Segir aðför í gangi til að hrekja hann úr embætti ríkislögreglustjóra

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að ef hann missir starfið kalli þá á enn ítarlegri umfjöllun hans um valdabaráttu bak við tjöldin. Rógsherferð sé í gangi gegn honum m.a. vegna þess að hann hafi barist gegn spillingu.

Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri.
Auglýsing

Har­ald­ur Johann­es­sen rík­­is­lög­­reglu­­stjóri seg­ir að verið sé að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­færslum og róg­burði um hann. Þeir sem séu að gera það séu lög­reglu­menn sem telji sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­ust eft­ir. Ef til starfs­loka hans komi kalli það á enn ít­­ar­­legri um­­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Þetta kemur fram í við­tali við hann í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar segir Har­aldur að gagn­rýni hans á fram­göngu lög­reglu­manna eigi þátt í því sem hann kallar aðför gegn sér. Hann seg­ist hafa bent á að spill­ing ætti ekki að líð­ast innan lög­regl­unn­ar. „Hluti af umræð­unni sem er að brjót­­ast fram núna er kannski einnig vegna þeirr­ar af­­stöðu minn­­ar. Ég hef til dæm­is bent á að það fari ekki sam­an að lög­­­reglu­­menn séu með­fram starfi sínu í póli­­tísku vaf­stri. Það fer að mínu viti ekki sam­­an.“ Umræða um bíla­­mál lög­­regl­unn­ar sé hluti af þeirri rógs­her­­ferð að óreiða sé í fjár­­­mál­um rík­­is­lög­­reglu­­stjóra.

Auglýsing
Haraldur segir í við­tal­inu að „sví­v­irði­leg­um aðferðum [sé beitt] í valda­tafli, hags­muna­­gæslu og póli­­tík“ og að of stór­ hluta af fjár­­mun­um til lög­­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­­manna­­bygg­ing­u“. Því þurfi að ráð­ast í sam­ein­ingu lög­­­reglu­emb­ætta.

Lög­reglu­fé­lög köll­uðu á stjórn­sýslu­út­tekt

Tölu­verðar deilur hafa verið innan lög­­regl­unn­­ar, og þá einkum í garð Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, að und­an­­förnu, en í fréttum RÚV hefur meðal ann­­ars komið fram að þær tengis fata­málum lög­­­reglu og bíla­mál­um, ásamt öðrum mál­u­m. 

Fjöl­­mörg lög­­­reglu­emb­ætti í land­inu hafa lýst yfir stuðn­ingi við stjórn Lands­­sam­­bands lög­­­reglu­­manna sem hafa und­an­farið sett þrýst­ing lög­­­reglu­­stjóra lands­ins á að láta fara fram al­hliða stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á emb­ætti rík­­is­lög­­reglu­­stjóra. 

Ákveðið var að Rík­is­end­ur­skoðun ráð­ist í slíka úttekt í lið­inni viku. 

Har­aldur sendi frá sér yfir­­lýs­ingu á fimmtu­dag þar sem sagði að álykt­­anir lög­­­reglu­­fé­laga, gegn emb­ætti rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, væru ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lög­­­reglu. Þá sagði að yfir­­lýs­ingar sem „ali á ótta“ geti verið til þess fallnar að bitna á öryggi almenn­ings og það sé ámæl­is­vert. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lög­­regl­una og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenn­ingur ber til lög­­regl­unn­­ar. Á end­­anum gæti þetta ástand því komið niður á öryggi almenn­ings,“ sagði í yfir­­lýs­ing­unni.

Hann sagð­ist þar einnig fagna fyr­ir­hug­aðri út­­tekt rík­­is­end­­ur­­skoð­anda á emb­ætt­in­u. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent