Arna fimmta vinsælasta fyrirtækið

40 prósent Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri, samkvæmt könnun MMR.

neysluvorur_15349671460_o.jpg
Auglýsing

Mjólk­ur­vinnslan Arna í Bol­ung­ar­vík skýst beint í fimmta sæti lista MMR yfir þau fyr­ir­tæki sem Íslend­ingar mæla helst með en fyr­ir­tækið var í fyrsta skipti mælt í ár. 40 pró­sent Íslend­inga segj­ast nú nota vörur frá Örnu að stað­aldri.

Þetta kemur fram í nýj­ustu mæl­ingum MMR á með­mæla­vísi­tölu 135 þjón­ustu- og fram­leiðslu­fyr­ir­tækja.

Með­mæla­vísi­talan byggir á Net Promoter Score aðferða­fræð­inni en með­mæla­vísi­talan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mæl­ingum á því hversu lík­legir ein­stak­lingar eru til að mæla með, eða hall­mæla, fyr­ir­tækjum sem þau hafa átt við­skipti við.

Auglýsing

Fjarð­ar­kaup var efst á list­anum annað árið í röð. Í til­kynn­ingu MMR segir að greini­legt sé að versl­unin hafn­firska kunni að höfða til við­skipta­vina sinna en fyr­ir­tækið hafi hvað eftir annað skákað stærri versl­un­ar­keðjum og hafi verið á meðal 10 efstu fyr­ir­tækja í með­mæla­vísi­töl­unni frá því að mæl­ingar hófust árið 2014.

Mynd: MMR

„Þá vekur sér­staka athygli að Arna rýkur upp lista árs­ins og hafnar í fimmta sæti en 40 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar kváð­ust reglu­lega versla vörur fyr­ir­tæk­is­ins, hærra hlut­fall við­skipta­vina en hjá nokkru öðru fyr­ir­tæki á lista þeirra fimm efstu. Það er því nokkuð ljóst að lands­menn hafa heldur betur tekið vel við til­raunum þess­arar ungu og efni­legu mjólk­ur­vinnslu til að hrista upp í mjólk­ur­vöru­mark­aðn­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur fram hjá MMR að fleiri smærri fyr­ir­tæki skáki ris­unum í atvinnu­greinum sínum og megi þar nefna nýliða Hreyf­ingar og Ree­bok Fit­ness sem koma með látum inn á lista efstu fyr­ir­tækja með­mæla­vísi­töl­unn­ar. „Það er greini­legt að lík­ams­rækt á stóran sess í hjörtum lands­manna en Hreyf­ing fylgir fast á hæla Fjarð­ar­kaups í öðru sæt­inu og Ree­bok Fit­ness vermir það níunda.“

Breyt­ing er á vin­sældum elds­neyt­is- og smá­sölu­þjón­ustu Costco en alþjóð­legi versl­un­ar­ris­inn var þetta árið bæði mældur í atvinnu­greinum mat­vöru­versl­ana og olíu­fé­laga eftir að hafa ein­ungis verið fyrir í flokki mat­vöru­versl­ana síð­ustu tvö ár. Nokkurn mun er að finna á vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins í þessum tveimur flokkum en elds­neyt­is­þjón­usta Costco kemur sér fyrir í þriðja sæti með­mæla­vísi­töl­unnar í ár, all­nokkru ofar en smá­vöru­verslun Costco sem fellur af lista tíu efstu fyr­ir­tækja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent