Segja Sigmund Davíð fara með rangfærslur um loftslagsmál

Formaður Miðflokksins gerði loftslagsmál að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Náttúruverndarsamtök Íslands gera ýmsar efnislegar athugasemdir við mál hans og telja meðal annars að hann hafi ruglast á veðurfræðistofnunum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, fjall­aði um lofts­lags­mál í umræðu í gær­kvöldi um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Sagði hann að lofts­lags­málin væru vissu­lega stórt og mik­il­vægt mál en þau ættu það sam­eig­in­legt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgist þau oft á kol­rangan hátt.

Hann sagði jafn­framt að Alþjóða­veð­ur­fræði­stofn­unin hefði nýlega varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m”. Þar vitn­aði hann í Global Warm­ing Policy Forum (GWP­F), bresk sam­tök sem afneita vís­inda­legum nið­ur­stöðum um loft­lags­breyt­ing­ar. Í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands segir að um þekkta svindl­ara sé að ræða. Þá benda sam­tökin á að í nýlegri frétta­til­kynn­ingu frá GWFP segi að David Atten­borough hafi falsað atriði í mynd sinni Our Planet.

„GWFP er alls óskyld Veð­ur­fræði­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, WMO, en GWFP flaggar gjarnan lógó-i WMO og höf­uð­paur­inn titlar sig sem WMO Secret­ary Gener­al. Öruggt er að WMO hefur ekki varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m“,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Segir meiri byggð en áður og tjónið því meira

Sig­mundur Davíð sagði enn fremur í ræðu sinni að for­sæt­is­ráð­herra hefði haldið því fram að felli­byljir væru orðnir tíð­ari og öfl­ugri en áður. „Mun­ur­inn liggur í því að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem felli­byljir eru algeng­astir og tjónið því meira,” sagði hann.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son

Ræða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á Alþingi fyrr í kvöld, í umræðu um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra.

Posted by Mið­flokk­ur­inn on Wed­nes­day, Sept­em­ber 11, 2019


Þá benda Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands á að í frétta­til­kynn­ingu WMO frá 3. sept­em­ber síð­ast­liðnum um tengsl lofts­lags­breyt­inga og felli­bylja, segi að svæði sem liggja lágt við strönd­ina séu við­kvæm fyrir áhrifum felli­bylja sem orsak­ist af rign­ing­um, miklu vatns­flæmi, og sér­stak­lega af óveðri sem magn­ist vegna hækk­unar yfir­borðs sjávar vegna lofts­lags­breyt­inga. Þá segi enn fremur að felli­byljir muni lík­leg­ast aukast á 21. öld­inni af völdum hlýn­unar af manna­völd­um.

„Hefur sig upp með inni­halds­lausu tali“

„Ný­verið kom fram að litlar efa­semdir eru meðal lands­manna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Svo hefur verið í mörg ár. Þetta veit Sig­mundur Davíð mæta vel og í stað þess að and­æfa vís­ind­unum beint vitnar hann í þekkta svindl­ara og hefur sig upp með inni­halds­lausu tali um nauð­syn þess „að beita vís­indum og skyn­sem­i”,“ segir í til­kynn­ingu Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands­.  

Sam­tökin segj­ast enn fremur vona inni­lega að þing­menn varist slíkan mál­flut­in­ing í umræðum um lofts­lags­vána – neyð­ar­á­stand sem alþjóða­sam­fé­lagið standi frammi fyr­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent