Jón Gunnarsson nýr ritari Sjálfstæðisflokksins

Þingmaðurinn Jón Gunnarsson var í dag kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur við embættinu af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

7DM_0306_raw_2088.JPG
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hefur verið kjör­inn nýr rit­ari flokks­ins á flokks­ráðs- og for­manna­fundi hans sem fram fór á hotel Nor­dica í dag. Hann hlaut 52,9 pró­sent atkvæða. 

Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir, for­­maður bæj­­­ar­ráðs Garða­bæj­­­ar, og Jón voru í fram­­boð í emb­ætt­ið. Hún hlaut 45,88 pró­sent atkvæða. Jón fékk alls 135 atkvæði á móti 117 atkvæðum Áslaug­ar. Aðrir hlutu færri atkvæð­i. 

Auglýsing
Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir hafði gegnt emb­ætt­inu und­an­farin tæp fjögur ár en hún var tók við sem dóms­­mála­ráð­herra á föst­u­dag fyrir viku og mátti þá ekki lengur vera rit­­ari Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Því þurfti að kjósa nýj­­an.

Jón Gunn­ars­son alþing­is­maður var rétt í þessu kjör­inn nýr rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann hlaut 52,9% atkvæða. Áslaug...

Posted by Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn on Sat­ur­day, Sept­em­ber 14, 2019
Jón verður 63 ára eftir nokkra daga, þann 21. sept­em­ber. Hann hefur verið þing­maður suð­vest­ur­kjör­dæmis frá árinu 2007. Jón var sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra árið 2017 í nokkra mán­uði á meðan að skamm­líf rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð, sat að völd­um.

Hann hefur und­an­farið gegnt for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent