Segja Sigmund Davíð fara með rangfærslur um loftslagsmál

Formaður Miðflokksins gerði loftslagsmál að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Náttúruverndarsamtök Íslands gera ýmsar efnislegar athugasemdir við mál hans og telja meðal annars að hann hafi ruglast á veðurfræðistofnunum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, fjall­aði um lofts­lags­mál í umræðu í gær­kvöldi um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Sagði hann að lofts­lags­málin væru vissu­lega stórt og mik­il­vægt mál en þau ættu það sam­eig­in­legt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgist þau oft á kol­rangan hátt.

Hann sagði jafn­framt að Alþjóða­veð­ur­fræði­stofn­unin hefði nýlega varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m”. Þar vitn­aði hann í Global Warm­ing Policy Forum (GWP­F), bresk sam­tök sem afneita vís­inda­legum nið­ur­stöðum um loft­lags­breyt­ing­ar. Í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands segir að um þekkta svindl­ara sé að ræða. Þá benda sam­tökin á að í nýlegri frétta­til­kynn­ingu frá GWFP segi að David Atten­borough hafi falsað atriði í mynd sinni Our Planet.

„GWFP er alls óskyld Veð­ur­fræði­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, WMO, en GWFP flaggar gjarnan lógó-i WMO og höf­uð­paur­inn titlar sig sem WMO Secret­ary Gener­al. Öruggt er að WMO hefur ekki varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m“,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Segir meiri byggð en áður og tjónið því meira

Sig­mundur Davíð sagði enn fremur í ræðu sinni að for­sæt­is­ráð­herra hefði haldið því fram að felli­byljir væru orðnir tíð­ari og öfl­ugri en áður. „Mun­ur­inn liggur í því að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem felli­byljir eru algeng­astir og tjónið því meira,” sagði hann.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son

Ræða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á Alþingi fyrr í kvöld, í umræðu um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra.

Posted by Mið­flokk­ur­inn on Wed­nes­day, Sept­em­ber 11, 2019


Þá benda Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands á að í frétta­til­kynn­ingu WMO frá 3. sept­em­ber síð­ast­liðnum um tengsl lofts­lags­breyt­inga og felli­bylja, segi að svæði sem liggja lágt við strönd­ina séu við­kvæm fyrir áhrifum felli­bylja sem orsak­ist af rign­ing­um, miklu vatns­flæmi, og sér­stak­lega af óveðri sem magn­ist vegna hækk­unar yfir­borðs sjávar vegna lofts­lags­breyt­inga. Þá segi enn fremur að felli­byljir muni lík­leg­ast aukast á 21. öld­inni af völdum hlýn­unar af manna­völd­um.

„Hefur sig upp með inni­halds­lausu tali“

„Ný­verið kom fram að litlar efa­semdir eru meðal lands­manna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Svo hefur verið í mörg ár. Þetta veit Sig­mundur Davíð mæta vel og í stað þess að and­æfa vís­ind­unum beint vitnar hann í þekkta svindl­ara og hefur sig upp með inni­halds­lausu tali um nauð­syn þess „að beita vís­indum og skyn­sem­i”,“ segir í til­kynn­ingu Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands­.  

Sam­tökin segj­ast enn fremur vona inni­lega að þing­menn varist slíkan mál­flut­in­ing í umræðum um lofts­lags­vána – neyð­ar­á­stand sem alþjóða­sam­fé­lagið standi frammi fyr­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís nýr ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar næstkomandi þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni. Við embætti ráðuneytisstjóra tekur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Lögbrot og Klausturmálið
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent