Félagslegum íbúðum í Hafnarfirði hefur fjölgað

Hafnarfjarðarbær sendi ekki fullnægjandi upplýsingar inn til Varasjóðs húsnæðismála, og því var fjöldi félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu í fyrra vanmetið um ellefu íbúðir. Um 76 prósent alls félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík.

Hafnarfjörður
Auglýsing

Í lok árs 2017 voru félags­legar íbúðir í Hafn­ar­firði 255 tals­ins, en ekki 244 líkt og kom fram í tölum frá Vara­sjóði hús­næð­is­mála sem Kjarn­inn greindi frá 7. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Vara­sjóð­ur­inn telur árlega allt félags­legt hús­næði sem er í boði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hafn­ar­fjarð­arbæ má rekja vill­una í tölum Vara­sjóðs­ins til þeirra gagna sem sveit­ar­fé­lagið sendi til hans. Nú sé hins vegar verið að vinna í því að upp­færa þau gögn.

Þá seg­ist Hafn­ar­fjarð­ar­bær hafa keypt 13 íbúðir það sem af er ári og stefni að því að kaupa tvær til við­bótar fyrir árs­lok. Búið sé að ákveðna að leggja 500 millj­ónir króna á ári allt til árs­ins 2021 til kaupa á félags­legum íbúð­um. Þeir fjár­munir eigi að nýt­ast til að kaupa fleiri minni íbúð­ir, eða allt að 16 á ári næstu árin.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Garða­bæjar hafði áður gert athuga­semd við tölur Vara­sjóðs­ins, sem sögðu að sveit­ar­fé­lagið ætti 23 félags­legar íbúð­ir. Það segir þó sjálft að félags­legu íbúð­irnar séu 29 tals­ins.

Mik­ill munur milli sveit­ar­fé­laga

Til félags­legs hús­næðis telj­ast félags­lega leigu­í­búð­ir, leigu­í­búðir fyrir aldr­aða í eigu sveit­ar­fé­laga, leigu­í­búðir fyrir fatl­aða í eigu sveit­ar­fé­laga og aðrar íbúðir sem ætl­aðar eru til nýt­ingar í félags­legum til­gangi.

[adpsot]Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans, sem byggði á tölum Vara­sjóðs hús­næð­is­mála, kom fram að félags­legum íbúðum hefði fjölgað um 96 í fyrra og hefðu verið 3.303 í lok árs. Þegar búið er að taka til­lit til athuga­semda Hafn­ar­fjarðar og Garða­bæjar þá hækkar sú tala í 3.320 alls. Af þeim voru 2.513 í Reykja­vík í byrjun árs 2018, eða 76 pró­sent allra slíkra.

Í Reykja­vík eru því tæp­lega 20 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa og í Kópa­vogi eru þær tæp­lega 13. Í Hafn­ar­firði eru þær um átta.

Þrjú sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu taka mun minni þátt í því að sjá þurf­andi fólki fyrir félags­legu hús­næði. Í Garðabæ eru tæp­lega tvær félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa, í Mos­fellsbæ voru tæp­lega þrjár á hverja þús­und íbúa og á Sel­tjarn­ar­nesi um 3,5 félags­legar íbúðir á hverja þús­und íbúa.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánað á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent