Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un

Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.

BrynjarN.elsson.47.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Sjö þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp um refs­ingar við tálmun eða tak­mörkun á umgengni. Sam­bæri­legt frum­varp var fyrst lagt fram fyrir nokkrum árum en hlaut ekki afgreiðslu. Þá var það lagt fram að nýju í sept­em­ber á síð­asta ári með breyt­ingum en náði ekki fram að ganga. Fyrri til­raunir vöktu hörð við­brögð og gagn­rýndu margir frum­varp­ið.

Ef frum­varpið verður sam­þykkt þá varðar það sektum eða fang­elsi allt að fimm árum tálmi for­eldri hinu for­eldr­inu eða öðrum sem eiga umgengn­is­rétt sam­kvæmt úrskurði, dómi, dómsátt for­eldra eða samn­ingi þeirra stað­festum af sýslu­manni að neyta umgengn­is­rétt­ar, eða tak­marki hann. Brot gegn ákvæð­inu sæti aðeins opin­berri rann­sókn að und­an­geng­inni kæru barna­verndar til lög­reglu.

Fyrsti flutn­ings­maður er Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Með honum eru Ásmundur Frið­riks­son, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, Jón Gunn­ars­son, Njáll Trausti Frið­berts­son, Óli Björn Kára­son og Páll Magn­ús­son, öll þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Segir í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu að sam­kvæmt barna­lögum og barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna eiga börn rétt á að þekkja og umgang­ast báða for­eldra sína. Í barna­lögum sé sér­stak­lega tekið fram að barn eigi rétt á að umgang­ast með reglu­bundnum hætti það for­eldra sinna sem það býr ekki hjá og þegar for­eldrar búa ekki saman hvíli sú skylda á báðum að grípa til þeirra ráð­staf­ana sem við verði komið til að tryggja að þessi réttur sé virt­ur. Jafn­framt sé tekið fram að for­eldri sem barn býr ekki hjá eigi í senn rétt og beri skylda til að rækja umgengni við barn sitt. Enn fremur komi fram að for­eldri sem barn býr hjá sé skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt for­eldrið nema hún sé and­stæð hag og þörfum barns­ins að mati dóm­ara eða lög­mælts stjórn­valds. Með umgengni er átt við sam­veru og önnur sam­skipti.

Þá segir jafn­framt í grein­ar­gerð­inni að þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um umgengn­is­skyldur for­eldra, svo sem skyldu þess for­eldris sem barnið býr hjá til að stuðla að umgengni þess við hitt for­eldrið, geti orðið mis­brestur á fram­kvæmd ákvæð­is­ins. Dæmi séu ann­ars vegar um að það for­eldri sem barn býr hjá (lög­heim­il­is­for­eldri) tálmi alfarið eða tak­marki veru­lega að barn umgang­ist hitt for­eldrið (um­gengn­is­for­eldri) og hins vegar sé að finna dæmi um að umgengn­is­for­eldri tálmi eða tak­marki umgengni barns við lög­heim­il­is­for­eldri þegar umgengni á að ljúka og for­eldrar fari með því gegn úrskurði, dómi, dómsátt eða samn­ingi aðila.

„Úr­ræði í barna­lögum eru þau að sýslu­maður get­ur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni, skyldað þann sem fer með for­sjá eða umsjá barns­ins að láta af tálm­unum að við­lögðum dag­sekt­um, sbr. 48. gr. barna­laga. Flutn­ings­menn telja að þetta úrræði hafi ekki virkað til að tryggja þennan mik­il­væga og lög­bundna rétt barns­ins. Þessi máls­með­ferð hjá sýslu­manni getur verið bæði tíma­frek og kostn­að­ar­söm.

Tálmi for­sjár­maður umgengni þrátt fyrir úrskurð um dag­sektir og fjár­nám getur dóm­ari, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, úrskurðað að umgengni verði komið á með aðför í eitt skipti eða að umgengni á vissu tíma­bili verði komið á með aðfar­ar­gerð, sbr. 50. gr. lag­anna. Flutn­ings­menn telja að umgengni sem er komið á með aðför komi ekki endi­lega í veg fyrir áfram­hald­andi tálm­anir og því geti reynt á að fara þurfi oftar en einu sinni í slíkt dóms­mál. Slíkur mála­rekstur er þannig tíma­frekur og kostn­að­ar­samur auk þess að vera mjög íþyngj­andi fyrir alla sem að máli koma, ekki síst barn­ið,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Hægt er að lesa grein­ar­gerð­ina í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent