Drónaárás skekur markaði um allan heim

Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?

Saudi Aramco
Auglýsing

Þegar um 6 pró­sent af olíu­fram­leiðslu heims­ins stöðvast þá hefur það víð­tækar afleið­ingar um allan heim, eins og von er. Dróna­árás upp­reisn­ar­manna Húta á rík­is­ol­íu­fyr­ir­tæki Sádí-­Ara­ba, Ara­mco, hefur haft víð­tækar afleið­ingar um allan heim, enda hefur olíu­verð rokið upp. Hækk­unin nemur á bil­inu 10 til 20 pró­sent, á heild­ina lit­ið, en mis­jafn­lega mikið eftir teg­undum og mörk­uð­u­m. 

Sé horft til þró­unar í Banda­ríkj­unum þá hefur olíu­verð hrá­olíu í dag hækkað um 14,97 pró­sent, og stendur nú í tæp­lega 70 Banda­ríkja­dölum á tunn­una, sam­kvæmt mark­aðs­mæla­borði Wall Street Journal.

Ara­mco er með um 10 pró­sent hlut­deild í olíu­fram­leiðslu heims­ins, og er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims­ins. Heild­ar­tekjur þess í fyrra námu 355,9 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 45 þús­und millj­örðum króna.

Auglýsing

Rauðar tölur lækkana einkenndu markaðina í dag.Sam­kvæmt Wall Street Journal er talið að um 5,7 millj­ónir tunna af olíu, á dag, hafi fallið úr fram­leiðslu Ara­mco vegna árás­ar­inn­ar, og er nú unnið að við­gerð. Ekki er ljóst hversu langan tíma hún mun taka. 

Banda­rísk stjórn­völd hafa nú þegar komið þeim skila­borðum form­lega til yfir­valda í Sádí-­Ar­ab­íu, að það sé mat yfir­valda að rót­ina að árás­unum megi rekja til yfir­valda í íran, en upp­reisn­ar­menn Húta, sem Íran hefur stutt í skelfi­legum átökum í Jem­en, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinn­i. 

Ekki liggur fyrir hvernig Sádí-­Ar­abía mun bregð­ast við árás­un­um, en sam­kvæmt Wall Street Journal, hefur meðal ann­ars verið rætt um að bregð­ast við með árás á Íran.

Hluta­bréfa­mark­aðir hafa víð­ast hvar sýnt tölur lækk­ana í dag, en þó ekki meira en á bil­inu 0,3 til 2 pró­sent, sé horft til með­al­tals helstu hluta­bréfa­vísi­talna. 

Á Íslandi var rauður dagur lækk­ana í dag, en erfitt er að segja til um það með vissu hvort þessar vær­ingar á alþjóða­mörk­uðum höfðu áhrif á Íslandi. Mark­aðsvirði allra félaga í kaup­höll­inni lækk­aði nema hjá Heima­völl­um, TM og Sýn, en engin við­skipti voru með bréf þeirra félaga. 

Skörp olíu­verðs­hækk­un, eins og hefur verið raunin í dag, gæti aukið verð­bólgu­þrýst­ing hér á landi, en það fer eftir því hvernig olíu­verðs­þró­unin verður á næstu miss­er­um. Verð­bólga er nú 3,2 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent.

Vísi­tala mark­að­ar­ins lækk­aði um 2,1 pró­sent en mest var lækk­unin á bréfum Brims og Icelanda­ir, sem bæði eiga mikið undir olíu­verði. Virði Brims lækk­aði um 2,93 pró­sent, og er nú 65,2 millj­arð­ar, og virði Icelandair lækk­aði um 4,28 pró­sent og er nú 35,3 millj­arð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent