Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un

Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.

BrynjarN.elsson.47.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Sjö þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp um refs­ingar við tálmun eða tak­mörkun á umgengni. Sam­bæri­legt frum­varp var fyrst lagt fram fyrir nokkrum árum en hlaut ekki afgreiðslu. Þá var það lagt fram að nýju í sept­em­ber á síð­asta ári með breyt­ingum en náði ekki fram að ganga. Fyrri til­raunir vöktu hörð við­brögð og gagn­rýndu margir frum­varp­ið.

Ef frum­varpið verður sam­þykkt þá varðar það sektum eða fang­elsi allt að fimm árum tálmi for­eldri hinu for­eldr­inu eða öðrum sem eiga umgengn­is­rétt sam­kvæmt úrskurði, dómi, dómsátt for­eldra eða samn­ingi þeirra stað­festum af sýslu­manni að neyta umgengn­is­rétt­ar, eða tak­marki hann. Brot gegn ákvæð­inu sæti aðeins opin­berri rann­sókn að und­an­geng­inni kæru barna­verndar til lög­reglu.

Fyrsti flutn­ings­maður er Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Með honum eru Ásmundur Frið­riks­son, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, Jón Gunn­ars­son, Njáll Trausti Frið­berts­son, Óli Björn Kára­son og Páll Magn­ús­son, öll þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Segir í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu að sam­kvæmt barna­lögum og barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna eiga börn rétt á að þekkja og umgang­ast báða for­eldra sína. Í barna­lögum sé sér­stak­lega tekið fram að barn eigi rétt á að umgang­ast með reglu­bundnum hætti það for­eldra sinna sem það býr ekki hjá og þegar for­eldrar búa ekki saman hvíli sú skylda á báðum að grípa til þeirra ráð­staf­ana sem við verði komið til að tryggja að þessi réttur sé virt­ur. Jafn­framt sé tekið fram að for­eldri sem barn býr ekki hjá eigi í senn rétt og beri skylda til að rækja umgengni við barn sitt. Enn fremur komi fram að for­eldri sem barn býr hjá sé skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt for­eldrið nema hún sé and­stæð hag og þörfum barns­ins að mati dóm­ara eða lög­mælts stjórn­valds. Með umgengni er átt við sam­veru og önnur sam­skipti.

Þá segir jafn­framt í grein­ar­gerð­inni að þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um umgengn­is­skyldur for­eldra, svo sem skyldu þess for­eldris sem barnið býr hjá til að stuðla að umgengni þess við hitt for­eldrið, geti orðið mis­brestur á fram­kvæmd ákvæð­is­ins. Dæmi séu ann­ars vegar um að það for­eldri sem barn býr hjá (lög­heim­il­is­for­eldri) tálmi alfarið eða tak­marki veru­lega að barn umgang­ist hitt for­eldrið (um­gengn­is­for­eldri) og hins vegar sé að finna dæmi um að umgengn­is­for­eldri tálmi eða tak­marki umgengni barns við lög­heim­il­is­for­eldri þegar umgengni á að ljúka og for­eldrar fari með því gegn úrskurði, dómi, dómsátt eða samn­ingi aðila.

„Úr­ræði í barna­lögum eru þau að sýslu­maður get­ur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni, skyldað þann sem fer með for­sjá eða umsjá barns­ins að láta af tálm­unum að við­lögðum dag­sekt­um, sbr. 48. gr. barna­laga. Flutn­ings­menn telja að þetta úrræði hafi ekki virkað til að tryggja þennan mik­il­væga og lög­bundna rétt barns­ins. Þessi máls­með­ferð hjá sýslu­manni getur verið bæði tíma­frek og kostn­að­ar­söm.

Tálmi for­sjár­maður umgengni þrátt fyrir úrskurð um dag­sektir og fjár­nám getur dóm­ari, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, úrskurðað að umgengni verði komið á með aðför í eitt skipti eða að umgengni á vissu tíma­bili verði komið á með aðfar­ar­gerð, sbr. 50. gr. lag­anna. Flutn­ings­menn telja að umgengni sem er komið á með aðför komi ekki endi­lega í veg fyrir áfram­hald­andi tálm­anir og því geti reynt á að fara þurfi oftar en einu sinni í slíkt dóms­mál. Slíkur mála­rekstur er þannig tíma­frekur og kostn­að­ar­samur auk þess að vera mjög íþyngj­andi fyrir alla sem að máli koma, ekki síst barn­ið,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Hægt er að lesa grein­ar­gerð­ina í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent