Félagslegum íbúðum í Hafnarfirði hefur fjölgað

Hafnarfjarðarbær sendi ekki fullnægjandi upplýsingar inn til Varasjóðs húsnæðismála, og því var fjöldi félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu í fyrra vanmetið um ellefu íbúðir. Um 76 prósent alls félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík.

Hafnarfjörður
Auglýsing

Í lok árs 2017 voru félags­legar íbúðir í Hafn­ar­firði 255 tals­ins, en ekki 244 líkt og kom fram í tölum frá Vara­sjóði hús­næð­is­mála sem Kjarn­inn greindi frá 7. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Vara­sjóð­ur­inn telur árlega allt félags­legt hús­næði sem er í boði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hafn­ar­fjarð­arbæ má rekja vill­una í tölum Vara­sjóðs­ins til þeirra gagna sem sveit­ar­fé­lagið sendi til hans. Nú sé hins vegar verið að vinna í því að upp­færa þau gögn.

Þá seg­ist Hafn­ar­fjarð­ar­bær hafa keypt 13 íbúðir það sem af er ári og stefni að því að kaupa tvær til við­bótar fyrir árs­lok. Búið sé að ákveðna að leggja 500 millj­ónir króna á ári allt til árs­ins 2021 til kaupa á félags­legum íbúð­um. Þeir fjár­munir eigi að nýt­ast til að kaupa fleiri minni íbúð­ir, eða allt að 16 á ári næstu árin.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Garða­bæjar hafði áður gert athuga­semd við tölur Vara­sjóðs­ins, sem sögðu að sveit­ar­fé­lagið ætti 23 félags­legar íbúð­ir. Það segir þó sjálft að félags­legu íbúð­irnar séu 29 tals­ins.

Mik­ill munur milli sveit­ar­fé­laga

Til félags­legs hús­næðis telj­ast félags­lega leigu­í­búð­ir, leigu­í­búðir fyrir aldr­aða í eigu sveit­ar­fé­laga, leigu­í­búðir fyrir fatl­aða í eigu sveit­ar­fé­laga og aðrar íbúðir sem ætl­aðar eru til nýt­ingar í félags­legum til­gangi.

[adpsot]Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans, sem byggði á tölum Vara­sjóðs hús­næð­is­mála, kom fram að félags­legum íbúðum hefði fjölgað um 96 í fyrra og hefðu verið 3.303 í lok árs. Þegar búið er að taka til­lit til athuga­semda Hafn­ar­fjarðar og Garða­bæjar þá hækkar sú tala í 3.320 alls. Af þeim voru 2.513 í Reykja­vík í byrjun árs 2018, eða 76 pró­sent allra slíkra.

Í Reykja­vík eru því tæp­lega 20 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa og í Kópa­vogi eru þær tæp­lega 13. Í Hafn­ar­firði eru þær um átta.

Þrjú sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu taka mun minni þátt í því að sjá þurf­andi fólki fyrir félags­legu hús­næði. Í Garðabæ eru tæp­lega tvær félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa, í Mos­fellsbæ voru tæp­lega þrjár á hverja þús­und íbúa og á Sel­tjarn­ar­nesi um 3,5 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent