Stundin skilaði rúmlega 10 milljóna króna afgangi

Ný stjórn Stundarinnar hefur verið kjörin og er Elín G. Ragnarsdóttir nýr stjórnarformaður félagsins.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
AuglýsingÚtgáfu­fé­lagið Stundin ehf. skil­aði rúm­lega 10 millj­óna króna afgangi af rekstri sínum í fyrra. Afkoma félags­ins er fjórum millj­ónum króna jákvæð­ari en á árinu 2017. Þá hefur ný stjórn Stund­ar­innar verið kjörin og er Elín G. Ragn­ars­dóttir nýr stjórn­ar­for­mað­ur­. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Stund­inn­i. 

Afkoma árs­ins í sam­ræmi við mark­mið Stund­ar­inn­ar 

Stundin er í dreifðu eign­ar­haldi og eru stærstu eig­endur rit­stjór­arnir Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dóttir og Jón Trausti Reyn­is­son, vef­hönn­uð­ur­inn Jón Ingi Stef­áns­son, sölu­stjór­inn Heiða B. Heið­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjór­inn Reynir Trausta­son og svo Snæ­björn Björns­son Birnir og Hösk­uldur Hösk­ulds­son, með rúm­lega 12 pró­senta hlut hvert.Auglýsing

Í skýrslu stjórnar kemur fram að afkoma árs­ins 2018 sé í sam­ræmi við mark­mið Stund­ar­innar um að forð­ast halla­rekstur og skuld­setn­ingu til að við­halda ­sjálf­stæð­i ­rit­stjórn­ar. Stundin skil­aði rúm­lega 10 millj­óna króna rekstr­ar­af­gangi en tekið er fram í frétta­til­kynn­ing­unni að í árs­reikn­ing­unum fyrir síð­asta ár eru fyr­ir­varar um ó­upp­gerð dóms­mál sem höfðuð hafa verið gegn Stund­inni og starfs­mönnum henn­ar. Þar á meðal er lög­banns­mál Glitn­is HoldCo ­gegn Stund­inni, sem Stundin vann á yfir­stand­andi fjár­hags­ári.

Meiri­hlut­i ­tekna ­Stund­ar­inn­ar eru til­komnar vegna áskrifta. „Við erum þakk­lát fyrir að stærsti hluti rekstr­ar­tekna Stund­ar­innar spretti frá almennum borg­urum sem hafa kosið að ger­ast áskrif­end­ur. Þetta tryggir að rekstr­ar­legir hags­munir Stund­ar­innar eru sem mest í sam­hengi við hags­muni almenn­ings,“ segir Jón Trausti Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­inn­ar. 

Elín G. Ragn­ars­dóttir nýr stjórn­ar­for­maður

Ný stjórn hefur tekið við taumunum á Stund­inni. Í frá­far­andi stjórn sátu Heiða B. Heið­ars­dótt­ir, Jón Ingi Stef­áns­son og Reynir Trausta­son. Ný stjórn er skipuð tveimur af eig­end­um, sem þó eru ekki starfs­menn félags­ins, og svo óháðum stjórn­ar­for­manni en við stjórn­ar­kjörið var litið til þess að styrkja form­legt aðhalds­hlut­verk stjórn­ar­innar gagn­vart starfs­mönnum sem jafn­framt eru eig­end­ur.

Nýr stjórn­ar­for­maður Stund­ar­innar er Elín G. Ragn­ars­dóttir en hún hefur meðal ann­ars rekið bóka­út­gáfu og stýrt fjöl­miðla­fyr­ir­tæki. Stjórn­ar­mað­ur­inn Hösk­uldur Hösk­ulds­son hefur á und­an­förnum árum rekið inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki í heil­brigð­i. ­Stjórn­ar­mað­ur­inn Egill Sig­urð­ar­son er stærð­fræð­ingur og for­rit­ari, búsettur í London, mennt­aður frá Háskól­anum í Reykja­vík og Oxfor­d-há­skóla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent