Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða

Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.

Peningar
Auglýsing

Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóða lands­manna námu 3.433 millj­örðum króna í lok júlí, og eru um 72 pró­sent af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóð­anna, sem námu 4.764 millj­örðum króna á sama tíma. Hlut­fall inn­lendra eigna hefur farið lækk­andi, en fyrir tveimur árum voru þær að með­al­tali um 22 til 25 pró­sent af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóða. 

Flestir stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa sett sér það mark­mið um að auka vægi erlendra eigna í eigna­söfn­um, með það að mark­miði að dreifa meira áhættu og stuðla að örugg­ari ávöxtun eigna. Sé horft yfir næstu ár er algengt að líf­eyr­is­sjóðir stefni að 30 til 35 pró­sent hlut­falli erlendra eigna. 

Af heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóða voru eignir sam­trygg­inga­deilda 4.277 millj­arðar króna og sér­eigna­deilda 486 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóða námu 3.433 millj­örðum króna. Þar af voru inn­lán í inn­lendum inn­láns­stofn­unum 168 millj­arðar króna og inn­lend útlán og mark­aðs­verð­bréf 3.127 millj­arðar króna. 

Þar á meðal eru meðal ann­ars eign­ar­hlutir í skráðum inn­lendum félög­um, en eign­ar­hlutur líf­eyr­is­sjóða í þeim hefur verið í kringum 50 pró­sent und­an­farin ár, og má segja að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi verið bak­beinið í hluta­bréfa­mark­aðnum frá því hann var end­ur­reistur eftir fall fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008.  

Þá hafa líf­eyr­is­sjóðir verið að sækja í sig veðrið á hús­næð­is­lána­mark­aði á und­an­förnum árum, og aukið hlut­deild sína á þeim mark­aði veru­lega og hratt, ekki síst með því að bjóða betri vaxta­kjör en bankar hafa geta boð­ið.

Erlendar eignir líf­eyr­is­sjóða voru 1.330 millj­örðum króna í lok júlí.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent