Efling leggst alfarið gegn veggjöldum

Byrðarnar eru færðar með veggjöldum yfir á láglauna- og millitekjufólk, segir Efling.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu frá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi segir að áform stjórn­valda um að fjár­magna vega­fram­kvæmdir með veggjöld­um, ekki síst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, muni færa byrð­arnar af fjár­mögnun sam­göngu­fram­kvæmda yfir á lág­launa- og milli­tekju­fólk. 

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir í yfir­lýs­ingu að stjórn­völd á Íslandi ættu að horfa til reynsl­unnar í Frakk­landi. „Síð­asta vetur log­aði franskt sam­fé­lag vegna frá­leitra hug­mynda rík­is­stjórnar Emmanu­els Macron um skatt­heimtu á elds­neyti. Sú skatt­heimta hefði komið sér­stak­lega illa niður á þeim sem neyð­ast til að keyra lengri vega­lengdir milli vinnu og heim­il­is,“ segir Við­ar.

Eins og greint var frá í vik­unni, fyrst í fréttum RÚV, hyggj­ast stjórn­völd flýta sam­göngu­fram­kvæmdum með því að inn­heimta veggjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og með því freista fjár­magna tug­millj­arða sam­göngu­fram­kvæmd­ir, þar á meðal borg­ar­línu.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu Efl­ingar segir að veggjöld komi illa við lág­launa­fólk, þar sem inn­heimtan er föst krónu­tala sem sé hlut­falls­lega hærri fyrir lág­launa­fólk en aðra.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að veggjöld muni einnig vinna gegn hags­munum félags­manna Efl­ingar með víð­tæk­ari hætti. „Þetta er ömur­leg árás á lág­laun­fólk, fólk sem að til dæmis hefur þurft að flytj­ast í úthverfi borg­ar­innar eða jafn­vel lengra þar sem það hefur ekki efni á að búa mið­svæð­is, en þarf engu að síður að sækja vinnu í borg­ina. Við höfum líka miklar áhyggjur af því að skatta­lækk­unin sem okkur var lofað síð­asta vor verði ein­fald­lega höfð af fólk­inu okkar með þessu lúa­lega nýfrjáls­hyggju­bragði. Svo er auð­vitað líka áhuga­vert, ef svo má orða það, að einka­fyr­ir­tæki eiga að fá að græða á þessu öllu og munu fá að sjá um inn­heimt­una. En það er auð­vitað hin gamla saga og nýja; hin blönku verða blank­ari svo að hin ríku geti haldið áfram að græða,“ segir Sól­veig Anna.

Enn­fremur segir í til­kynn­ingu að félagið legg­ist alfarið gegn þessum hug­mynd­um. „Vega­gjalda­kerfið er því bæði óhag­kvæmt, dýrt og órétt­látt. Það hlífir hæstu tekju­hóp­unum og þeim sem aka á fyr­ir­tækja­bíl­um. Efl­ing telur rétt­lát­ara og skyn­sam­ara að fjár­magna bættar sam­göngur með því að skatt­leggja fjár­magnstekjur til jafns við skatt­lagn­ingu launa­tekna. Einnig mætti taka aftur upp auð­legð­ar­skatt og hækka auð­linda­gjöld, auk þess að skatt­leggja hæstu tekjur álíka mikið og tíðkast á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þá er nær­tækt að leggja komu­gjöld á erlent ferða­fólk til að greiða fyrir hið aukna álag á sam­göngu­kerfið sem ferða­þjón­ustan fær nú svo til gjald­frjálst afnot af. Þeir sem styðja vega­tolla hafa oft beinan hag af þeirri leið, bæði í að forð­ast skatt­heimtu á sjálfa sig og í von um að fá sneið af köku einka­væð­ing­ar. Efl­ing leggst alfarið gegn þessum hug­mynd­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent