Segir aðför í gangi til að hrekja hann úr embætti ríkislögreglustjóra

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að ef hann missir starfið kalli þá á enn ítarlegri umfjöllun hans um valdabaráttu bak við tjöldin. Rógsherferð sé í gangi gegn honum m.a. vegna þess að hann hafi barist gegn spillingu.

Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri.
Auglýsing

Har­ald­ur Johann­es­sen rík­­is­lög­­reglu­­stjóri seg­ir að verið sé að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­færslum og róg­burði um hann. Þeir sem séu að gera það séu lög­reglu­menn sem telji sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­ust eft­ir. Ef til starfs­loka hans komi kalli það á enn ít­­ar­­legri um­­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Þetta kemur fram í við­tali við hann í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar segir Har­aldur að gagn­rýni hans á fram­göngu lög­reglu­manna eigi þátt í því sem hann kallar aðför gegn sér. Hann seg­ist hafa bent á að spill­ing ætti ekki að líð­ast innan lög­regl­unn­ar. „Hluti af umræð­unni sem er að brjót­­ast fram núna er kannski einnig vegna þeirr­ar af­­stöðu minn­­ar. Ég hef til dæm­is bent á að það fari ekki sam­an að lög­­­reglu­­menn séu með­fram starfi sínu í póli­­tísku vaf­stri. Það fer að mínu viti ekki sam­­an.“ Umræða um bíla­­mál lög­­regl­unn­ar sé hluti af þeirri rógs­her­­ferð að óreiða sé í fjár­­­mál­um rík­­is­lög­­reglu­­stjóra.

Auglýsing
Haraldur segir í við­tal­inu að „sví­v­irði­leg­um aðferðum [sé beitt] í valda­tafli, hags­muna­­gæslu og póli­­tík“ og að of stór­ hluta af fjár­­mun­um til lög­­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­­manna­­bygg­ing­u“. Því þurfi að ráð­ast í sam­ein­ingu lög­­­reglu­emb­ætta.

Lög­reglu­fé­lög köll­uðu á stjórn­sýslu­út­tekt

Tölu­verðar deilur hafa verið innan lög­­regl­unn­­ar, og þá einkum í garð Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, að und­an­­förnu, en í fréttum RÚV hefur meðal ann­­ars komið fram að þær tengis fata­málum lög­­­reglu og bíla­mál­um, ásamt öðrum mál­u­m. 

Fjöl­­mörg lög­­­reglu­emb­ætti í land­inu hafa lýst yfir stuðn­ingi við stjórn Lands­­sam­­bands lög­­­reglu­­manna sem hafa und­an­farið sett þrýst­ing lög­­­reglu­­stjóra lands­ins á að láta fara fram al­hliða stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á emb­ætti rík­­is­lög­­reglu­­stjóra. 

Ákveðið var að Rík­is­end­ur­skoðun ráð­ist í slíka úttekt í lið­inni viku. 

Har­aldur sendi frá sér yfir­­lýs­ingu á fimmtu­dag þar sem sagði að álykt­­anir lög­­­reglu­­fé­laga, gegn emb­ætti rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, væru ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lög­­­reglu. Þá sagði að yfir­­lýs­ingar sem „ali á ótta“ geti verið til þess fallnar að bitna á öryggi almenn­ings og það sé ámæl­is­vert. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lög­­regl­una og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenn­ingur ber til lög­­regl­unn­­ar. Á end­­anum gæti þetta ástand því komið niður á öryggi almenn­ings,“ sagði í yfir­­lýs­ing­unni.

Hann sagð­ist þar einnig fagna fyr­ir­hug­aðri út­­tekt rík­­is­end­­ur­­skoð­anda á emb­ætt­in­u. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent