Segja Sigmund Davíð fara með rangfærslur um loftslagsmál

Formaður Miðflokksins gerði loftslagsmál að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Náttúruverndarsamtök Íslands gera ýmsar efnislegar athugasemdir við mál hans og telja meðal annars að hann hafi ruglast á veðurfræðistofnunum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, fjall­aði um lofts­lags­mál í umræðu í gær­kvöldi um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Sagði hann að lofts­lags­málin væru vissu­lega stórt og mik­il­vægt mál en þau ættu það sam­eig­in­legt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgist þau oft á kol­rangan hátt.

Hann sagði jafn­framt að Alþjóða­veð­ur­fræði­stofn­unin hefði nýlega varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m”. Þar vitn­aði hann í Global Warm­ing Policy Forum (GWP­F), bresk sam­tök sem afneita vís­inda­legum nið­ur­stöðum um loft­lags­breyt­ing­ar. Í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands segir að um þekkta svindl­ara sé að ræða. Þá benda sam­tökin á að í nýlegri frétta­til­kynn­ingu frá GWFP segi að David Atten­borough hafi falsað atriði í mynd sinni Our Planet.

„GWFP er alls óskyld Veð­ur­fræði­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, WMO, en GWFP flaggar gjarnan lógó-i WMO og höf­uð­paur­inn titlar sig sem WMO Secret­ary Gener­al. Öruggt er að WMO hefur ekki varað við „of­stæki í lofts­lags­mál­u­m“,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Segir meiri byggð en áður og tjónið því meira

Sig­mundur Davíð sagði enn fremur í ræðu sinni að for­sæt­is­ráð­herra hefði haldið því fram að felli­byljir væru orðnir tíð­ari og öfl­ugri en áður. „Mun­ur­inn liggur í því að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem felli­byljir eru algeng­astir og tjónið því meira,” sagði hann.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son

Ræða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á Alþingi fyrr í kvöld, í umræðu um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra.

Posted by Mið­flokk­ur­inn on Wed­nes­day, Sept­em­ber 11, 2019


Þá benda Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands á að í frétta­til­kynn­ingu WMO frá 3. sept­em­ber síð­ast­liðnum um tengsl lofts­lags­breyt­inga og felli­bylja, segi að svæði sem liggja lágt við strönd­ina séu við­kvæm fyrir áhrifum felli­bylja sem orsak­ist af rign­ing­um, miklu vatns­flæmi, og sér­stak­lega af óveðri sem magn­ist vegna hækk­unar yfir­borðs sjávar vegna lofts­lags­breyt­inga. Þá segi enn fremur að felli­byljir muni lík­leg­ast aukast á 21. öld­inni af völdum hlýn­unar af manna­völd­um.

„Hefur sig upp með inni­halds­lausu tali“

„Ný­verið kom fram að litlar efa­semdir eru meðal lands­manna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Svo hefur verið í mörg ár. Þetta veit Sig­mundur Davíð mæta vel og í stað þess að and­æfa vís­ind­unum beint vitnar hann í þekkta svindl­ara og hefur sig upp með inni­halds­lausu tali um nauð­syn þess „að beita vís­indum og skyn­sem­i”,“ segir í til­kynn­ingu Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands­.  

Sam­tökin segj­ast enn fremur vona inni­lega að þing­menn varist slíkan mál­flut­in­ing í umræðum um lofts­lags­vána – neyð­ar­á­stand sem alþjóða­sam­fé­lagið standi frammi fyr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent