Hækka leigu félagsíbúða á Seltjarnarnesi um 45 prósent

Seltjarnarnesbær hefur samþykkt að hækka húsaleigu félagslegra leiguíbúða í bænum um 45 prósent í áföngum á næstu mánuðum. Leiga á tveggja herbergja félagsíbúð hækkar í rúmlega 117 þúsund krónur.

Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Auglýsing

Húsaleiga félagslegra leiguíbúða á Seltjarnarnesi mun hækka um 45 prósent í áföngum á næstu sex mánuðum. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær en 160 milljóna króna halli var á rekstri bæjarins á fyrstu sex mánuðum ársins. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar gerðu athugasemdir við breytinguna og sögðu það vera undarlega forgangsröðun að hækka húsaleigu félagsíbúða og hafna kjarabótum leikskólakennara á sama tíma og kjarasamningur bæjarstjóra er uppfærður. 

Dæmi um 60 prósenta hækkun á einu bretti

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti í gær með fimm atkvæðum tillögu fjármálastjóra bæjarins um breytingar á húsaleigu félagslegra leiguíbúða. Breytingin tekur gildi þann 1. október næstkomandi en leigan mun hækka í áföngum á næstu sex mánuðum. 

Leiga á eins og tveggja herbergja íbúðum mun hækka fyrst í byrjun október og síðan aftur janúar á næsta ári. Leiga á þriggja og fjögurra herbergja íbúðum mun hækka í þremur áföngum, 1. október, 1. janúar á næsta ári og 1. mars. 

Auglýsing

Þegar þessar hækkanir hafa komið til framkvæmda verður leigan á eins herbergja íbúð 75.833 krónur. Leiga á tveggja herbergja íbúð verður 117.537 krónur, leiga á þriggja herbergja 148.375 og fjögurra herbergja á 173.625 þúsund. 

Sigurþóra Bergsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga, lögðu til að tillögunni yrði frestað þar sem engar mótvægisaðgerðir væru kynntar til að minnka fjárhagslegu áhrif hækkananna. Þau bentu jafnframt á að dæmi sé um að með breytingunni muni leiga hækka um 60 prósent á einu bretti sem sé mikið högg fyrir tekjulága. 

„Ástæður þess eru að þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp,“ segir í bókuninni.

Undarleg forgangsröðun að uppfæra kjarasamning bæjarstjóra á sama tíma

Jafnframt láta bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar færa til bókunar að þeim þyki það undarleg forgangsröðun hjá meirihlutanum að á sama fundi og kynntur er 160 milljóna króna hallarekstur í hálfsársuppgjöri bæjarins þá sé ósk leikskólakennara um framhald á tímabundnum kjarabótum hafnað og húsaleiga á félagslegum íbúðum bæjarins hækkuð um 45 prósent  en kjarasamningur bæjarstjóra uppfærður. 

Bæjarfulltrúarnir vísa þar til samþykktar bæjarráðs Seltjarnesbæjar á fundi ráðsins þann 22. ágúst síðastliðinn um að laun bæjarstjóra fylgi breytingum í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga, samanber sviðsstjóra bæjarins. 

„Þessi breyting sem felur í sér að tengja launaþróun bæjarstjóra við sviðsstjóra bæjarins er í eðli sínu ágæt en tímasetningin afleit. Bæjarstjóri fékk 40% launahækkun árið 2016 og væri eðlilegra að þessi tenging myndi vera samþykkt þegar búið verður að undirrita kjarasamninga sviðsstjóra sem nú eru lausir. Bæjarstjóri gæti þá fylgt þeirri launaþróun sem tekur við eftir það,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

4 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa

Félagslegar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru alls 3.320 talsins í fyrra. Um 76 prósent þeirra eru í Reykjavík eða alls þrjár af hverjum fjórum íbúðum. Til félagslegs húsnæðis teljast félagslega leiguíbúðir, leiguíbúðir fyrir aldraða í eigu sveitarfélaga, leiguíbúðir fyrir fatlaða í eigu sveitarfélaga og aðrar íbúðir sem ætlaðar eru til nýtingar í félagslegum tilgangi. 

Alls eru nú um 17 félagslegar íbúðir á Seltjarnarnesi auk tveggja framleiguíbúða, samkvæmt félagsmálastjóra Seltjarnarnesbæjar. Því eru nú um fjórar félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa á Seltjarnarnesi. Til samanburðar eru tæp­lega 20 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa í Reykjavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent