Segja Sigmund Davíð fara með rangfærslur um loftslagsmál

Formaður Miðflokksins gerði loftslagsmál að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Náttúruverndarsamtök Íslands gera ýmsar efnislegar athugasemdir við mál hans og telja meðal annars að hann hafi ruglast á veðurfræðistofnunum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, fjall­aði um lofts­lags­mál í umræðu í gær­kvöldi um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Sagði hann að lofts­lags­málin væru vissu­lega stórt og mik­il­vægt mál en þau ættu það sam­eig­in­legt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgist þau oft á kol­rangan hátt.

Hann sagði jafn­framt að Alþjóða­veð­ur­fræði­stofn­unin hefði nýlega varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m”. Þar vitn­aði hann í Global Warm­ing Policy Forum (GWP­F), bresk sam­tök sem afneita vís­inda­legum nið­ur­stöðum um loft­lags­breyt­ing­ar. Í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands segir að um þekkta svindl­ara sé að ræða. Þá benda sam­tökin á að í nýlegri frétta­til­kynn­ingu frá GWFP segi að David Atten­borough hafi falsað atriði í mynd sinni Our Planet.

„GWFP er alls óskyld Veð­ur­fræði­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, WMO, en GWFP flaggar gjarnan lógó-i WMO og höf­uð­paur­inn titlar sig sem WMO Secret­ary Gener­al. Öruggt er að WMO hefur ekki varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m“,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Segir meiri byggð en áður og tjónið því meira

Sig­mundur Davíð sagði enn fremur í ræðu sinni að for­sæt­is­ráð­herra hefði haldið því fram að felli­byljir væru orðnir tíð­ari og öfl­ugri en áður. „Mun­ur­inn liggur í því að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem felli­byljir eru algeng­astir og tjónið því meira,” sagði hann.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son

Ræða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á Alþingi fyrr í kvöld, í umræðu um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra.

Posted by Mið­flokk­ur­inn on Wed­nes­day, Sept­em­ber 11, 2019


Þá benda Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands á að í frétta­til­kynn­ingu WMO frá 3. sept­em­ber síð­ast­liðnum um tengsl lofts­lags­breyt­inga og felli­bylja, segi að svæði sem liggja lágt við strönd­ina séu við­kvæm fyrir áhrifum felli­bylja sem orsak­ist af rign­ing­um, miklu vatns­flæmi, og sér­stak­lega af óveðri sem magn­ist vegna hækk­unar yfir­borðs sjávar vegna lofts­lags­breyt­inga. Þá segi enn fremur að felli­byljir muni lík­leg­ast aukast á 21. öld­inni af völdum hlýn­unar af manna­völd­um.

„Hefur sig upp með inni­halds­lausu tali“

„Ný­verið kom fram að litlar efa­semdir eru meðal lands­manna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Svo hefur verið í mörg ár. Þetta veit Sig­mundur Davíð mæta vel og í stað þess að and­æfa vís­ind­unum beint vitnar hann í þekkta svindl­ara og hefur sig upp með inni­halds­lausu tali um nauð­syn þess „að beita vís­indum og skyn­sem­i”,“ segir í til­kynn­ingu Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands­.  

Sam­tökin segj­ast enn fremur vona inni­lega að þing­menn varist slíkan mál­flut­in­ing í umræðum um lofts­lags­vána – neyð­ar­á­stand sem alþjóða­sam­fé­lagið standi frammi fyr­ir.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent