Félagslegum íbúðum í Hafnarfirði hefur fjölgað

Hafnarfjarðarbær sendi ekki fullnægjandi upplýsingar inn til Varasjóðs húsnæðismála, og því var fjöldi félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu í fyrra vanmetið um ellefu íbúðir. Um 76 prósent alls félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík.

Hafnarfjörður
Auglýsing

Í lok árs 2017 voru félags­legar íbúðir í Hafn­ar­firði 255 tals­ins, en ekki 244 líkt og kom fram í tölum frá Vara­sjóði hús­næð­is­mála sem Kjarn­inn greindi frá 7. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Vara­sjóð­ur­inn telur árlega allt félags­legt hús­næði sem er í boði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hafn­ar­fjarð­arbæ má rekja vill­una í tölum Vara­sjóðs­ins til þeirra gagna sem sveit­ar­fé­lagið sendi til hans. Nú sé hins vegar verið að vinna í því að upp­færa þau gögn.

Þá seg­ist Hafn­ar­fjarð­ar­bær hafa keypt 13 íbúðir það sem af er ári og stefni að því að kaupa tvær til við­bótar fyrir árs­lok. Búið sé að ákveðna að leggja 500 millj­ónir króna á ári allt til árs­ins 2021 til kaupa á félags­legum íbúð­um. Þeir fjár­munir eigi að nýt­ast til að kaupa fleiri minni íbúð­ir, eða allt að 16 á ári næstu árin.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Garða­bæjar hafði áður gert athuga­semd við tölur Vara­sjóðs­ins, sem sögðu að sveit­ar­fé­lagið ætti 23 félags­legar íbúð­ir. Það segir þó sjálft að félags­legu íbúð­irnar séu 29 tals­ins.

Mik­ill munur milli sveit­ar­fé­laga

Til félags­legs hús­næðis telj­ast félags­lega leigu­í­búð­ir, leigu­í­búðir fyrir aldr­aða í eigu sveit­ar­fé­laga, leigu­í­búðir fyrir fatl­aða í eigu sveit­ar­fé­laga og aðrar íbúðir sem ætl­aðar eru til nýt­ingar í félags­legum til­gangi.

[adpsot]Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans, sem byggði á tölum Vara­sjóðs hús­næð­is­mála, kom fram að félags­legum íbúðum hefði fjölgað um 96 í fyrra og hefðu verið 3.303 í lok árs. Þegar búið er að taka til­lit til athuga­semda Hafn­ar­fjarðar og Garða­bæjar þá hækkar sú tala í 3.320 alls. Af þeim voru 2.513 í Reykja­vík í byrjun árs 2018, eða 76 pró­sent allra slíkra.

Í Reykja­vík eru því tæp­lega 20 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa og í Kópa­vogi eru þær tæp­lega 13. Í Hafn­ar­firði eru þær um átta.

Þrjú sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu taka mun minni þátt í því að sjá þurf­andi fólki fyrir félags­legu hús­næði. Í Garðabæ eru tæp­lega tvær félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa, í Mos­fellsbæ voru tæp­lega þrjár á hverja þús­und íbúa og á Sel­tjarn­ar­nesi um 3,5 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa.Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent