Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda

Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.

skeljungur
Auglýsing

Skelj­ung­ur, sem er skráð í íslensku kaup­höll­ina, hefur keypt allt hlutafé í Basko, sem á fimm 10-11 versl­anir og rekur fjórtán versl­anir undir merkjum Kvikk sem reknar eru við bens­ín­stöðvar Skelj­ungs.  Þá á Basko veit­inga­stað­inn Bad Boys Burgers & Grill, versl­un­ina Kvos­ina, auk mat­vöru­versl­ana í Reykja­nesbæ og á Akur­eyri. Alls 50 pró­sent eign­ar­hlutur Basko í Eldum Rétt er und­an­skil­inn frá kaup­un­um. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu er kaup­verði 30 millj­ónir króna auk þess sem yfir­teknar verða vaxta­ber­andi skuldir upp á 300 millj­ónir króna. Kaupin eru bundin sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og ýmsum öðrum fyr­ir­vörum, meðal ann­ars að upp­lýs­ingar frá selj­anda um áætlað upp­gjör stand­ist. 

Árni Pétur Jóns­son, sem ráð­inn var for­stjóri Skelj­ungs í síð­asta mán­uði, stýrði áður Basko og átti hlut í fyr­ir­tæk­in­u. 

Auglýsing

Árni Pétur var for­­stjóri Teymis á sínum tíma auk þess sem hann hefur starfað sem fram­­kvæmda­­stjóri hjá Olís og Högum áður en að varð for­­stjóri Basko. Hann hefur átt sæti í fjöl­­mörgum stjórnum fyr­ir­tækja, ýmist sem stjórn­­­ar­­maður eða stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur.  Má þar nefna fyr­ir­tæki s.s. Lyfja, Securitas, Skelj­ung­­ur, Penn­inn, Borgun og Eldum rétt. Þá hefur Árni Pétur komið að rekstri síma­­fyr­ir­tæk­is­ins Kall í Fær­eyjum og Bónus í Fær­eyj­­um.  

Árni Pétur hefur áður unnið náið með, og fyr­ir, félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, sem tók sæti í stjórn Skelj­ungs í maí síð­­ast­liðn­­­um. Jón Ásgeir var til að mynda for­­stjóri og síðar stjórn­­­ar­­for­­maður Baugs Group, sem átti Haga og var stærsti hlut­haf­inn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyr­ir­tæki. 

Jón Ásgeir sett­ist í stjórn Skelj­ungs í krafti þess að 365 mið­l­­ar, félag í eigu Ing­i­­bjargar Pálma­dóttur eig­in­­konu Jóns Ásgeirs, höfðu keypt upp hluti í félag­inu. 365 miðlar eiga nú 4,32 pró­­sent hlut í Skelj­ungi.

Stærstu hlut­hafar Skelj­ungs eru íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir og bank­­ar. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent