Jón Gunnarsson nýr ritari Sjálfstæðisflokksins

Þingmaðurinn Jón Gunnarsson var í dag kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur við embættinu af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

7DM_0306_raw_2088.JPG
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hefur verið kjör­inn nýr rit­ari flokks­ins á flokks­ráðs- og for­manna­fundi hans sem fram fór á hotel Nor­dica í dag. Hann hlaut 52,9 pró­sent atkvæða. 

Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir, for­­maður bæj­­­ar­ráðs Garða­bæj­­­ar, og Jón voru í fram­­boð í emb­ætt­ið. Hún hlaut 45,88 pró­sent atkvæða. Jón fékk alls 135 atkvæði á móti 117 atkvæðum Áslaug­ar. Aðrir hlutu færri atkvæð­i. 

Auglýsing
Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir hafði gegnt emb­ætt­inu und­an­farin tæp fjögur ár en hún var tók við sem dóms­­mála­ráð­herra á föst­u­dag fyrir viku og mátti þá ekki lengur vera rit­­ari Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Því þurfti að kjósa nýj­­an.

Jón Gunn­ars­son alþing­is­maður var rétt í þessu kjör­inn nýr rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann hlaut 52,9% atkvæða. Áslaug...

Posted by Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn on Sat­ur­day, Sept­em­ber 14, 2019
Jón verður 63 ára eftir nokkra daga, þann 21. sept­em­ber. Hann hefur verið þing­maður suð­vest­ur­kjör­dæmis frá árinu 2007. Jón var sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra árið 2017 í nokkra mán­uði á meðan að skamm­líf rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð, sat að völd­um.

Hann hefur und­an­farið gegnt for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Kjarninn 11. desember 2019
Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor
Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.
Kjarninn 11. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
Kjarninn 11. desember 2019
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent