Félagslegum íbúðum í Hafnarfirði hefur fjölgað

Hafnarfjarðarbær sendi ekki fullnægjandi upplýsingar inn til Varasjóðs húsnæðismála, og því var fjöldi félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu í fyrra vanmetið um ellefu íbúðir. Um 76 prósent alls félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík.

Hafnarfjörður
Auglýsing

Í lok árs 2017 voru félags­legar íbúðir í Hafn­ar­firði 255 tals­ins, en ekki 244 líkt og kom fram í tölum frá Vara­sjóði hús­næð­is­mála sem Kjarn­inn greindi frá 7. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Vara­sjóð­ur­inn telur árlega allt félags­legt hús­næði sem er í boði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hafn­ar­fjarð­arbæ má rekja vill­una í tölum Vara­sjóðs­ins til þeirra gagna sem sveit­ar­fé­lagið sendi til hans. Nú sé hins vegar verið að vinna í því að upp­færa þau gögn.

Þá seg­ist Hafn­ar­fjarð­ar­bær hafa keypt 13 íbúðir það sem af er ári og stefni að því að kaupa tvær til við­bótar fyrir árs­lok. Búið sé að ákveðna að leggja 500 millj­ónir króna á ári allt til árs­ins 2021 til kaupa á félags­legum íbúð­um. Þeir fjár­munir eigi að nýt­ast til að kaupa fleiri minni íbúð­ir, eða allt að 16 á ári næstu árin.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Garða­bæjar hafði áður gert athuga­semd við tölur Vara­sjóðs­ins, sem sögðu að sveit­ar­fé­lagið ætti 23 félags­legar íbúð­ir. Það segir þó sjálft að félags­legu íbúð­irnar séu 29 tals­ins.

Mik­ill munur milli sveit­ar­fé­laga

Til félags­legs hús­næðis telj­ast félags­lega leigu­í­búð­ir, leigu­í­búðir fyrir aldr­aða í eigu sveit­ar­fé­laga, leigu­í­búðir fyrir fatl­aða í eigu sveit­ar­fé­laga og aðrar íbúðir sem ætl­aðar eru til nýt­ingar í félags­legum til­gangi.

[adpsot]Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans, sem byggði á tölum Vara­sjóðs hús­næð­is­mála, kom fram að félags­legum íbúðum hefði fjölgað um 96 í fyrra og hefðu verið 3.303 í lok árs. Þegar búið er að taka til­lit til athuga­semda Hafn­ar­fjarðar og Garða­bæjar þá hækkar sú tala í 3.320 alls. Af þeim voru 2.513 í Reykja­vík í byrjun árs 2018, eða 76 pró­sent allra slíkra.

Í Reykja­vík eru því tæp­lega 20 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa og í Kópa­vogi eru þær tæp­lega 13. Í Hafn­ar­firði eru þær um átta.

Þrjú sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu taka mun minni þátt í því að sjá þurf­andi fólki fyrir félags­legu hús­næði. Í Garðabæ eru tæp­lega tvær félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa, í Mos­fellsbæ voru tæp­lega þrjár á hverja þús­und íbúa og á Sel­tjarn­ar­nesi um 3,5 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa.Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent