Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur verið kjörinn nýr ritari flokksins á flokksráðs- og formannafundi hans sem fram fór á hotel Nordica í dag. Hann hlaut 52,9 prósent atkvæða.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, og Jón voru í framboð í embættið. Hún hlaut 45,88 prósent atkvæða. Jón fékk alls 135 atkvæði á móti 117 atkvæðum Áslaugar. Aðrir hlutu færri atkvæði.
Auglýsing
Jón Gunnarsson alþingismaður var rétt í þessu kjörinn nýr ritari Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 52,9% atkvæða. Áslaug...
Posted by Sjálfstæðisflokkurinn on Saturday, September 14, 2019
Hann hefur undanfarið gegnt formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd.