Arna fimmta vinsælasta fyrirtækið

40 prósent Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri, samkvæmt könnun MMR.

neysluvorur_15349671460_o.jpg
Auglýsing

Mjólk­ur­vinnslan Arna í Bol­ung­ar­vík skýst beint í fimmta sæti lista MMR yfir þau fyr­ir­tæki sem Íslend­ingar mæla helst með en fyr­ir­tækið var í fyrsta skipti mælt í ár. 40 pró­sent Íslend­inga segj­ast nú nota vörur frá Örnu að stað­aldri.

Þetta kemur fram í nýj­ustu mæl­ingum MMR á með­mæla­vísi­tölu 135 þjón­ustu- og fram­leiðslu­fyr­ir­tækja.

Með­mæla­vísi­talan byggir á Net Promoter Score aðferða­fræð­inni en með­mæla­vísi­talan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mæl­ingum á því hversu lík­legir ein­stak­lingar eru til að mæla með, eða hall­mæla, fyr­ir­tækjum sem þau hafa átt við­skipti við.

Auglýsing

Fjarð­ar­kaup var efst á list­anum annað árið í röð. Í til­kynn­ingu MMR segir að greini­legt sé að versl­unin hafn­firska kunni að höfða til við­skipta­vina sinna en fyr­ir­tækið hafi hvað eftir annað skákað stærri versl­un­ar­keðjum og hafi verið á meðal 10 efstu fyr­ir­tækja í með­mæla­vísi­töl­unni frá því að mæl­ingar hófust árið 2014.

Mynd: MMR

„Þá vekur sér­staka athygli að Arna rýkur upp lista árs­ins og hafnar í fimmta sæti en 40 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar kváð­ust reglu­lega versla vörur fyr­ir­tæk­is­ins, hærra hlut­fall við­skipta­vina en hjá nokkru öðru fyr­ir­tæki á lista þeirra fimm efstu. Það er því nokkuð ljóst að lands­menn hafa heldur betur tekið vel við til­raunum þess­arar ungu og efni­legu mjólk­ur­vinnslu til að hrista upp í mjólk­ur­vöru­mark­aðn­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur fram hjá MMR að fleiri smærri fyr­ir­tæki skáki ris­unum í atvinnu­greinum sínum og megi þar nefna nýliða Hreyf­ingar og Ree­bok Fit­ness sem koma með látum inn á lista efstu fyr­ir­tækja með­mæla­vísi­töl­unn­ar. „Það er greini­legt að lík­ams­rækt á stóran sess í hjörtum lands­manna en Hreyf­ing fylgir fast á hæla Fjarð­ar­kaups í öðru sæt­inu og Ree­bok Fit­ness vermir það níunda.“

Breyt­ing er á vin­sældum elds­neyt­is- og smá­sölu­þjón­ustu Costco en alþjóð­legi versl­un­ar­ris­inn var þetta árið bæði mældur í atvinnu­greinum mat­vöru­versl­ana og olíu­fé­laga eftir að hafa ein­ungis verið fyrir í flokki mat­vöru­versl­ana síð­ustu tvö ár. Nokkurn mun er að finna á vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins í þessum tveimur flokkum en elds­neyt­is­þjón­usta Costco kemur sér fyrir í þriðja sæti með­mæla­vísi­töl­unnar í ár, all­nokkru ofar en smá­vöru­verslun Costco sem fellur af lista tíu efstu fyr­ir­tækja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent