim, áður HB Grandi, viðurkenndi brot sitt.

fme.jpg
Auglýsing

Hinn 10. júlí 2019 gerðu Fjár­mála­eft­ir­litið og Brim hf. (áður HB Grandi hf.), hér eftir nefnd­ur ­máls­að­ili, með sér sam­komu­lag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verð­bréfa­við­skipt­i. 

Fólst í sátt­inni að Brim þurfti að greiða 8,2 millj­ónir króna í sekt, og við­ur­kenndi fyr­ir­tækið að hafa brotið gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verð­bréfa­við­skipti, með því að hafa ekki birt inn­herj­a­upp­lýs­ingar eins fljótt og auð­ið var líkt og áskilið er í til­vitn­uðu laga­á­kvæð­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá FME, sem birt hefur verið á vef­síðu eft­ir­lits­ins

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni eru máls­at­vik rak­in, en málið teng­ist því hvernig upp­lýst var um samn­ing um kaup Brims, þá HB Granda, á öllu hluta­fél Ögur­vík­ur. 

Guð­mundur Krist­jáns­son er for­stjóri Brims, og stærsti eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, sem seldi Ögur­vík til Brims. ÚR er jafn­framt stærsti eig­andi Brims, en eftir kaup á hlut FISK Seafood á hlut í Brimi, sem til­kynnt var um í morg­un, fyrir um átta millj­arða króna, þá á félagið rúm­lega 48 pró­sent í Brim­i. 

Í þeirri eign­­ar­hlut­­ar­­tölu er þó ekki tekið til­­lit til hluta­fjár­­aukn­ingar sem sam­­þykkt var á hlut­hafa­fundi í Brimi 15. ágúst síð­­ast­lið­inn þar sem ákveðið var að auka hlutafé um 133 millj­­ónir hluta, 7,3 pró­­sent, og nota það til að kaupa allt hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ust­u­­fé­lag á Íslandi, frá Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­­arða króna. 

Hinn 7. sept­em­ber 2018 kl. 16:18:43 birti Brim opin­ber­lega til­kynn­ingu þess efnis að hann hefði gert samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­ar­fé­lags­ins Ögur­vík ehf. Kaup máls­að­ila á Ögur­vík­ ehf. fólu í sér þrepa­skipt ferli sem hófst á vor­mán­uðum 2018. 

Þann 29. ágúst 2018 var for­stjóra ­máls­að­ila falið af stjórn hans að hefja samn­inga­við­ræður um kaup­in. „Á þeim tíma­punkti, að tekn­u tilliti til heild­ar­mats á þeim upp­lýs­ingum sem lágu til grund­vallar á þeim tíma og þeirrar til­tekn­u ­stöðu sem upp var kom­in, upp­fylltu upp­lýs­ing­arnar hug­taks­skil­yrði 120. gr. vvl. um inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar. Máls­að­ili birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ing­arn­ar, né tók ákvörðun um frest­un birt­ingar þeirra, fyrr en 7. sept­em­ber 2018. ­Máls­að­ili óskaði eftir því að ljúka mál­inu með sátt. Laga­grund­völl­ur ­Sam­kvæmt 1. mgr. 122. gr. vvl. ber útgef­anda fjár­mála­gern­inga, sem teknir hafa verið til við­skipta á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði, eða verslað er með á mark­aðs­torgi fjár­mála­gern­inga (MT­F), að birta almenn­ingi á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu allar þær inn­herj­a­upp­lýs­ingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafn­ræð­is­grund­velli. Útgef­anda fjár­mála­gern­inga er á eigin ábyrgð heim­ilt að fresta birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga og ber honum þá að upp­fylla kröfur 4. mgr. 122. gr. vvl. Skal Fjár­mála­eft­ir­lit­inu til­kynnt um frestun á birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga jafn­óðum og heim­ild til­ frest­unar er nýtt,“ segir í til­kynn­ingu FME, þar sem fjallað er um máls­at­vik. 

Í til­kynn­ingu FME segir að fyrr­nefndum reglum sé ætlað að stuðla að ­trausti til mark­að­ar­ins „með því að tryggja að fjár­festum sé ekki mis­munað og að þeim sé tryggð­ur­ ­jafn aðgangur að upp­lýs­ing­um.“ Sekt­ar­fjár­hæðin tók enn­fremur mið af tíma­lengd brots­ins, að því er segir í til­kynn­ingu FME. „Með hlið­sjón af eðli og umfangi brots, atvikum máls að öðru leyti, veltu máls­að­ila og að teknu til­lit­i til þess að mál­inu er lokið með sátt við upp­haf athug­un­ar, er sekt­ar­fjár­hæð talin hæfi­lega ákveð­in 8.200.000 krón­ur. Rétt­ar­á­hrif ­Sam­komu­lag þetta er gert á grund­velli 142. gr. vvl. og reglna nr. 326/2019 um heim­ild Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að ljúka máli með sátt. ­Sam­komu­lagið er bind­andi fyrir máls­að­ila og Fjár­mála­eft­ir­litið þegar báðir aðilar hafa sam­þykkt og stað­fest efni þess með und­ir­skrift sinni. Við greiðslu sekt­ar­fjár­hæðar er mál­inu lok­ið. ­Máls­að­ili brýtur gegn sam­komu­lag­inu ef hann t.d. greiðir ekki umsamda sekt­ar­fjár­hæð, gaf rang­ar ­upp­lýs­ingar um máls­at­vik eða leyndi upp­lýs­ingum sem máli skipta. Verði máls­að­ili upp­vís að því að brjóta gegn sam­komu­lag­inu getur Fjár­mála­eft­ir­litið fellt það úr gildi og tekið málið til­ ­með­ferðar á ný. Brot gegn sam­komu­lagi um sátt telst jafn­framt sjálf­stætt brot sem getur varð­að ­stjórn­valds­sekt,“ segir í til­kynn­ingu FME.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent