Stundin skilaði rúmlega 10 milljóna króna afgangi

Ný stjórn Stundarinnar hefur verið kjörin og er Elín G. Ragnarsdóttir nýr stjórnarformaður félagsins.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
AuglýsingÚtgáfu­fé­lagið Stundin ehf. skil­aði rúm­lega 10 millj­óna króna afgangi af rekstri sínum í fyrra. Afkoma félags­ins er fjórum millj­ónum króna jákvæð­ari en á árinu 2017. Þá hefur ný stjórn Stund­ar­innar verið kjörin og er Elín G. Ragn­ars­dóttir nýr stjórn­ar­for­mað­ur­. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Stund­inn­i. 

Afkoma árs­ins í sam­ræmi við mark­mið Stund­ar­inn­ar 

Stundin er í dreifðu eign­ar­haldi og eru stærstu eig­endur rit­stjór­arnir Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dóttir og Jón Trausti Reyn­is­son, vef­hönn­uð­ur­inn Jón Ingi Stef­áns­son, sölu­stjór­inn Heiða B. Heið­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjór­inn Reynir Trausta­son og svo Snæ­björn Björns­son Birnir og Hösk­uldur Hösk­ulds­son, með rúm­lega 12 pró­senta hlut hvert.Auglýsing

Í skýrslu stjórnar kemur fram að afkoma árs­ins 2018 sé í sam­ræmi við mark­mið Stund­ar­innar um að forð­ast halla­rekstur og skuld­setn­ingu til að við­halda ­sjálf­stæð­i ­rit­stjórn­ar. Stundin skil­aði rúm­lega 10 millj­óna króna rekstr­ar­af­gangi en tekið er fram í frétta­til­kynn­ing­unni að í árs­reikn­ing­unum fyrir síð­asta ár eru fyr­ir­varar um ó­upp­gerð dóms­mál sem höfðuð hafa verið gegn Stund­inni og starfs­mönnum henn­ar. Þar á meðal er lög­banns­mál Glitn­is HoldCo ­gegn Stund­inni, sem Stundin vann á yfir­stand­andi fjár­hags­ári.

Meiri­hlut­i ­tekna ­Stund­ar­inn­ar eru til­komnar vegna áskrifta. „Við erum þakk­lát fyrir að stærsti hluti rekstr­ar­tekna Stund­ar­innar spretti frá almennum borg­urum sem hafa kosið að ger­ast áskrif­end­ur. Þetta tryggir að rekstr­ar­legir hags­munir Stund­ar­innar eru sem mest í sam­hengi við hags­muni almenn­ings,“ segir Jón Trausti Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Útgáfu­fé­lags­ins Stund­ar­inn­ar. 

Elín G. Ragn­ars­dóttir nýr stjórn­ar­for­maður

Ný stjórn hefur tekið við taumunum á Stund­inni. Í frá­far­andi stjórn sátu Heiða B. Heið­ars­dótt­ir, Jón Ingi Stef­áns­son og Reynir Trausta­son. Ný stjórn er skipuð tveimur af eig­end­um, sem þó eru ekki starfs­menn félags­ins, og svo óháðum stjórn­ar­for­manni en við stjórn­ar­kjörið var litið til þess að styrkja form­legt aðhalds­hlut­verk stjórn­ar­innar gagn­vart starfs­mönnum sem jafn­framt eru eig­end­ur.

Nýr stjórn­ar­for­maður Stund­ar­innar er Elín G. Ragn­ars­dóttir en hún hefur meðal ann­ars rekið bóka­út­gáfu og stýrt fjöl­miðla­fyr­ir­tæki. Stjórn­ar­mað­ur­inn Hösk­uldur Hösk­ulds­son hefur á und­an­förnum árum rekið inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki í heil­brigð­i. ­Stjórn­ar­mað­ur­inn Egill Sig­urð­ar­son er stærð­fræð­ingur og for­rit­ari, búsettur í London, mennt­aður frá Háskól­anum í Reykja­vík og Oxfor­d-há­skóla.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent