Innlendar eignir lífeyrissjóða landsmanna námu 3.433 milljörðum króna í lok júlí, og eru um 72 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna, sem námu 4.764 milljörðum króna á sama tíma. Hlutfall innlendra eigna hefur farið lækkandi, en fyrir tveimur árum voru þær að meðaltali um 22 til 25 prósent af heildareignum lífeyrissjóða.
Flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sett sér það markmið um að auka vægi erlendra eigna í eignasöfnum, með það að markmiði að dreifa meira áhættu og stuðla að öruggari ávöxtun eigna. Sé horft yfir næstu ár er algengt að lífeyrissjóðir stefni að 30 til 35 prósent hlutfalli erlendra eigna.
Af heildareignum lífeyrissjóða voru eignir samtryggingadeilda 4.277 milljarðar króna og séreignadeilda 486 milljarðar króna.
Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 3.433 milljörðum króna. Þar af voru innlán í innlendum innlánsstofnunum 168 milljarðar króna og innlend útlán og markaðsverðbréf 3.127 milljarðar króna.
Þar á meðal eru meðal annars eignarhlutir í skráðum innlendum félögum, en eignarhlutur lífeyrissjóða í þeim hefur verið í kringum 50 prósent undanfarin ár, og má segja að lífeyrissjóðirnir hafi verið bakbeinið í hlutabréfamarkaðnum frá því hann var endurreistur eftir fall fjármálakerfisins haustið 2008.
Þá hafa lífeyrissjóðir verið að sækja í sig veðrið á húsnæðislánamarkaði á undanförnum árum, og aukið hlutdeild sína á þeim markaði verulega og hratt, ekki síst með því að bjóða betri vaxtakjör en bankar hafa geta boðið.
Erlendar eignir lífeyrissjóða voru 1.330 milljörðum króna í lok júlí.