Arna fimmta vinsælasta fyrirtækið

40 prósent Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri, samkvæmt könnun MMR.

neysluvorur_15349671460_o.jpg
Auglýsing

Mjólk­ur­vinnslan Arna í Bol­ung­ar­vík skýst beint í fimmta sæti lista MMR yfir þau fyr­ir­tæki sem Íslend­ingar mæla helst með en fyr­ir­tækið var í fyrsta skipti mælt í ár. 40 pró­sent Íslend­inga segj­ast nú nota vörur frá Örnu að stað­aldri.

Þetta kemur fram í nýj­ustu mæl­ingum MMR á með­mæla­vísi­tölu 135 þjón­ustu- og fram­leiðslu­fyr­ir­tækja.

Með­mæla­vísi­talan byggir á Net Promoter Score aðferða­fræð­inni en með­mæla­vísi­talan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mæl­ingum á því hversu lík­legir ein­stak­lingar eru til að mæla með, eða hall­mæla, fyr­ir­tækjum sem þau hafa átt við­skipti við.

Auglýsing

Fjarð­ar­kaup var efst á list­anum annað árið í röð. Í til­kynn­ingu MMR segir að greini­legt sé að versl­unin hafn­firska kunni að höfða til við­skipta­vina sinna en fyr­ir­tækið hafi hvað eftir annað skákað stærri versl­un­ar­keðjum og hafi verið á meðal 10 efstu fyr­ir­tækja í með­mæla­vísi­töl­unni frá því að mæl­ingar hófust árið 2014.

Mynd: MMR

„Þá vekur sér­staka athygli að Arna rýkur upp lista árs­ins og hafnar í fimmta sæti en 40 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar kváð­ust reglu­lega versla vörur fyr­ir­tæk­is­ins, hærra hlut­fall við­skipta­vina en hjá nokkru öðru fyr­ir­tæki á lista þeirra fimm efstu. Það er því nokkuð ljóst að lands­menn hafa heldur betur tekið vel við til­raunum þess­arar ungu og efni­legu mjólk­ur­vinnslu til að hrista upp í mjólk­ur­vöru­mark­aðn­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur fram hjá MMR að fleiri smærri fyr­ir­tæki skáki ris­unum í atvinnu­greinum sínum og megi þar nefna nýliða Hreyf­ingar og Ree­bok Fit­ness sem koma með látum inn á lista efstu fyr­ir­tækja með­mæla­vísi­töl­unn­ar. „Það er greini­legt að lík­ams­rækt á stóran sess í hjörtum lands­manna en Hreyf­ing fylgir fast á hæla Fjarð­ar­kaups í öðru sæt­inu og Ree­bok Fit­ness vermir það níunda.“

Breyt­ing er á vin­sældum elds­neyt­is- og smá­sölu­þjón­ustu Costco en alþjóð­legi versl­un­ar­ris­inn var þetta árið bæði mældur í atvinnu­greinum mat­vöru­versl­ana og olíu­fé­laga eftir að hafa ein­ungis verið fyrir í flokki mat­vöru­versl­ana síð­ustu tvö ár. Nokkurn mun er að finna á vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins í þessum tveimur flokkum en elds­neyt­is­þjón­usta Costco kemur sér fyrir í þriðja sæti með­mæla­vísi­töl­unnar í ár, all­nokkru ofar en smá­vöru­verslun Costco sem fellur af lista tíu efstu fyr­ir­tækja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent