Félagslegum íbúðum í Hafnarfirði hefur fjölgað

Hafnarfjarðarbær sendi ekki fullnægjandi upplýsingar inn til Varasjóðs húsnæðismála, og því var fjöldi félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu í fyrra vanmetið um ellefu íbúðir. Um 76 prósent alls félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík.

Hafnarfjörður
Auglýsing

Í lok árs 2017 voru félagslegar íbúðir í Hafnarfirði 255 talsins, en ekki 244 líkt og kom fram í tölum frá Varasjóði húsnæðismála sem Kjarninn greindi frá 7. nóvember síðastliðinn. Varasjóðurinn telur árlega allt félagslegt húsnæði sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ má rekja villuna í tölum Varasjóðsins til þeirra gagna sem sveitarfélagið sendi til hans. Nú sé hins vegar verið að vinna í því að uppfæra þau gögn.

Þá segist Hafnarfjarðarbær hafa keypt 13 íbúðir það sem af er ári og stefni að því að kaupa tvær til viðbótar fyrir árslok. Búið sé að ákveðna að leggja 500 milljónir króna á ári allt til ársins 2021 til kaupa á félagslegum íbúðum. Þeir fjármunir eigi að nýtast til að kaupa fleiri minni íbúðir, eða allt að 16 á ári næstu árin.

Auglýsing

Upplýsingafulltrúi Garðabæjar hafði áður gert athugasemd við tölur Varasjóðsins, sem sögðu að sveitarfélagið ætti 23 félagslegar íbúðir. Það segir þó sjálft að félagslegu íbúðirnar séu 29 talsins.

Mikill munur milli sveitarfélaga

Til félagslegs húsnæðis teljast félagslega leiguíbúðir, leiguíbúðir fyrir aldraða í eigu sveitarfélaga, leiguíbúðir fyrir fatlaða í eigu sveitarfélaga og aðrar íbúðir sem ætlaðar eru til nýtingar í félagslegum tilgangi.

[adpsot]Í fréttaskýringu Kjarnans, sem byggði á tölum Varasjóðs húsnæðismála, kom fram að félagslegum íbúðum hefði fjölgað um 96 í fyrra og hefðu verið 3.303 í lok árs. Þegar búið er að taka tillit til athugasemda Hafnarfjarðar og Garðabæjar þá hækkar sú tala í 3.320 alls. Af þeim voru 2.513 í Reykjavík í byrjun árs 2018, eða 76 prósent allra slíkra.

Í Reykjavík eru því tæplega 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa og í Kópavogi eru þær tæplega 13. Í Hafnarfirði eru þær um átta.

Þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka mun minni þátt í því að sjá þurfandi fólki fyrir félagslegu húsnæði. Í Garðabæ eru tæplega tvær félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Mosfellsbæ voru tæplega þrjár á hverja þúsund íbúa og á Seltjarnarnesi um 3,5 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent