Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður velferðarnefndar Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag.
Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun þingmaður Pírata taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd af Helgu Völu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata hefur verið formaður velferðarnefndar síðan 2017.
Auglýsing
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mun taka við sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þetta staðfestir hún í samtali við Kjarnann.
Helga Vala tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2017.