Drónaárás skekur markaði um allan heim

Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?

Saudi Aramco
Auglýsing

Þegar um 6 pró­sent af olíu­fram­leiðslu heims­ins stöðvast þá hefur það víð­tækar afleið­ingar um allan heim, eins og von er. Dróna­árás upp­reisn­ar­manna Húta á rík­is­ol­íu­fyr­ir­tæki Sádí-­Ara­ba, Ara­mco, hefur haft víð­tækar afleið­ingar um allan heim, enda hefur olíu­verð rokið upp. Hækk­unin nemur á bil­inu 10 til 20 pró­sent, á heild­ina lit­ið, en mis­jafn­lega mikið eftir teg­undum og mörk­uð­u­m. 

Sé horft til þró­unar í Banda­ríkj­unum þá hefur olíu­verð hrá­olíu í dag hækkað um 14,97 pró­sent, og stendur nú í tæp­lega 70 Banda­ríkja­dölum á tunn­una, sam­kvæmt mark­aðs­mæla­borði Wall Street Journal.

Ara­mco er með um 10 pró­sent hlut­deild í olíu­fram­leiðslu heims­ins, og er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims­ins. Heild­ar­tekjur þess í fyrra námu 355,9 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 45 þús­und millj­örðum króna.

Auglýsing

Rauðar tölur lækkana einkenndu markaðina í dag.Sam­kvæmt Wall Street Journal er talið að um 5,7 millj­ónir tunna af olíu, á dag, hafi fallið úr fram­leiðslu Ara­mco vegna árás­ar­inn­ar, og er nú unnið að við­gerð. Ekki er ljóst hversu langan tíma hún mun taka. 

Banda­rísk stjórn­völd hafa nú þegar komið þeim skila­borðum form­lega til yfir­valda í Sádí-­Ar­ab­íu, að það sé mat yfir­valda að rót­ina að árás­unum megi rekja til yfir­valda í íran, en upp­reisn­ar­menn Húta, sem Íran hefur stutt í skelfi­legum átökum í Jem­en, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinn­i. 

Ekki liggur fyrir hvernig Sádí-­Ar­abía mun bregð­ast við árás­un­um, en sam­kvæmt Wall Street Journal, hefur meðal ann­ars verið rætt um að bregð­ast við með árás á Íran.

Hluta­bréfa­mark­aðir hafa víð­ast hvar sýnt tölur lækk­ana í dag, en þó ekki meira en á bil­inu 0,3 til 2 pró­sent, sé horft til með­al­tals helstu hluta­bréfa­vísi­talna. 

Á Íslandi var rauður dagur lækk­ana í dag, en erfitt er að segja til um það með vissu hvort þessar vær­ingar á alþjóða­mörk­uðum höfðu áhrif á Íslandi. Mark­aðsvirði allra félaga í kaup­höll­inni lækk­aði nema hjá Heima­völl­um, TM og Sýn, en engin við­skipti voru með bréf þeirra félaga. 

Skörp olíu­verðs­hækk­un, eins og hefur verið raunin í dag, gæti aukið verð­bólgu­þrýst­ing hér á landi, en það fer eftir því hvernig olíu­verðs­þró­unin verður á næstu miss­er­um. Verð­bólga er nú 3,2 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent.

Vísi­tala mark­að­ar­ins lækk­aði um 2,1 pró­sent en mest var lækk­unin á bréfum Brims og Icelanda­ir, sem bæði eiga mikið undir olíu­verði. Virði Brims lækk­aði um 2,93 pró­sent, og er nú 65,2 millj­arð­ar, og virði Icelandair lækk­aði um 4,28 pró­sent og er nú 35,3 millj­arð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi og vill hækkun atvinnuleysisbóta
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent