Efling leggst alfarið gegn veggjöldum

Byrðarnar eru færðar með veggjöldum yfir á láglauna- og millitekjufólk, segir Efling.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu frá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi segir að áform stjórn­valda um að fjár­magna vega­fram­kvæmdir með veggjöld­um, ekki síst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, muni færa byrð­arnar af fjár­mögnun sam­göngu­fram­kvæmda yfir á lág­launa- og milli­tekju­fólk. 

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir í yfir­lýs­ingu að stjórn­völd á Íslandi ættu að horfa til reynsl­unnar í Frakk­landi. „Síð­asta vetur log­aði franskt sam­fé­lag vegna frá­leitra hug­mynda rík­is­stjórnar Emmanu­els Macron um skatt­heimtu á elds­neyti. Sú skatt­heimta hefði komið sér­stak­lega illa niður á þeim sem neyð­ast til að keyra lengri vega­lengdir milli vinnu og heim­il­is,“ segir Við­ar.

Eins og greint var frá í vik­unni, fyrst í fréttum RÚV, hyggj­ast stjórn­völd flýta sam­göngu­fram­kvæmdum með því að inn­heimta veggjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og með því freista fjár­magna tug­millj­arða sam­göngu­fram­kvæmd­ir, þar á meðal borg­ar­línu.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu Efl­ingar segir að veggjöld komi illa við lág­launa­fólk, þar sem inn­heimtan er föst krónu­tala sem sé hlut­falls­lega hærri fyrir lág­launa­fólk en aðra.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að veggjöld muni einnig vinna gegn hags­munum félags­manna Efl­ingar með víð­tæk­ari hætti. „Þetta er ömur­leg árás á lág­laun­fólk, fólk sem að til dæmis hefur þurft að flytj­ast í úthverfi borg­ar­innar eða jafn­vel lengra þar sem það hefur ekki efni á að búa mið­svæð­is, en þarf engu að síður að sækja vinnu í borg­ina. Við höfum líka miklar áhyggjur af því að skatta­lækk­unin sem okkur var lofað síð­asta vor verði ein­fald­lega höfð af fólk­inu okkar með þessu lúa­lega nýfrjáls­hyggju­bragði. Svo er auð­vitað líka áhuga­vert, ef svo má orða það, að einka­fyr­ir­tæki eiga að fá að græða á þessu öllu og munu fá að sjá um inn­heimt­una. En það er auð­vitað hin gamla saga og nýja; hin blönku verða blank­ari svo að hin ríku geti haldið áfram að græða,“ segir Sól­veig Anna.

Enn­fremur segir í til­kynn­ingu að félagið legg­ist alfarið gegn þessum hug­mynd­um. „Vega­gjalda­kerfið er því bæði óhag­kvæmt, dýrt og órétt­látt. Það hlífir hæstu tekju­hóp­unum og þeim sem aka á fyr­ir­tækja­bíl­um. Efl­ing telur rétt­lát­ara og skyn­sam­ara að fjár­magna bættar sam­göngur með því að skatt­leggja fjár­magnstekjur til jafns við skatt­lagn­ingu launa­tekna. Einnig mætti taka aftur upp auð­legð­ar­skatt og hækka auð­linda­gjöld, auk þess að skatt­leggja hæstu tekjur álíka mikið og tíðkast á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þá er nær­tækt að leggja komu­gjöld á erlent ferða­fólk til að greiða fyrir hið aukna álag á sam­göngu­kerfið sem ferða­þjón­ustan fær nú svo til gjald­frjálst afnot af. Þeir sem styðja vega­tolla hafa oft beinan hag af þeirri leið, bæði í að forð­ast skatt­heimtu á sjálfa sig og í von um að fá sneið af köku einka­væð­ing­ar. Efl­ing leggst alfarið gegn þessum hug­mynd­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent